Kína styður aðild Íslands að Öryggisráðinu 2. október 2007 10:14 Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í dag, þriðjudaginn 2. október, fund með Hu Jintao forseta Kína segir í frétt frá forsetaembættinu. Fundurinn fór fram í gestabústað forsetans í Shanghai og sátu hann jafnframt háttsettir ráðherrar og embættismenn frá Kína ásamt sendiherra Íslands í Kína, Gunnari Snorra Gunnarssyni, Örnólfi Thorssyni forsetaritara og Magnúsi Bjarnasyni formanni Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Á fundinum fagnaði forseti Kína þeim mikla árangri sem orðið hefði í samvinnu landanna frá því forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. Kínverjar teldu samvinnu við Ísland vera fyrirmynd í alþjóðlegum samskiptum, um það hvernig Kínverjar myndu starfa með öðrum þjóðum á nýrri öld. Hinar sameiginlegu hitaveituframkvæmdir í borginni Xian Yang sem Orkuveita Reykjavíkur og Glitnir standa að ásamt kínverska orkufyrirtækinu Sinopec, hafa skilað ótvíræðum árangri. Forsetarnir ræddu um möguleika á stóraukinni samvinnu Íslendinga og Kínverja í byggingu hitaveitna í fjölmörgum stórborgum Kína. Slíkar framkvæmdir væru ekki eingöngu mikilvægt skref til að auka hlutdeild hreinnar orku í landinu heldur drægju þær einnig úr mengun í borgum og stuðluðu að auknu heilbrigði og lífsgæðum íbúanna. Mikilvægt væri að ræða á næstunni nýja áfanga í þessum efnum. Forseti Kína hvatti íslensk fyrirtæki til að láta að sér kveða í Kína og bauð þau sérstaklega velkomin. Hann nefndi í þessu sambandi m.a. lyfjaframleiðslu, flutningastarfsemi, matvælaframleiðslu, líftækni, byggingaiðnað og hugbúnað auk fleiri greina. Einnig var rík áhersla lögð á samvinnu á sviði vísinda og tækni og óskaði Kínaforseti sérstaklega eftir samvinnu við Íslendinga í þróun viðvörunarkerfis vegna jarðskjálftavarna og á sviðum eldfjallarannsókna og jöklafræða. Forseti Íslands lýsti niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu sem nýlega var haldin á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og hvernig sú þekking sem aflað hefði verið í baráttunni við uppblástur og sanda á Íslandi gæti nýst í baráttunni við eyðimerkurnar í Kína. Lýsti forseti Kína miklum áhuga á slíku samstarfi. Forsetarnir ræddu einnig ítarlega um Heimsleika Special Olympics sem settir verða í Shanghai í kvöld. Þátttakendur frá 165 þjóðum sækja leikana og eru þeir stærsta íþróttahátíð heims á þessu ári. Kínverjar hafa búið leikunum glæsilega umgjörð og ætla þeim að verða stórt skref á alþjóðavettvangi til að styrkja hagsmuni og velferð seinfærra og þroskaheftra einstaklinga. Fjölmargir Íslendingar taka þátt í leikunum og er þátttaka þeirra skipulögð af Íþróttasambandi fatlaðra. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í dag, þriðjudaginn 2. október, fund með Hu Jintao forseta Kína segir í frétt frá forsetaembættinu. Fundurinn fór fram í gestabústað forsetans í Shanghai og sátu hann jafnframt háttsettir ráðherrar og embættismenn frá Kína ásamt sendiherra Íslands í Kína, Gunnari Snorra Gunnarssyni, Örnólfi Thorssyni forsetaritara og Magnúsi Bjarnasyni formanni Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Á fundinum fagnaði forseti Kína þeim mikla árangri sem orðið hefði í samvinnu landanna frá því forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. Kínverjar teldu samvinnu við Ísland vera fyrirmynd í alþjóðlegum samskiptum, um það hvernig Kínverjar myndu starfa með öðrum þjóðum á nýrri öld. Hinar sameiginlegu hitaveituframkvæmdir í borginni Xian Yang sem Orkuveita Reykjavíkur og Glitnir standa að ásamt kínverska orkufyrirtækinu Sinopec, hafa skilað ótvíræðum árangri. Forsetarnir ræddu um möguleika á stóraukinni samvinnu Íslendinga og Kínverja í byggingu hitaveitna í fjölmörgum stórborgum Kína. Slíkar framkvæmdir væru ekki eingöngu mikilvægt skref til að auka hlutdeild hreinnar orku í landinu heldur drægju þær einnig úr mengun í borgum og stuðluðu að auknu heilbrigði og lífsgæðum íbúanna. Mikilvægt væri að ræða á næstunni nýja áfanga í þessum efnum. Forseti Kína hvatti íslensk fyrirtæki til að láta að sér kveða í Kína og bauð þau sérstaklega velkomin. Hann nefndi í þessu sambandi m.a. lyfjaframleiðslu, flutningastarfsemi, matvælaframleiðslu, líftækni, byggingaiðnað og hugbúnað auk fleiri greina. Einnig var rík áhersla lögð á samvinnu á sviði vísinda og tækni og óskaði Kínaforseti sérstaklega eftir samvinnu við Íslendinga í þróun viðvörunarkerfis vegna jarðskjálftavarna og á sviðum eldfjallarannsókna og jöklafræða. Forseti Íslands lýsti niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu sem nýlega var haldin á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og hvernig sú þekking sem aflað hefði verið í baráttunni við uppblástur og sanda á Íslandi gæti nýst í baráttunni við eyðimerkurnar í Kína. Lýsti forseti Kína miklum áhuga á slíku samstarfi. Forsetarnir ræddu einnig ítarlega um Heimsleika Special Olympics sem settir verða í Shanghai í kvöld. Þátttakendur frá 165 þjóðum sækja leikana og eru þeir stærsta íþróttahátíð heims á þessu ári. Kínverjar hafa búið leikunum glæsilega umgjörð og ætla þeim að verða stórt skref á alþjóðavettvangi til að styrkja hagsmuni og velferð seinfærra og þroskaheftra einstaklinga. Fjölmargir Íslendingar taka þátt í leikunum og er þátttaka þeirra skipulögð af Íþróttasambandi fatlaðra.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira