Innlent

Með kannabis og amfetamín

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 120.000 króna sekt til ríkissjóðs ella sæta fangelsi í tíu daga.

Maðurinn var ákærður fyrir hafa ræktað og haft í vörslu sinni fimm kannabisjurtir, lítilræði af amfetamíni og kannabis, sem lögregla fann í eldhússkáp við húsleit hjá honum.

Auk upptöku fíkniefnanna var manninum gert að sæta upptöku á þremur gróðurhúsalömpum, átta ljósaperum og rakatæki. Maðurinn mætti hvorki við þingfestingu málsins né boðaði forföll. - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×