Mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Björn Gíslason skrifar 2. október 2007 10:43 Menntamálaráðherra telur mikilvægt að tryggja stöðu tungunnar í stjórnarskrá. MYND/Eyþór Árnason Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu.Töluverð umræða hefur verið um þær hugmyndir sem Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, viðraði í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Hann vildi skoða hvort gera ætti stjórnsýsluna tvítyngda til þess að auðvelda erlendum fyrirtækjum að kom sér fyrir hér á landi. Þá lýsti Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, því yfir í viðtali að það kynni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk útrásarfyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum.Styrkja verði íslenskuna í sessiÞorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hugnast þessar hugmyndir ekki og telur þvert á móti að styrkja þurfi íslenskuna í sessi. „Styrkleiki okkar í alþjóðasamfélaginu er íslenskan. Hún tengir okkur saman í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur," sagði Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Hún segist skilja að íslensk fyrirtæki í útrás þurfi í auknum mæli að nota erlend tungumál en það sé ekki þar með sagt að það megi varpa íslenskunni fyrir róða. Forystumenn í viðskiptalífinu verði að átta sig á því að það verði fremur að efla íslenskuna.Þorgerður Katrín segir enn fremur að hún telji mikilvægt að taka hið táknræna skref, að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Íslands. „Að mínu mati er það ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskránni og ég tel að stjórnarskrárnefnd eigi að leggja áherslu á þetta í áframhaldandi vinnu sinni," segir Þorgerður Katrín.Ekki bara frasi að lykilinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmáliðMenntamálaráðuneytið hefur á þessu ári veitt samtals 200 milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga, meðal annars til þess að bregðast við vaxandi fjölda þeirra á vinnumarkaði. Þorgerður Katrín segir aðspurð að engar endanlegar ákvárðanir hafi verið teknar um hvort íslenskukennsla verði áfram styrkt á næsta ári en stjórnvöld séu með puttann á púlsinum. „Ég tel jákvætt að fyrirtæki leggi metnað í að mennta starfsfólk sitt og við eigum að bjóða upp á íslenskukennslu," segir Þorgerður Katrín. „Það er ekki bara frasi að lykillinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmálið. Ég tel að það séu eðlilegar kröfur að fólk sem hingað kemur til að setjast að læri tungumálið svo það komist inn í samfélagið," segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Menntamálaráðherra líst ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingarinnar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Hún telur að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá landsins sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem þjóðtungu.Töluverð umræða hefur verið um þær hugmyndir sem Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, viðraði í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Hann vildi skoða hvort gera ætti stjórnsýsluna tvítyngda til þess að auðvelda erlendum fyrirtækjum að kom sér fyrir hér á landi. Þá lýsti Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, því yfir í viðtali að það kynni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk útrásarfyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum.Styrkja verði íslenskuna í sessiÞorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hugnast þessar hugmyndir ekki og telur þvert á móti að styrkja þurfi íslenskuna í sessi. „Styrkleiki okkar í alþjóðasamfélaginu er íslenskan. Hún tengir okkur saman í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur," sagði Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Hún segist skilja að íslensk fyrirtæki í útrás þurfi í auknum mæli að nota erlend tungumál en það sé ekki þar með sagt að það megi varpa íslenskunni fyrir róða. Forystumenn í viðskiptalífinu verði að átta sig á því að það verði fremur að efla íslenskuna.Þorgerður Katrín segir enn fremur að hún telji mikilvægt að taka hið táknræna skref, að tryggja stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá Íslands. „Að mínu mati er það ein mikilvægasta breytingin á stjórnarskránni og ég tel að stjórnarskrárnefnd eigi að leggja áherslu á þetta í áframhaldandi vinnu sinni," segir Þorgerður Katrín.Ekki bara frasi að lykilinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmáliðMenntamálaráðuneytið hefur á þessu ári veitt samtals 200 milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga, meðal annars til þess að bregðast við vaxandi fjölda þeirra á vinnumarkaði. Þorgerður Katrín segir aðspurð að engar endanlegar ákvárðanir hafi verið teknar um hvort íslenskukennsla verði áfram styrkt á næsta ári en stjórnvöld séu með puttann á púlsinum. „Ég tel jákvætt að fyrirtæki leggi metnað í að mennta starfsfólk sitt og við eigum að bjóða upp á íslenskukennslu," segir Þorgerður Katrín. „Það er ekki bara frasi að lykillinn að samfélaginu sé í gegnum móðurmálið. Ég tel að það séu eðlilegar kröfur að fólk sem hingað kemur til að setjast að læri tungumálið svo það komist inn í samfélagið," segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira