Milljarðamæringur fékk lögbann á landgræðslu 2. október 2007 10:44 Nágrannar Ólafs furða sig á því að hann vilji ekki láta græða upp örfoka land. MYND/Anton Brink Málaferli standa nú yfir á milli ábúendanna á Félagsbúinu Miðhrauni á Snæfellsnesi og nágranna þeirra Ólafs Ólafssonar, kenndum við Samskip. Á meðal þess sem tekist er á um er lögbann sem Ólafur fékk sett á nágranna sína sem kom í veg fyrir að þau gætu unnið að landgræðslu á svæðinu. Þau Bryndís Guðmundsdóttir og Sigurður Hreinsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Ólaf. Það sem gerir málið enn flóknara er það að Bryndís og kona Ólafs eru bræðradætur. Bryndís og Sigurður hafa búið á Miðhrauni í tuttugu ár en Ólafur festi kaup á sínu landi fyrir um fimm árum og þá höfðaði hann mál sem hann kallaði landamerkjamál, að sögn hjónanna. „Því máli var að lokum vísað frá en í millitíðinni hafði Ólafur hagað sér eins og hann ætti landið," segir Sigurður í samtali við Vísi. Að sögn þeirra hjóna snúast deilurnar um að stór hluti landsins á svæðinu sé í sameiginlegri eigu þeirra og Ólafs og er það skilgreint sem sameiginlegt fjalland. Þetta var ákveðið fyrir hálfri öld síðan þegar jörðinni var skipt upp á milli tveggja bræðra en foreldrar þeirra afhentu þeim jörðina um leið og þeir giftu sig. Alla tíð síðan hefur verið sátt um að hluti landsins sé í sameiginlegri eigu. „Ólafur viðurkennir þetta hins vegar ekki," segja þau. „Ólafur er þekktur fyrir að eignast það sem hann vill, með góðu eða illu og okkur sýnist sem hann hyggist halda okkur í réttarsölum þangað til við gefumst upp og seljum honum landið." Þau furða sig á viðbrögðum Ólafs þegar hann lét setja lögbann á landgræðslu þeirra. „Við erum þarna að græða upp örfoka sanda. Það líka grátbroslegt að þegar lögbannið var sett á í sumar þá var á sama tíma verið að halda upp á hundrað ára afmæli Landgræðslunnar," segir Bryndís. „Við höfum verið að reyna ýmis ráð til að græða landið á þessum stað og Ólafur sjálfur hefur verið í landgræðslu þannig að við sjáum enga aðra ástæðu fyrir þessum lögsóknum en að hann sé að reyna að flæma okkur í burtu." Að sögn þeirra hefur Ólafur haldið því fram hann verði fyrir hagsmunaskerðingu við það að þau Sigurður og Bryndís græði upp landið. Þau segja hann hins vegar ekki hafa sýnt fram á þennan skaða sem hann hafi orðið fyrir. Þau hjónin hafa enga trú á því að lögbannið standist fyrir dómstólum en það er nú tekið fyrir í héraðsdómi. Sýslufulltrúi féllst á bannið í lok júní í sumar og segjast hjónin það hafa sett töluvert strik í reikninginn því þau höfðu hugsað sér að nýta sumarið vel til að græða landið. Dómstóllinn fór stuttu seinna í sumarfrí og því var ekki hægt að taka málið fyrir strax eins og venja er. Þau eru mjög ósátt við ákvörðun sýslufulltrúans. Ólafur hefur keypt fleiri jarðir í sveitinni og nú er svo komið að hann á jarðir hringinn í kringum jörð þeirra Bryndísar og Sigurðar. „Það er spurning hvort hann þurfi ekki að fara að græða eitthvað þar upp. Við skiljum þetta einfaldlega ekki, hver er skaðinn við landgræðslu?" spyr Bryndís Guðmundsdóttir að lokum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Málaferli standa nú yfir á milli ábúendanna á Félagsbúinu Miðhrauni á Snæfellsnesi og nágranna þeirra Ólafs Ólafssonar, kenndum við Samskip. Á meðal þess sem tekist er á um er lögbann sem Ólafur fékk sett á nágranna sína sem kom í veg fyrir að þau gætu unnið að landgræðslu á svæðinu. Þau Bryndís Guðmundsdóttir og Sigurður Hreinsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Ólaf. Það sem gerir málið enn flóknara er það að Bryndís og kona Ólafs eru bræðradætur. Bryndís og Sigurður hafa búið á Miðhrauni í tuttugu ár en Ólafur festi kaup á sínu landi fyrir um fimm árum og þá höfðaði hann mál sem hann kallaði landamerkjamál, að sögn hjónanna. „Því máli var að lokum vísað frá en í millitíðinni hafði Ólafur hagað sér eins og hann ætti landið," segir Sigurður í samtali við Vísi. Að sögn þeirra hjóna snúast deilurnar um að stór hluti landsins á svæðinu sé í sameiginlegri eigu þeirra og Ólafs og er það skilgreint sem sameiginlegt fjalland. Þetta var ákveðið fyrir hálfri öld síðan þegar jörðinni var skipt upp á milli tveggja bræðra en foreldrar þeirra afhentu þeim jörðina um leið og þeir giftu sig. Alla tíð síðan hefur verið sátt um að hluti landsins sé í sameiginlegri eigu. „Ólafur viðurkennir þetta hins vegar ekki," segja þau. „Ólafur er þekktur fyrir að eignast það sem hann vill, með góðu eða illu og okkur sýnist sem hann hyggist halda okkur í réttarsölum þangað til við gefumst upp og seljum honum landið." Þau furða sig á viðbrögðum Ólafs þegar hann lét setja lögbann á landgræðslu þeirra. „Við erum þarna að græða upp örfoka sanda. Það líka grátbroslegt að þegar lögbannið var sett á í sumar þá var á sama tíma verið að halda upp á hundrað ára afmæli Landgræðslunnar," segir Bryndís. „Við höfum verið að reyna ýmis ráð til að græða landið á þessum stað og Ólafur sjálfur hefur verið í landgræðslu þannig að við sjáum enga aðra ástæðu fyrir þessum lögsóknum en að hann sé að reyna að flæma okkur í burtu." Að sögn þeirra hefur Ólafur haldið því fram hann verði fyrir hagsmunaskerðingu við það að þau Sigurður og Bryndís græði upp landið. Þau segja hann hins vegar ekki hafa sýnt fram á þennan skaða sem hann hafi orðið fyrir. Þau hjónin hafa enga trú á því að lögbannið standist fyrir dómstólum en það er nú tekið fyrir í héraðsdómi. Sýslufulltrúi féllst á bannið í lok júní í sumar og segjast hjónin það hafa sett töluvert strik í reikninginn því þau höfðu hugsað sér að nýta sumarið vel til að græða landið. Dómstóllinn fór stuttu seinna í sumarfrí og því var ekki hægt að taka málið fyrir strax eins og venja er. Þau eru mjög ósátt við ákvörðun sýslufulltrúans. Ólafur hefur keypt fleiri jarðir í sveitinni og nú er svo komið að hann á jarðir hringinn í kringum jörð þeirra Bryndísar og Sigurðar. „Það er spurning hvort hann þurfi ekki að fara að græða eitthvað þar upp. Við skiljum þetta einfaldlega ekki, hver er skaðinn við landgræðslu?" spyr Bryndís Guðmundsdóttir að lokum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira