Fleiri fréttir Abe fluttur á sjúkrahús á barmi taugaáfalls Shinzo Abe forsætisráðherra Japans var færður á sjúkrahús í morgun, sólarhring eftir að hann tilkynnti um afsögn sína. Innlögn forsætisráðherra Japans á sjúkrahús gefur vísbendingu um hvílíkur þrýstingur er búinn að vera á manninn undanfarið. 13.9.2007 11:55 Níu dóu í skjálftum í Indónesíu Harður eftirskjálfti olli mikilli skelfingu í suðaustur-Asíu í dag. Önnur viðvörun um hugsanlega flóðbylgju var gefin út og íbúar nálægt skjálftasvæðinu flúðu í ofboði upp í land. Að minnsta kosti níu manns létu lífið og 49 slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig. 13.9.2007 11:53 Erlendir ferðamenn eyða þriðjungi meira en í fyrra Gjaldeyristekjur af ferðamönnum jukust verulega á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra eftir því sem segir í frétt frá Ferðamálastofu. Þar er vitnað í tölur frá Seðlabankanum sem sýni að neysla ferðamanna hafi aukist um nærri þriðjung, úr ellefu milljörðum króna í rúma 14 á tímabilinu. 13.9.2007 11:48 Kynbundinn launamunur hjá VR dregst saman um fjórðung Í nýrri launakönnun VR fyrir árið 2007 kemur fram að mjög hafi dregið í milli þegar kemur að launum karla og kvenna í félaginu. Könnunin sýnir að frá árinu 2000 hefur kynbundinn launamunur minnkað um fjórðung innan VR. Launamunurinn var 15,3% fyrir sjö árum síðan en í nýju könuninni mælist hann 11,6 %. 13.9.2007 11:44 Bæjarstjórar sáttir við mótvægisaðgerðir en vilja meira Fella þarf niður veiðileyfagjald og styrkja frekar bæjar- og hafnarsjóði til að auka mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta. Þetta kemur fram í máli tveggja bæjarstjóra. Þeir fagna báðir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 13.9.2007 11:39 Hundrað kærðir í Lúkasarmálinu Lögreglan á Akureyri rannsakar nú hvort gefa eigi út ákæru á hendur hundrað einstaklingum sem Helgi Rafn Brynjarsson hefur kært fyrir meiðandi ummæli á netinu. Helgi var á sínum tíma sakaður um að hafa myrt hundinn Lúkas á Akureyri og í kjölfarið rigndi yfir hann hótunum. Lúkas reyndist síðan vera við hestaheilsu. 13.9.2007 11:23 Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi og miklum vindhviðum í Kollarfirði en þar varð umferðarslys í morgun þegar rútu með 50 farþega var ekið inn í aurskriðu. 13.9.2007 11:02 Torfusamtökin fagna hugmyndum um uppbyggingu við Lækjartorg Verðlaunatillaga um byggingu svæðisins umhverfis Lækjartorg gefur mikilvægt fordæmi um hvernig standa megi að uppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur í sátt við umhverfi og sögu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Torfusamtakanna. Samtökin fagna þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að verðlaunatillagan verði grundvöllur nýs deiliskipulags á svæðinu. 13.9.2007 11:02 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á og hóta lögreglumanni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á og haft í hótunum við lögregluþjón við skyldustörf. 13.9.2007 10:42 Vill endurskipuleggja sjúkraflutninga í landinu Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur skipað vinnuhóp sem á að gera á tillögur um endurskipulag sjúkraflutninga í landinu. Vinnuhópurinn fær aðeins um tvo mánuði til að vinna verkefnið og er gert að skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. nóvember eftir því sem fram kemur á vef ráðuneytisins. 13.9.2007 10:34 Umferðaróhapp við Gullinbrú Bifhjólamaður missti stjórn á hjóli sínu við Gullinbrú í Grafarvogi laust fyrir klukkan átta í morgun með þeim afleiðingum að hann lenti í götunni. Maðurinn viðbeinsbrotnaði og var fluttur á slysadeild að sögn lögreglu. 13.9.2007 10:29 Actavis deilir við bandarískt fyrirtæki um einkaleyfi á verkjalyfi Actavis hefur lagt inn skráningu til bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins fyrir samheitalyf verkjalyfsins Avinza en félagið véfengir einkaleyfi lyfjafyrirtækisins King Pharmaceuticals á lyfinu. 13.9.2007 10:24 Miklir búferlaflutningar til og frá landinu Tæplega 3800 erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrri helmingi ársins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er álíka há tala og undanfarin tvö ár. Hins hefur brottfluttum útlendingum fjölgað nokkuð frá fyrri árum en þeir voru rúmlega 1100 á fyrri helmingi ársins. 13.9.2007 09:11 Upplýsir um laun Páls á sínum forsendum Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, neitar að upplýsa Vísi um mánaðarlaun Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Hann ætlar að birta þau á eigin forsendum á næsta ári. Leynd hefur líkt yfir launum Páls frá því að RÚV var breytt í opinbert hlutafélag en heimildir Vísis herma að þau sé töluvert hærri heldur en þær 718 þúsund krónur sem hann fékk á mánuði áður en breytingin átti sér stað fyrr á þessu ári. 13.9.2007 09:09 Yfir 15 þúsund fengu sér pylsu og kók Ríflega 305 þúsund krónur söfnuðust um helgina þegar Bæjarins beztu buðu upp á pylsu og kók á 20 krónur til styrktar Konukoti. Þetta gerðu eigendur Bæjarins beztu í tilefni 70 ára afmælis fyrirtækisins og út frá þessu má reikna að 15.277 hafi fengið sér pylsu og kók. 13.9.2007 09:00 Norski herinn í sparnaðaraðgerðum Norski herinn hefur tilkynnt um að hyggist ekki taka þátt í tveimur heræfingum sem NATO ríki taka þátt í á næstunni vegna sparnaðaraðgerða. Tilkynningin hefur vakið nokkuð umtal í Noregi en ráðstefna á vegum NATO verður haldin í höfuðborginni Osló í næstu viku. 13.9.2007 08:40 Leit gerð á heimili McCann hjónanna Portúgalskur dómari sem fer með mál Madeleine McCann hefur farið þess á leit við bresk lögregluyfirvöld að þau fari á heimili foreldra hennar í Leicestershire til þess að leita að sönnunargögnum í málinu. Fréttastofa Sky greinir frá því að líklegast fari leitin fram í dag. 13.9.2007 08:33 Verkalýðsfélag Húsavíkur mótmælir misskiptingu Verkalýðsfélag Húsavíkur, krefst þess í ályktun sinni um kjaramál, að Samtök atvinnulífisins vakni til lífsins og taki þátt í að uppræta þá miklu misskiptingu launa, sem viðgengst á Íslandi. 13.9.2007 08:09 Neyðarástand í Paragvæ Stjórnvöld í Paragvæ lýstu í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu eftir mikla elda sem geysað hafa undanfarið. Yfir hundrað þúsund hektarar skóglendis og beitilands hafa orðiið eldinum að bráð. 13.9.2007 08:05 Olían lækkar lítillega eftir metverð Olíuverð á heimsmörkuðum hefur lækkað nokkuð í morgun eftir að verð á olíu fór í áttatíu dollara á tunnu í fyrsta skipti í sögunni í gær. Verðið lækkaði þó ekki mikið og fylgjast menn grannt með hitabeltisstominum Humberto sem er að myndast í Mexíkóflóa. 13.9.2007 07:20 Forsætisráðherra Írlands virðist spilltur upp fyrir haus Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, mætir fyrir nefnd á fimmtudaginn þar sem hann þarf að svara fyrir meinta spillingu. Hann er sagður hafa þegið fjárgreiðslur frá kunningum og kaupsýslumönnum á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann sat í stóli fjármálaráðherra. 12.9.2007 23:14 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem var í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ýmis auðgunarbrot og er grunaður um önnur afbrot eftir að dómur var kveðinn. Maðurinn skal sæta varðhaldi þar til dómur fellur í Hæstarétti en þó eigi lengur en til föstudagsins 5. október 2007. 12.9.2007 22:44 Putin skipar nýjan forsætisráðherra Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur samþykkt afsökn Mikhail Fradkov forsætisráðherra landsins og skipað Viktor Zubkov í hans stað. Zubkov er tiltölulega óþekktur en hann starfaði sem forstjóri fjármálaeftirlitsins í Rússlandi. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins segir að breytingarnar á ríkisstjórninni sé gerð til að hrista upp fyrir komandi þing- og forsetakosningar. 12.9.2007 22:17 Ákærður fyrir ólöglegar kvikmyndasýningar Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeytjum hefur verið lögsóttur fyrir að sýna gestum veitingastaðarins í nokkur skipti mynd Heiðars Marteinssonar "Uppbyggingin - Eldgosið í Heimaey" sumarið 2004. 12.9.2007 21:24 Ófært á Austfjörðum Á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og í Oddskarði hefur myndast krapi. Eru vegfarendur sem eru á ferð á þessum svæðum beðnir um að gæta varúðar. 12.9.2007 20:49 Slökkviliðið sinnti útkalli í slökkvistöðinni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti ekki að fara langt til að sinna aðstoðarbeiðni vegna vatnsleka í höfuðborginni um sjöleytið í kvöld. Lekinn kom nefnilega upp í kjallara í sjálfri slökkvistöðinni við Skógarhlíð. Frárennslislagnir eru orðnar lélegar þar og létu undan í rigningarsuddanum í dag. Að sögn slökkviliðsins gekk ágætlega að hreinsa vatnið og litlar sem engar skemmdir urðu sökum lekans. 12.9.2007 20:31 Frændi Bretadrottningar afhjúpar minnisvarða Hertoginn af Kent, náfrændi Bretadrottningar, afhjúpaði í Fossvogskirkjugarði nú síðdegis minnisvarða um flugmenn bandamanna sem dvöldu hérlendis á árum síðari heimstyrjaldarinnar. 12.9.2007 19:12 Veiturnar verði almannaeign Össur Skarhéðinsson iðnaðarráðherra leggst gegn því að fjárfestar á markaði geti eignast almannaveitur og telur mikilvægt að tryggja að þær verði í félagslegri meirihlutaeign. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vill ekki að útlendingar laumist bakdyramegin í orkulindir þjóðarinnar. 12.9.2007 19:09 Sögð mikilvægasta nefnd ríkisstjórnarinnar Hvað á að virkja og hvað á að friða? Nefnd, sem sögð er sú mikilvægasta sem ríkisstjórnin hefur skipað, er ætlað að svara þessum grundvallarspurningum á næstu tveimur árum. 12.9.2007 19:06 Vestfirðingar stefna á sjávarútvegsháskóla Vestfirðingar hafa sett stefnuna á eigin háskóla á Ísafirði strax á næsta ári. Þeir vilja að hann sérhæfi sig í fræðum sem lúta að hafinu. 12.9.2007 19:04 Búið að samþykkja tvöföldun Suðurlandsvegar Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að búið sé að samþykkja að tvöfalda veginn frá Reykjavík að Selfoss. Það hafi verið gert í síðustu samgönguáætlun sem samþykkt var á liðnu þingi. Kjartan segir að Vegagerðin vinni nú að skipulagi þessa vegar ásamt viðkomandi sveitarfélögum. Þegar skipulagið verði samþykkt muni framkvæmdir hefjast. 12.9.2007 18:57 Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands. Talið er að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar. Pútín má þá ekki bjóða sig fram aftur. 12.9.2007 18:45 Byrjað að farga nautgripum Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin. 12.9.2007 18:45 Tæplega 1700 athugasemdir vegna Kársness Kópavogsbæ barst athugasemdir frá 1674 einstaklingum og samtökum við hugmyndir að skipulagi á hafnarsvæði á Kársnesi. Þar af bárust 1117 athugasemdir af Kársnesinu sjálfu. Langflestar þeirra voru sendar inn eftir að bæjarráð Kópavogs ákvað að framlengja athugasemdafrestinn til 3. september. 12.9.2007 18:37 Vegarkaflinn milli Hveragerðis og Selfoss eins og Miklabrautin Vegurinn á milli Hveragerðis og Selfoss er orðinn eins og Miklabrautin í Reykjavík segir sýslumaðurinn á Selfossi og telur brýnt að hann verði tvöfaldaður strax. Tvö banaslys hafa orðið á veginum á þessu ári með stuttu millibili. 12.9.2007 18:34 Óttast að fleiri hafi týnt lífi Minnst 7 týndu lífi og 100 slösuðust þegar 2 öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötru með skömmu millibli í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við miklar hamfarir. 