Fleiri fréttir Tendrun friðarsúlu Yoko Ono vekur heimsathygli Það er langur listi fyrirmenna sem fengið hefur boð um að vera við tendrun á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á fæðingardegi bítilsins John Lennon. Nærri öruggt þykir að Ringo Starr muni baða sig í sviðsljósinu með ekkjunum Yoko Ono og Oliviu Harrison. Ingólfur Margeirsson bítlasérfræðingur vonar að Paul McCartney mæti á svæðið. 2.10.2007 18:45 Erlendir mótorhjólamenn spóla á hálendi Íslands Á sama tíma og sjóstangveiði er að vaxa sem grein í ferðaþjónustu er önnur ný í vexti sem reyndar hefur farið fram hjá flestum. Vélhjólamenn sem vilja vaða á vegleysur inn til fjalla eru nýr hópur ferðamanna sem á eftir að láta að sér kveða í íslenskri ferðaflóru. 2.10.2007 18:45 Vilja herða viðurlög þegar börn eru tæld. Þverpólitískur vilji virðist vera fyrir því að herða viðurlög við því þegar fullorðnir reyna að tæla börn til fylgilags við sig, á Netinu og víðar. 2.10.2007 18:40 Tveir á slysadeild Klukkan 17:30 í dag rákust saman rúta og jeppi á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Í jeppanum voru tveir farþegar og voru þeir báðir fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Bílstjóri og farþegar rútunnar hlutu alvarleg meiðsl. Ekki fást nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. 2.10.2007 18:19 Tekist á í borgarstjórn Snörp orðaskipti hafa verið á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag á milli forseta borgarstjórnar, Björns Inga Hrafnssonar og oddvita Samfylkingarinnar, Dags B. Eggertssonar um málefni Sundabrautar. 2.10.2007 18:06 Notkun rítalíns á Íslandi líkt við neyslu í fátækrahverfum Bandaríkjanna Ástæðan fyrir mikilli rítalínnotkun barna hér á landi skýrist að mestu leyti af því hversu margir íslenskir læknar eru menntaðir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í umfjöllun norska dagblaðsins Dagsavisen um rítalínnotkun í Noregi og á Norðurlöndum. 2.10.2007 16:45 Eftirlitsátaki vegna erlendra starfsmanna hleypt af stokkunum Vinnumálastofnun hleypti í dag af stokkunum sérstöku eftirlitsátaki með fyrirtækjum vegna erlendra starfsmanna. Átakið ber nafnið Allt í ljós og er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og ASÍ. 2.10.2007 16:10 Hóta að hætta að flytja gas til Úkraníu Rússneska gasfyrirtækið Gazprom ætlar að hætta gasflutningum til Úkraníu nema yfirvöld þar í landi greiði fyrirtækinu skuld upp á tæpa 81 milljarð króna. Hætta er á að gasflutningar til Vestur-Evrópu raskist verulega komi til stöðvunar af hálfu Gazprom. 2.10.2007 15:57 Engar vísbendingar um að svefnlyf hafi verið notuð af nauðgurum Notkun lyfja á borð við flunitrazepam hér á landi hefur aldrei komið fram við sýnatöku hjá fórnarlöbum nauðgara hér á landi. Þetta segir landlæknir en hann lét gera athugun á málinu í kjölfar mikillar umræðu á Netinu og í fjölmiðlum. Hann segir því litla ástæðu til þess að taka flunitrazepam, sem hefur sömu innhaldsefni og rohypnol, af markaði en lyfið er vinsælt svefnlyf, sérstaklega á meðal eldra fólks. Rohypnol hefur lengi haft orð á sér að vera notað af nauðgurum til þess að sljóvga fórnarlömb sín. 2.10.2007 15:25 Leifur Örn á topp Cho Oyu Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður náði tindi Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls heims, í nótt. Hann var í hópi manna sem gengu á tindinn sem er í 8201 metra hæð. 2.10.2007 15:22 Vilja heimsmeistaraeinvígi Anands og Kramniks í borgina Samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar í dag að leggja til að Reykjavíkurborg kanni í samvinnu við Skáksamband Íslands og jafnvel fleiri aðila hvort möguleiki sé að halda heimsmeistaraeinvígið í skák í hér á landi á næsta ári. Þá eru 35 ár frá heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hér á landi. 2.10.2007 15:07 Sjö láta lífið í eldsvoða í Rússlandi Að minnsta kosti sjö létu lífið og 35 særðust þegar eldur kviknaði í stjórnarbyggingu suðaustur af Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Eldurinn kom upp á fjórðu hæð byggingarinnar. 2.10.2007 15:02 Of lítið af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna "Upplýsingatækni - á leið úr landi?" og gerði að umtalsefni að of lítið framboð væri af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni hérlendis. "Staðan sem nú virðist blasa við er sú að viðvarandi skortur er á fólki með menntun á sviði upplýsingatækni og áhugi framhaldsskólanema fyrir því að sækja nám á því sviði er of lítill," segir Geir. 2.10.2007 14:59 Skilorðsbundið fangesi fyrir eignaspjöll Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll þegar hún reyndi að brjótast inn í verslun á Egilsstöðum í febrúar síðastliðnum. 2.10.2007 14:22 Bankar rukka fyrir upplýsingar um reikningsstöðu Flestir bankar hér á landi taka gjald fyrir að veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um stöðu á reikningi þegar hringt er í þjónustuver. Gjaldið er á bilinu 100 til 65 krónur. Glitnir, einn banka, tekur ekkert gjald fyrir viðvikið. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna leggur áherslu á að gjaldtaka bankanna í tilvikum sem þessum sé í samræmi við kostnað sem hlýst af. 2.10.2007 14:17 Læknar LHS til alþjóðasveitarinnar Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landspítali hafa gert með sér samning um þátttöku lækna LSH í starfi Íslensku alþjóðasveitarinnar. 2.10.2007 14:07 Fjórir undir áhrifum fíkniefna Fjórir ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. 2.10.2007 13:58 Segir að ræningjar Madeleine hafi gefið henni svefnlyf Líklegt er að ræningjar Madeleine McCann hafi gefið henni svefnlyf eða róandi lyf þegar þeir rændu henni að mati ömmu Madeleine. Að sögn ömmunnar hefði Madeleine að öðrum kosti látið í sér heyra þegar henni var rænt af hótelherberginu. 2.10.2007 13:57 Íslensk stjórnvöld fordæma ofbeldisverk í Búrma Íslensk stjónvöld fordæma þau ofbeldisverk sem unnin hafa verið í Asíuríkinu Búrma á síðustu vikum til þess að bæla niður friðsamleg mótmæli í landinu. 2.10.2007 13:50 Fallið frá málsókn á hendur Benazir Bhutto Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að fella niður málsókn á hendur Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna meintrar spillingar. Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í London allt frá því að dómstóll í Pakistan dæmdi hana og eiginmann hennar í fangelsi árið 1999. 2.10.2007 13:24 Danska konungsfjölskyldan krefst Saddam-orðu Dönsk riddarakrossorða sem var áður í eigu Saddam Hussein einræðisherra Íraks hefur valdið uppnámi innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Orðan sem sett hefur verið á uppboð á fyrrum eigum Saddams var aldrei veitt einræðisherranum og því hefur konungsfjölsskyldan ályktað að einræðisherrann hafi útvegað sér hana með óheiðarlegum hætti. 2.10.2007 13:24 Dagur barnsins haldinn hátíðlegur ár hvert Stefnt er að því að halda Dag barnsins hátíðlegan í fyrsta sinn á Íslandi á næsta ári. Þetta er liður í auknum áherslum ríkisstjórnarinnar á málefni yngstu kynslóðarinnar. 2.10.2007 13:17 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2.10.2007 13:11 Skaut systur sína fyrir slysni Breskur táningur játaði fyrir dómi í Manchester í morgun að hafa fyrir slysni skotið 12 ára gamla systur sína í höfuðið. Kasha Peniston, sem er 17 ára gamall, var upphaflega ákærður fyrir morð en ákærunni var síðar breytt í manndráp af gáleysi. 2.10.2007 13:05 Vill fresta gildistöku vatnalaga um eitt ár Gildistöku vatnalaganna verður frestað um eitt ár ef frumvarp Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. 2.10.2007 12:55 Ísraelsmenn sleppa 29 Palestínumönnum úr fangelsi Ísraelsmenn slepptu í morgun 29 palestínskum föngum úr fangelsi í því skyni að styrkja stöðu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Til átaka kom á landamærastöð þegar ísraelskur hermaður skaut að hópi manna sem hafði safnast saman til að fagna lausn fanganna. 2.10.2007 12:47 Sættir hjá Bjarna og Elínu Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, segir að nafn sitt hafi verið hreinsað af ásökunum um fjársvik. 2.10.2007 12:22 Haustrallið er hafið Stofnmæling botnfiska að haustlagi eða haustrallið er hafið í 12. skipti. Haustrallið er eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar, þar sem togað er á 380 stöðvum allt í kringum landið á 28 dögum. 2.10.2007 12:18 Niðurrif í Vesturbænum Verið er að rífa hús númer 46 við Grenimel í vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að byggja 630 fermetra þríbýlishús á lóðinni. Húsið sem verið er að rífa er 217 fermetrar að stærð og í því voru tvær íbúðir. Það hefur staðið autt um langan tíma við litla hrifningu nágranna. 2.10.2007 12:12 Netþjónabú reist á suðvesturhorninu Netþjónafyrirtæki, sem íslenskir fjárfestar eru aðillar að, hefur þegar tryggt sér landssvæði undir netþjónabú hér á landi. Það á nú í viðræðum við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um raforkukaup. 2.10.2007 12:10 Söfnun til stuðnings Geðhjálp, BUGL og Forma Kiwanis-hreyfingin á Íslandi efnir til fjögurra daga landssöfnunar í vikunni til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra. 2.10.2007 12:00 Ekki eftir neinu að bíða með Sundabraut Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi og stjórnarformaður Faxaflóahafna segir að það séu mikil vonbrigði að Sundabraut skuli ekki vera á verkefnaáætlun ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjárlögum. "Faxaflóahafnir hafa lýst yfir vilja sínum til að reisa og reka Sundabraut. Ríkisstjórnin hefur svarað því til að það þurfi að fara með verkið í útboð. Það er ekki eftir neinu að bíða með það," segir Björn Ingi. 2.10.2007 12:00 Ást og átök á þýsku elliheimili Til átaka kom á elliheimili í Þýskalandi milli tveggja manna eftir að annar þeirra byrjaði með fyrrverandi kærustu hins. Kærastan, sem er brasilísk hjúkrunarkona, er á fertugsaldri en mennirnir tveir á sjötugs- og áttræðisaldri. 2.10.2007 11:54 Hundaeigandi hótar ritstjóra Ritstjóra héraðsblaðsins Skessuhorn barst í gær alvarlegar hótanir frá hundaeiganda á Akranesi vegna fréttar um árásarhund á vefútgáfu blaðsins. 2.10.2007 11:30 Alræmdur mafíósi handtekinn á Sikiley Ítalska lögreglan handtók í morgun hin alræmda mafíósa Enrico Scalavino en hann er ásakaður um að hafa beitt hótunum til að kúga fé út úr fyrirtækjum í borginni Palermo á Sikiley. 2.10.2007 11:09 Milljarðamæringur fékk lögbann á landgræðslu Málaferli standa nú yfir á milli ábúendanna á Félagsbúinu Miðhrauni á Snæfellsnesi og nágranna þeirra Ólafs Ólafssonar, kenndum við Samskip. Á meðal þess sem tekist er á um er lögbann sem Ólafur fékk sett á nágranna sína sem kom í veg fyrir að þau gætu unnið að landgræðslu á svæðinu. 2.10.2007 10:44 Mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu. 2.10.2007 10:43 Bretar handteknir fyrir að spila bingó Sjö breskir ferðamenn voru nýlega handteknir í Tyrklandi fyrir að spila bingó. Vopnaðir lögreglumenn umkringdu Bretana þar sem þeir sátu á bar í bænum Altinkum og gerðu bingó-spjöld þeirra upptæk. Að sögn Daily Mirror var hópurinn yfirheyrður í fjóra tíma og síðan fékk hver um sig rúmlega 6.000 kr. sekt. 2.10.2007 10:43 Slasaðist á krosshjóli Um miðjan dag síðastliðinn laugardag var lögreglu í Vestmannaeyjum tilkynnt um slys á svokallaðri „Krossbraut“ 2.10.2007 10:14 Kína styður aðild Íslands að Öryggisráðinu Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 2.10.2007 10:14 Nýr yfirmaður pakistanska hersins Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Pakistan, Ashfaq Pervez Kiani, mun taka við yfirstjórn pakistanska hersins verði Pervez Musharraf endurkjörinn forseti. Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan á laugardaginn. 2.10.2007 10:12 Breskum hermönnum í Írak fækkað um 1000 Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ákveðið að fækka hermönnum í Basra héraði í Írak um 1000 fyrir árslok. Einnig ætlar hann að færa stjórn á öryggisstarfsemi í héraðinu yfir til Íraka á næstu tveimur mánuðum. Brown tilkynnti þetta á fundi með embættismönnum í Írak fyrir stundu. Forsætisráðherran kom til Bagdad í morgun. Við komu sína fagnaði hann hugrekki og fagmennsku breskra hermanna sem dvalið hafa í Írak. 2.10.2007 10:05 Dísillítrinn dýrastur á Íslandi Olíuframleiðsluríkið Noregur er með dýrsta bensínið í Evrópu en Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að greiða mest fyrir dísilolíuna á bílinn. 2.10.2007 09:59 Líkamsárás kærð í Vestmannaeyjum Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald síðustu helgar. Árásin átti sér stað í heimahúsi. Ósætti urðu á milli tveggja íbúa í húsinu sem endað með áflogum. Ekki hlutust alvarlegir áverkar af átökunum. 2.10.2007 09:56 Dauði Mussolini til Alþjóðadómstólsins Eitt af barnabörnum Benito Mussolini krefst þess að kringumstæðurnar í kringum dauða einræðisherrans verði teknar til meðferðar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Þetta kemur í kjölfar þess að dómari í bænum Como hafnaði sömu beiðni frá barnabarninu Guido. 2.10.2007 09:50 Sjá næstu 50 fréttir
Tendrun friðarsúlu Yoko Ono vekur heimsathygli Það er langur listi fyrirmenna sem fengið hefur boð um að vera við tendrun á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á fæðingardegi bítilsins John Lennon. Nærri öruggt þykir að Ringo Starr muni baða sig í sviðsljósinu með ekkjunum Yoko Ono og Oliviu Harrison. Ingólfur Margeirsson bítlasérfræðingur vonar að Paul McCartney mæti á svæðið. 2.10.2007 18:45
Erlendir mótorhjólamenn spóla á hálendi Íslands Á sama tíma og sjóstangveiði er að vaxa sem grein í ferðaþjónustu er önnur ný í vexti sem reyndar hefur farið fram hjá flestum. Vélhjólamenn sem vilja vaða á vegleysur inn til fjalla eru nýr hópur ferðamanna sem á eftir að láta að sér kveða í íslenskri ferðaflóru. 2.10.2007 18:45
Vilja herða viðurlög þegar börn eru tæld. Þverpólitískur vilji virðist vera fyrir því að herða viðurlög við því þegar fullorðnir reyna að tæla börn til fylgilags við sig, á Netinu og víðar. 2.10.2007 18:40
Tveir á slysadeild Klukkan 17:30 í dag rákust saman rúta og jeppi á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Í jeppanum voru tveir farþegar og voru þeir báðir fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Bílstjóri og farþegar rútunnar hlutu alvarleg meiðsl. Ekki fást nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. 2.10.2007 18:19
Tekist á í borgarstjórn Snörp orðaskipti hafa verið á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag á milli forseta borgarstjórnar, Björns Inga Hrafnssonar og oddvita Samfylkingarinnar, Dags B. Eggertssonar um málefni Sundabrautar. 2.10.2007 18:06
Notkun rítalíns á Íslandi líkt við neyslu í fátækrahverfum Bandaríkjanna Ástæðan fyrir mikilli rítalínnotkun barna hér á landi skýrist að mestu leyti af því hversu margir íslenskir læknar eru menntaðir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í umfjöllun norska dagblaðsins Dagsavisen um rítalínnotkun í Noregi og á Norðurlöndum. 2.10.2007 16:45
Eftirlitsátaki vegna erlendra starfsmanna hleypt af stokkunum Vinnumálastofnun hleypti í dag af stokkunum sérstöku eftirlitsátaki með fyrirtækjum vegna erlendra starfsmanna. Átakið ber nafnið Allt í ljós og er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og ASÍ. 2.10.2007 16:10
Hóta að hætta að flytja gas til Úkraníu Rússneska gasfyrirtækið Gazprom ætlar að hætta gasflutningum til Úkraníu nema yfirvöld þar í landi greiði fyrirtækinu skuld upp á tæpa 81 milljarð króna. Hætta er á að gasflutningar til Vestur-Evrópu raskist verulega komi til stöðvunar af hálfu Gazprom. 2.10.2007 15:57
Engar vísbendingar um að svefnlyf hafi verið notuð af nauðgurum Notkun lyfja á borð við flunitrazepam hér á landi hefur aldrei komið fram við sýnatöku hjá fórnarlöbum nauðgara hér á landi. Þetta segir landlæknir en hann lét gera athugun á málinu í kjölfar mikillar umræðu á Netinu og í fjölmiðlum. Hann segir því litla ástæðu til þess að taka flunitrazepam, sem hefur sömu innhaldsefni og rohypnol, af markaði en lyfið er vinsælt svefnlyf, sérstaklega á meðal eldra fólks. Rohypnol hefur lengi haft orð á sér að vera notað af nauðgurum til þess að sljóvga fórnarlömb sín. 2.10.2007 15:25
Leifur Örn á topp Cho Oyu Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður náði tindi Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls heims, í nótt. Hann var í hópi manna sem gengu á tindinn sem er í 8201 metra hæð. 2.10.2007 15:22
Vilja heimsmeistaraeinvígi Anands og Kramniks í borgina Samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar í dag að leggja til að Reykjavíkurborg kanni í samvinnu við Skáksamband Íslands og jafnvel fleiri aðila hvort möguleiki sé að halda heimsmeistaraeinvígið í skák í hér á landi á næsta ári. Þá eru 35 ár frá heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hér á landi. 2.10.2007 15:07
Sjö láta lífið í eldsvoða í Rússlandi Að minnsta kosti sjö létu lífið og 35 særðust þegar eldur kviknaði í stjórnarbyggingu suðaustur af Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Eldurinn kom upp á fjórðu hæð byggingarinnar. 2.10.2007 15:02
Of lítið af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna "Upplýsingatækni - á leið úr landi?" og gerði að umtalsefni að of lítið framboð væri af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni hérlendis. "Staðan sem nú virðist blasa við er sú að viðvarandi skortur er á fólki með menntun á sviði upplýsingatækni og áhugi framhaldsskólanema fyrir því að sækja nám á því sviði er of lítill," segir Geir. 2.10.2007 14:59
Skilorðsbundið fangesi fyrir eignaspjöll Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll þegar hún reyndi að brjótast inn í verslun á Egilsstöðum í febrúar síðastliðnum. 2.10.2007 14:22
Bankar rukka fyrir upplýsingar um reikningsstöðu Flestir bankar hér á landi taka gjald fyrir að veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um stöðu á reikningi þegar hringt er í þjónustuver. Gjaldið er á bilinu 100 til 65 krónur. Glitnir, einn banka, tekur ekkert gjald fyrir viðvikið. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna leggur áherslu á að gjaldtaka bankanna í tilvikum sem þessum sé í samræmi við kostnað sem hlýst af. 2.10.2007 14:17
Læknar LHS til alþjóðasveitarinnar Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landspítali hafa gert með sér samning um þátttöku lækna LSH í starfi Íslensku alþjóðasveitarinnar. 2.10.2007 14:07
Fjórir undir áhrifum fíkniefna Fjórir ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. 2.10.2007 13:58
Segir að ræningjar Madeleine hafi gefið henni svefnlyf Líklegt er að ræningjar Madeleine McCann hafi gefið henni svefnlyf eða róandi lyf þegar þeir rændu henni að mati ömmu Madeleine. Að sögn ömmunnar hefði Madeleine að öðrum kosti látið í sér heyra þegar henni var rænt af hótelherberginu. 2.10.2007 13:57
Íslensk stjórnvöld fordæma ofbeldisverk í Búrma Íslensk stjónvöld fordæma þau ofbeldisverk sem unnin hafa verið í Asíuríkinu Búrma á síðustu vikum til þess að bæla niður friðsamleg mótmæli í landinu. 2.10.2007 13:50
Fallið frá málsókn á hendur Benazir Bhutto Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að fella niður málsókn á hendur Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna meintrar spillingar. Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í London allt frá því að dómstóll í Pakistan dæmdi hana og eiginmann hennar í fangelsi árið 1999. 2.10.2007 13:24
Danska konungsfjölskyldan krefst Saddam-orðu Dönsk riddarakrossorða sem var áður í eigu Saddam Hussein einræðisherra Íraks hefur valdið uppnámi innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Orðan sem sett hefur verið á uppboð á fyrrum eigum Saddams var aldrei veitt einræðisherranum og því hefur konungsfjölsskyldan ályktað að einræðisherrann hafi útvegað sér hana með óheiðarlegum hætti. 2.10.2007 13:24
Dagur barnsins haldinn hátíðlegur ár hvert Stefnt er að því að halda Dag barnsins hátíðlegan í fyrsta sinn á Íslandi á næsta ári. Þetta er liður í auknum áherslum ríkisstjórnarinnar á málefni yngstu kynslóðarinnar. 2.10.2007 13:17
Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2.10.2007 13:11
Skaut systur sína fyrir slysni Breskur táningur játaði fyrir dómi í Manchester í morgun að hafa fyrir slysni skotið 12 ára gamla systur sína í höfuðið. Kasha Peniston, sem er 17 ára gamall, var upphaflega ákærður fyrir morð en ákærunni var síðar breytt í manndráp af gáleysi. 2.10.2007 13:05
Vill fresta gildistöku vatnalaga um eitt ár Gildistöku vatnalaganna verður frestað um eitt ár ef frumvarp Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. 2.10.2007 12:55
Ísraelsmenn sleppa 29 Palestínumönnum úr fangelsi Ísraelsmenn slepptu í morgun 29 palestínskum föngum úr fangelsi í því skyni að styrkja stöðu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Til átaka kom á landamærastöð þegar ísraelskur hermaður skaut að hópi manna sem hafði safnast saman til að fagna lausn fanganna. 2.10.2007 12:47
Sættir hjá Bjarna og Elínu Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, segir að nafn sitt hafi verið hreinsað af ásökunum um fjársvik. 2.10.2007 12:22
Haustrallið er hafið Stofnmæling botnfiska að haustlagi eða haustrallið er hafið í 12. skipti. Haustrallið er eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar, þar sem togað er á 380 stöðvum allt í kringum landið á 28 dögum. 2.10.2007 12:18
Niðurrif í Vesturbænum Verið er að rífa hús númer 46 við Grenimel í vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að byggja 630 fermetra þríbýlishús á lóðinni. Húsið sem verið er að rífa er 217 fermetrar að stærð og í því voru tvær íbúðir. Það hefur staðið autt um langan tíma við litla hrifningu nágranna. 2.10.2007 12:12
Netþjónabú reist á suðvesturhorninu Netþjónafyrirtæki, sem íslenskir fjárfestar eru aðillar að, hefur þegar tryggt sér landssvæði undir netþjónabú hér á landi. Það á nú í viðræðum við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um raforkukaup. 2.10.2007 12:10
Söfnun til stuðnings Geðhjálp, BUGL og Forma Kiwanis-hreyfingin á Íslandi efnir til fjögurra daga landssöfnunar í vikunni til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra. 2.10.2007 12:00
Ekki eftir neinu að bíða með Sundabraut Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi og stjórnarformaður Faxaflóahafna segir að það séu mikil vonbrigði að Sundabraut skuli ekki vera á verkefnaáætlun ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjárlögum. "Faxaflóahafnir hafa lýst yfir vilja sínum til að reisa og reka Sundabraut. Ríkisstjórnin hefur svarað því til að það þurfi að fara með verkið í útboð. Það er ekki eftir neinu að bíða með það," segir Björn Ingi. 2.10.2007 12:00
Ást og átök á þýsku elliheimili Til átaka kom á elliheimili í Þýskalandi milli tveggja manna eftir að annar þeirra byrjaði með fyrrverandi kærustu hins. Kærastan, sem er brasilísk hjúkrunarkona, er á fertugsaldri en mennirnir tveir á sjötugs- og áttræðisaldri. 2.10.2007 11:54
Hundaeigandi hótar ritstjóra Ritstjóra héraðsblaðsins Skessuhorn barst í gær alvarlegar hótanir frá hundaeiganda á Akranesi vegna fréttar um árásarhund á vefútgáfu blaðsins. 2.10.2007 11:30
Alræmdur mafíósi handtekinn á Sikiley Ítalska lögreglan handtók í morgun hin alræmda mafíósa Enrico Scalavino en hann er ásakaður um að hafa beitt hótunum til að kúga fé út úr fyrirtækjum í borginni Palermo á Sikiley. 2.10.2007 11:09
Milljarðamæringur fékk lögbann á landgræðslu Málaferli standa nú yfir á milli ábúendanna á Félagsbúinu Miðhrauni á Snæfellsnesi og nágranna þeirra Ólafs Ólafssonar, kenndum við Samskip. Á meðal þess sem tekist er á um er lögbann sem Ólafur fékk sett á nágranna sína sem kom í veg fyrir að þau gætu unnið að landgræðslu á svæðinu. 2.10.2007 10:44
Mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu. 2.10.2007 10:43
Bretar handteknir fyrir að spila bingó Sjö breskir ferðamenn voru nýlega handteknir í Tyrklandi fyrir að spila bingó. Vopnaðir lögreglumenn umkringdu Bretana þar sem þeir sátu á bar í bænum Altinkum og gerðu bingó-spjöld þeirra upptæk. Að sögn Daily Mirror var hópurinn yfirheyrður í fjóra tíma og síðan fékk hver um sig rúmlega 6.000 kr. sekt. 2.10.2007 10:43
Slasaðist á krosshjóli Um miðjan dag síðastliðinn laugardag var lögreglu í Vestmannaeyjum tilkynnt um slys á svokallaðri „Krossbraut“ 2.10.2007 10:14
Kína styður aðild Íslands að Öryggisráðinu Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 2.10.2007 10:14
Nýr yfirmaður pakistanska hersins Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Pakistan, Ashfaq Pervez Kiani, mun taka við yfirstjórn pakistanska hersins verði Pervez Musharraf endurkjörinn forseti. Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan á laugardaginn. 2.10.2007 10:12
Breskum hermönnum í Írak fækkað um 1000 Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ákveðið að fækka hermönnum í Basra héraði í Írak um 1000 fyrir árslok. Einnig ætlar hann að færa stjórn á öryggisstarfsemi í héraðinu yfir til Íraka á næstu tveimur mánuðum. Brown tilkynnti þetta á fundi með embættismönnum í Írak fyrir stundu. Forsætisráðherran kom til Bagdad í morgun. Við komu sína fagnaði hann hugrekki og fagmennsku breskra hermanna sem dvalið hafa í Írak. 2.10.2007 10:05
Dísillítrinn dýrastur á Íslandi Olíuframleiðsluríkið Noregur er með dýrsta bensínið í Evrópu en Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að greiða mest fyrir dísilolíuna á bílinn. 2.10.2007 09:59
Líkamsárás kærð í Vestmannaeyjum Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald síðustu helgar. Árásin átti sér stað í heimahúsi. Ósætti urðu á milli tveggja íbúa í húsinu sem endað með áflogum. Ekki hlutust alvarlegir áverkar af átökunum. 2.10.2007 09:56
Dauði Mussolini til Alþjóðadómstólsins Eitt af barnabörnum Benito Mussolini krefst þess að kringumstæðurnar í kringum dauða einræðisherrans verði teknar til meðferðar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Þetta kemur í kjölfar þess að dómari í bænum Como hafnaði sömu beiðni frá barnabarninu Guido. 2.10.2007 09:50