Innlent

Sættir hjá Bjarna og Elínu

Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, segir að nafn sitt hafi verið hreinsað af ásökunum um fjársvik.

Bjarna var sagt upp störfum sem ritstjóra Séð og heyrt og látið að því liggja að ekki væri allt með felldu hvað varðaði fjármál blaðsins. Bjarni höfðaði mál gegn Elínu G. Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra útgáfufélagsins og var búið að þingfesta það, en aðalmeðferð átti að verða í næstu viku. Málið var í sáttaferli og tókust sættir með Bjarna og Elínu.

Í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér segir að engar kærur hafi verið lagðar fram á hendur Bjarna af hálfu Elínar, útgefenda eða skiptastjóra þrotabús tímaritaútgáfunnar Fróða. Ásakanir um meint fjársvik hafi ekki reynst eiga sér stoð.

Bjarni vildi í samtali við Stöð 2 ekki tjá sig nánar um hvað í sáttinni felst. Hann segir að nafn sitt hafi alveg verið hreinsað af öllum ásökunum og hann fagni þessari niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×