Milljarðamæringur fékk lögbann á landgræðslu 2. október 2007 10:44 Nágrannar Ólafs furða sig á því að hann vilji ekki láta græða upp örfoka land. MYND/Anton Brink Málaferli standa nú yfir á milli ábúendanna á Félagsbúinu Miðhrauni á Snæfellsnesi og nágranna þeirra Ólafs Ólafssonar, kenndum við Samskip. Á meðal þess sem tekist er á um er lögbann sem Ólafur fékk sett á nágranna sína sem kom í veg fyrir að þau gætu unnið að landgræðslu á svæðinu. Þau Bryndís Guðmundsdóttir og Sigurður Hreinsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Ólaf. Það sem gerir málið enn flóknara er það að Bryndís og kona Ólafs eru bræðradætur. Bryndís og Sigurður hafa búið á Miðhrauni í tuttugu ár en Ólafur festi kaup á sínu landi fyrir um fimm árum og þá höfðaði hann mál sem hann kallaði landamerkjamál, að sögn hjónanna. „Því máli var að lokum vísað frá en í millitíðinni hafði Ólafur hagað sér eins og hann ætti landið," segir Sigurður í samtali við Vísi. Að sögn þeirra hjóna snúast deilurnar um að stór hluti landsins á svæðinu sé í sameiginlegri eigu þeirra og Ólafs og er það skilgreint sem sameiginlegt fjalland. Þetta var ákveðið fyrir hálfri öld síðan þegar jörðinni var skipt upp á milli tveggja bræðra en foreldrar þeirra afhentu þeim jörðina um leið og þeir giftu sig. Alla tíð síðan hefur verið sátt um að hluti landsins sé í sameiginlegri eigu. „Ólafur viðurkennir þetta hins vegar ekki," segja þau. „Ólafur er þekktur fyrir að eignast það sem hann vill, með góðu eða illu og okkur sýnist sem hann hyggist halda okkur í réttarsölum þangað til við gefumst upp og seljum honum landið." Þau furða sig á viðbrögðum Ólafs þegar hann lét setja lögbann á landgræðslu þeirra. „Við erum þarna að græða upp örfoka sanda. Það líka grátbroslegt að þegar lögbannið var sett á í sumar þá var á sama tíma verið að halda upp á hundrað ára afmæli Landgræðslunnar," segir Bryndís. „Við höfum verið að reyna ýmis ráð til að græða landið á þessum stað og Ólafur sjálfur hefur verið í landgræðslu þannig að við sjáum enga aðra ástæðu fyrir þessum lögsóknum en að hann sé að reyna að flæma okkur í burtu." Að sögn þeirra hefur Ólafur haldið því fram hann verði fyrir hagsmunaskerðingu við það að þau Sigurður og Bryndís græði upp landið. Þau segja hann hins vegar ekki hafa sýnt fram á þennan skaða sem hann hafi orðið fyrir. Þau hjónin hafa enga trú á því að lögbannið standist fyrir dómstólum en það er nú tekið fyrir í héraðsdómi. Sýslufulltrúi féllst á bannið í lok júní í sumar og segjast hjónin það hafa sett töluvert strik í reikninginn því þau höfðu hugsað sér að nýta sumarið vel til að græða landið. Dómstóllinn fór stuttu seinna í sumarfrí og því var ekki hægt að taka málið fyrir strax eins og venja er. Þau eru mjög ósátt við ákvörðun sýslufulltrúans. Ólafur hefur keypt fleiri jarðir í sveitinni og nú er svo komið að hann á jarðir hringinn í kringum jörð þeirra Bryndísar og Sigurðar. „Það er spurning hvort hann þurfi ekki að fara að græða eitthvað þar upp. Við skiljum þetta einfaldlega ekki, hver er skaðinn við landgræðslu?" spyr Bryndís Guðmundsdóttir að lokum. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Málaferli standa nú yfir á milli ábúendanna á Félagsbúinu Miðhrauni á Snæfellsnesi og nágranna þeirra Ólafs Ólafssonar, kenndum við Samskip. Á meðal þess sem tekist er á um er lögbann sem Ólafur fékk sett á nágranna sína sem kom í veg fyrir að þau gætu unnið að landgræðslu á svæðinu. Þau Bryndís Guðmundsdóttir og Sigurður Hreinsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Ólaf. Það sem gerir málið enn flóknara er það að Bryndís og kona Ólafs eru bræðradætur. Bryndís og Sigurður hafa búið á Miðhrauni í tuttugu ár en Ólafur festi kaup á sínu landi fyrir um fimm árum og þá höfðaði hann mál sem hann kallaði landamerkjamál, að sögn hjónanna. „Því máli var að lokum vísað frá en í millitíðinni hafði Ólafur hagað sér eins og hann ætti landið," segir Sigurður í samtali við Vísi. Að sögn þeirra hjóna snúast deilurnar um að stór hluti landsins á svæðinu sé í sameiginlegri eigu þeirra og Ólafs og er það skilgreint sem sameiginlegt fjalland. Þetta var ákveðið fyrir hálfri öld síðan þegar jörðinni var skipt upp á milli tveggja bræðra en foreldrar þeirra afhentu þeim jörðina um leið og þeir giftu sig. Alla tíð síðan hefur verið sátt um að hluti landsins sé í sameiginlegri eigu. „Ólafur viðurkennir þetta hins vegar ekki," segja þau. „Ólafur er þekktur fyrir að eignast það sem hann vill, með góðu eða illu og okkur sýnist sem hann hyggist halda okkur í réttarsölum þangað til við gefumst upp og seljum honum landið." Þau furða sig á viðbrögðum Ólafs þegar hann lét setja lögbann á landgræðslu þeirra. „Við erum þarna að græða upp örfoka sanda. Það líka grátbroslegt að þegar lögbannið var sett á í sumar þá var á sama tíma verið að halda upp á hundrað ára afmæli Landgræðslunnar," segir Bryndís. „Við höfum verið að reyna ýmis ráð til að græða landið á þessum stað og Ólafur sjálfur hefur verið í landgræðslu þannig að við sjáum enga aðra ástæðu fyrir þessum lögsóknum en að hann sé að reyna að flæma okkur í burtu." Að sögn þeirra hefur Ólafur haldið því fram hann verði fyrir hagsmunaskerðingu við það að þau Sigurður og Bryndís græði upp landið. Þau segja hann hins vegar ekki hafa sýnt fram á þennan skaða sem hann hafi orðið fyrir. Þau hjónin hafa enga trú á því að lögbannið standist fyrir dómstólum en það er nú tekið fyrir í héraðsdómi. Sýslufulltrúi féllst á bannið í lok júní í sumar og segjast hjónin það hafa sett töluvert strik í reikninginn því þau höfðu hugsað sér að nýta sumarið vel til að græða landið. Dómstóllinn fór stuttu seinna í sumarfrí og því var ekki hægt að taka málið fyrir strax eins og venja er. Þau eru mjög ósátt við ákvörðun sýslufulltrúans. Ólafur hefur keypt fleiri jarðir í sveitinni og nú er svo komið að hann á jarðir hringinn í kringum jörð þeirra Bryndísar og Sigurðar. „Það er spurning hvort hann þurfi ekki að fara að græða eitthvað þar upp. Við skiljum þetta einfaldlega ekki, hver er skaðinn við landgræðslu?" spyr Bryndís Guðmundsdóttir að lokum.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira