Innlent

Lögreglan fann mikið magn stera

Lögreglumál Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgar­svæðinu gerði mikið magn sterataflna og stungulyfja upptæk eftir húsleit í Austurbæ Reykjavíkur á fimmtudags­kvöldið.

Húsráðandi, karlmaður um fimmtugt, var handtekinn en honum var sleppt eftir skýrslutökur. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir að hafa stera í fórum sínum. Fleiri hafa ekki verið handteknir vegna málsins, að sögn lögreglu.

Ekki fékkst uppgefið hjá lögreglu hversu mikið magn stera er að ræða þar sem nákvæm talning hefur ekki farið fram.

Lögreglan varðist frekari frétta af málinu í gærkvöld en rannsókn þess er á frumstigi. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×