Fleiri fréttir

Harðir baardagar Palestínumanna

Að minnsta kosti tveir Palestínumenn biðu bana og yfir 20 særðust í innbyrðis átökum á Gaza ströndinni í dag.

Hætt í flokknum

Trúverðurgleiki Vinstri grænna glataðist þegar Svandís Svavarsdóttir gekk til samstarfs við Framsóknarmenn í Reykjavík að mati Birnu Þórðardóttur. Birna hefur sagt skilið við flokkinn vegna þessa þar sem hún hefur setið sem varamaður í stjórn.

Gengur ekki að borgin kljúfi samstarfið

Ekki gengur að Reykjavíkurborg kljúfi sig úr samstöðu sveitarfélaga með því að greiða sínum launamönnum bónusa og hærri laun en samningar segja til um, segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík.

Vill að Bandaríkjamenn berji á kúrdum

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, krefst þess að Bandaríkjamenn grípi þegar til aðgerða gegn kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Íraks.

Vill leggja niður embætti kirkjumálaráðherra

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra málaráðherra, sagði við upphaf kirkjuþings í dag að kirkjumálaráðherra hefði ekki lengur nein völd varðandi ytri mál kirkjunnar.

Uppreisn gegn biskupi á kirkjuþingi

Hópur presta ætlar að beita sér fyrir því að fella tillögu frá Karli Sigurbirnssyni biskupi, á kirkjuþinginu sem hefst í dag.

Kjarnorkusprengjur yfir Bandaríkjunum

Bandaríski flugherinn hefur rekið sjötíu liðsmenn flugsveitar - þar af fjóra háttsetta foringja- eftir að B-52 sprengjuflugvél var flogið með sex kjarnorkusprengjur yfir bandarískt landsvæði í lok ágúst.

Lögreglan fann mikið magn stera

Lögreglumál Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgar­svæðinu gerði mikið magn sterataflna og stungulyfja upptæk eftir húsleit í Austurbæ Reykjavíkur á fimmtudags­kvöldið.

Með kannabis og amfetamín

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 120.000 króna sekt til ríkissjóðs ella sæta fangelsi í tíu daga.

Forstjóri gekk á dyr hjá Ratsjárstofnun

Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, hefur ákveðið að láta af störfum og hefur kvatt starfsfólk stofnunarinnar. Ólafur hefur ekki tilkynnt ákvörðun sína til utanríkisráðuneytisins, sem fer með yfirstjórn stofnunarinnar.

Lettarnir hjá GT flestir farnir úr landi

Vinnumarkaður Lettarnir þrettán hjá starfsmannaleigunni Nordic Construction Line, NCL, sem unnu fyrir GT verktaka og Arnarfell við Hraunaveitu, eru farnir úr landi allir nema einn. Þessi eini er kominn til Reykjavíkur og búinn að finna sér vinnu þar.

Fogh boðar nýja Evrópustefnu

Nú þegar Evrópusambandið hefur fengið uppfærðan sáttmála um stjórnskipan sína hyggst danska ríkisstjórnin efna til nýrrar þverpólitískrar sáttar um Evrópustefnu Danmerkur.

Sérfræðingar verða að hlusta á sjómenn

Afar hörð gagnrýni á niðurskurð þorskafla og aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar við stofnstærðarmælingar kom fram við upphaf 23. aðalfundar Landssambands smábátaeigenda (LS) í gær.

Þingmenn skora á Olmert

Ísrael, AP Meirihluti þingmanna á Ísraelsþingi hefur skrifað undir áskorun til forsætisráðherrans, Ehuds Olmert, þar sem þeir frábiðja sér að nokkur tilraun verði gerð til þess að afsala ísraelskum yfirráðum yfir nokkrum hluta Jerúsalemborgar.

Prófraun fyrir stefnu forsetans

Parísarbúar og nærsveitamenn, sem sækja vinnu í frönsku höfuðborginni, máttu í gær þola annan daginn í röð fastir í umferðarteppum í bílum sínum þar sem víðtækasta verkfall starfsmanna í almenningssamgöngum í tólf ár hélt áfram.

Bæjarstjóri sparar gífuryrðin

Lögmaður Hveragerðisbæjar kannar nú hvernig lóð í eigu bæjarins komst í eigu manna sem eingöngu áttu byggingarrétt á lóðinni en ekki lóðina sjálfa.

Ætlar að bjarga Kolaportinu

„Það gengur ekki að skilja Kolaportið eftir á köldum klaka,“ segir nýr borgarstjóri Dagur B. Eggertsson. Hann vill taka upp viðræður við tollstjóra um að embætti hans fái bílastæði í grenndinni.

Verkfall stöðvar ekki ferð þeirra

Breskir rúgbí áhugamenn láta verkfall starfsmanna almenningssamgöngufyrirtækja í Frakklandi ekki stöðva sig og flykkjast til Parísar. Þar keppa Englendingar til úrslita á heimsmeistaramótinu í rúgbí á morgun.

Grunaður níðingur handtekinn

Grunaður barnaníðingur sem eftirlýstur hefur verið um allan heim í þrjú ár var handtekinn í Taílandi í dag. Það var aðstoð almennings um allan heim sem réð því að hægt var að hafa hendur í hári hans.

Aðeins Írar fá þjóðaratkvæðagreiðslu

Aðeins Írar fá að greiða atkvæði um nýjan sáttmála Evrópusambandsins sem samþykktur var í nótt og kemur í stað umdeildrar stjórnarskrár. Ekki þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði í öðrum ríkjum.

Föðurmorðingjar aftur á ferð

Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi.

ASÍ krefst að bætur verði aldrei lægri en 150 þúsund krónur

Alþýðusambandið gerir kröfur um að stjórnvöld tryggi lága verðbólgu og vaxtakjör eins og þau eru í nágrannalöndum. ASÍ ætlar að berjast sérstaklega fyrir kjörum þeirra lægst launuðu í næstu kjarasamningum. Þetta var samþykkt á ársfundi ASÍ sem lauk nú síðdegis.

Andvaraleysi bílstjóra á sök á mörgum alvarlegum bifhjólaslysum

Andvaraleysi bílstjóra á stóran þátt í mörgum mjög alvarlegum bifhjólaslysum hér á landi. Tvö banaslys á þessu ári má rekja til þess að bifreið var ekið í veg fyrir bifhjól á ferð. Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur birt skýrslu um banaslys á Akrafjallsvegi í júlí í sumar þar sem þessi var raunin en strætisvagni var þá ekið í veg fyrir bifhjól.

Bílvelta við Hraunhellutorg

Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu við Hraunhellutorg í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag.

Mafíósi missti töluna eftir 50 morð

Mafíuforinginn sem er fyrirmynd Sopranos sjónvarpsþáttanna missti töluna á þeim fjölda sem hann lét myrða. Hann hætti að telja þegar hann var kominn upp í 50. Leigumorðinginn Larry Mazza var vitni við réttarhöldin gegn fulltrúa FBI, DeVecchio, sem ákærður er fyrir að leka upplýsingum lögreglunnar til mafíósans Gregory Scarpa.

Sýkna og sakfelling í Héraðsdómi Austurlands

Dómur féll í tveimur líkamsárásarmálum í Hérðasdómi Austurlands í dag. Í fyrra málinu var 19 ára karlmaður sýknaður af ákærum um að hafa skallað mann í andlitið fyrir utan dansleik sem haldin var í félagsheimilinu Valhöll á Eskiferði síðasta sumar.

Bhutto ásakar herforingja um tilræðið

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan ásakar fyrrverandi yfirmenn í hernum fyrir að standa á bakvið tvöfalt sprengjutilræði gegn henni í gærkvöldi. Meira en 136 manns létust í sprengingunum í Karachi þegar bílalest Bhutto var ekið í gegnum borgina eftir að hún sneri aftur úr átta ára útlegð. Hún segist hafa verið vöruð við að fjórum sjálfsmorðssprengjum.

Tillögur borgarstjóra í manneklumálum samþykktar

Borgaráð samþykkti á aukafundi í dag tillögur borgarstjóra um að leggja um 790 milljónir króna til aðgerða meðal annars til að gera Reykjavíkurborg að eftirsóknarverðari vinnustað eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Ekki lengur í haldi vegna smyglskútumáls

Maðurinn sem handtekinn var á mánudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um tengsl við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði er laus úr haldi lögreglu.

Sakfelldur fyrir kannabisrækt

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að að greiða 120 þúsund krónur í sekt fyrir fyrir kannabisrækt og vörslu fíkniefna. Lögreglan gerði húsleit hjá manninum í maí síðastliðnum og fann þar fimm kannabisjurtir og lítilræði af amfetamíni og kannabis.

Létu innbrotsþjófinn taka til

Hjón í Bandaríkjunum vissu nákvæmlega hvað þau áttu að gera við innbrotsþjóf sem þau gripu glóðvolgan þar sem hann gekk ránshendi um heimili þeirra. Þau miðuðu á hann byssu á meðan þau létu hann skila mununum og þrífa eftir sig.

Gjaldkeri grunaður um fjárdrátt á fleiri stöðum

Svæðisskrifstofa Vesturlands er nú að kanna bókhaldið hjá Fjöliðjunni á Akranesi en grunur leikur á að ekki sé allt með felldu í bókhaldinu þar. Hefur Ríkisendurskoðun verið fengin til ráðgjafar af þeim sökum. Forstöðumaður Fjöliðjunnar er fyrrverandi gjaldkeri ÍA en félagið hefur kært hann fyrir fjárdrátt eins og kunnugt er af fréttum í Vísi.

Fjörutíu og fjórar LSD-töflur í fangaklefa á Litla-Hrauni

Fangi á Litla-Hrauni var í dag dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt fyrir að geyma fíkniefni í klefa sínum. Við klefaleit í maí síðastliðnum framvísaði maðurinn rúmu einu og hálfu grammi af kókaíni og 44 skömmtum af LSD.

Fyrrverandi meindýraeyðir dæmdur fyrir vopnalagabrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot með því að hafa í fórum sínum fjölmargar byssur án þess að geyma þær í læstum hirslum eins og lög gera ráð fyrir.

Össur og REI-toppar með skrúfuvél

Það verður ekki einkaþota heldu tveggja hreyfla skrúfuvél sem flytja mun Össur Skarphéðinsson og forráðamenn REI á milli Jakarta og Manila í næstu viku. Vélin er tekin á leigu í Jakarta í þessu skyni.

Landsbjörg skilji að samkeppnisrekstur og björgunarstarfsemi

Samkeppniseftirlitið hefur lagt fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu að skilja að fjárhagslega alla starfsemi félagsins sem rekin er í samkeppni við aðila á markaði annars vegar og almenna björgunar- og slysavarnastarfsemi hins vegar.

Misskilningur að Geir hafi slitið fundinum

Marta Guðjónsdóttir formaður Varðar segir það vera misskilning að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi slitið fundi félagsins í gærkvöldi eftir ávarp sitt. "Hann impraði aðeins á því í lokin hvort ekki ætti að segja þetta gott," segir Marta. "En ég stökk til að dyrunum og sagði að fundurinn héldi áfram eins og til stóð."

Sjá næstu 50 fréttir