12.9.2007 18:30 Íslendingar kaupa þrjú hótel og veitingastaði í Kaupmannahöfn Þrjú þekktustu hótel Kaupmannahafnar eru nú í eigu Íslendinga. Fjárfestingarfélagið Nordic Partners hefur meðal annars keypt hið sögufræga hótel D’Anglaterre. 12.9.2007 18:30 Þrjár Boeing vélar fljúga frá Egilsstöðum í kvöld Á miðnætti fara þrjár Boeing flugvélar frá Egilsstaðarflugvelli á sama tíma til Tallinn borgar í Eistlandi. Þetta er fjölmennasta flug frá þessum flugvelli á einum tíma. Alls fljúga 378 manns í þessu flugi sem er skipulagt af ferðaskrifstofunni Trans-Atlantic á Akureyri. Stærsti hópurinn af þessum farþegum er starfsmannahópur frá Síldarvinnslunni á Neskaupsstað. 12.9.2007 18:04 Dauðsföllum barna fækkar Nýjar alþjóðlegar tölur sýna að mikill árangur hefur náðst í baráttunni við barnadauða. Dauðsföllum barna undir fimm ára hefur fækkað verulega. Samtökin UNICEF segja að ný alþjóðleg rannsókn bendi til að um 9,7-10 milljónir barna deyi nú á ári. Þetta er veruleg fækkun. Til samanburðar dóu 13 milljónir barna á árinu 1990. 12.9.2007 17:51 Trúbador stefnir Tinnu og krefst skaðabóta Hörður Torfason trúbador með meiru hefur stefnt Þjóðleikhúsinu og krefst skaðabóta fyrir meintar vanefndir á munnlegum samningi sem hann segist hafa gert um tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrra. "Ég tel að þessi krafa hans sé byggð á miklum misskilningi," segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri í samtali við Vísi. Hörður Torfason vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 12.9.2007 17:00 Tíu og hálfur milljarður til mótvægisaðgerða Tíu og hálfum milljarði verður varið til mótvægisaðgerða á næstu tveimur fiskveiðiárum vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta kom fram í máli Árna Mathiesen fjármálaráðherra þar sem fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu mótvægisaðgerðirnar í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 12.9.2007 16:35 Sautján ára ákærð fyrir að ráðast á fimmtán ára Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir að ráðast á 15 ára stúlku við Bónusvideó í Hólagarði í fyrravor. Ákæra á hendur henni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12.9.2007 16:20 Flugmaðurinn ákærður fyrir hrottalegt heimilisofbeldi Ákæra á hendur karlmanni fyrir hrottalegt heimilisofbeldi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða sama mann og komst í fréttirnar í síðasta mánuði þar sem hann var sakaður um að hafa smyglað konu frá Venesúela inn í landið þegar hann var flugmaður á fraktflugvél í fyrra. 12.9.2007 16:00 Stúlkan segir að fullorðinn maður hafi ráðist á sig Stúlkan sem fannst liggjandi í blóði sínu í Hellerup í úthverfi Kaupmannahafnar í gær sagði við lækna sem meðhöndla hana að fullorðinn maður hafi ráðist á sig. Höfuðkúpa stúlkunnar var brotin á þremur stöðum, en árásarmaðurinn virðist ekki hafa gert tilraun til að misnota hana kynferðislega. 12.9.2007 15:57 Sjö látnir eftir skjálftann í Indónesíu Minnst sjö eru látnir og hundrað særðir eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyna Súmötru með skömmu millibili fyrr í dag. Sá fyrri var upp á 8,2 á Richter en í kjölfarið kom skjálfti upp á 6,1. Fyrri kjálftans varð vart í að minnsta kosti fjórum löndum, og háhýsi sveifluðust til í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökum hans. 12.9.2007 15:51 Sjá næstu 50 fréttir
Abe fluttur á sjúkrahús á barmi taugaáfalls Shinzo Abe forsætisráðherra Japans var færður á sjúkrahús í morgun, sólarhring eftir að hann tilkynnti um afsögn sína. Innlögn forsætisráðherra Japans á sjúkrahús gefur vísbendingu um hvílíkur þrýstingur er búinn að vera á manninn undanfarið. 13.9.2007 11:55
Níu dóu í skjálftum í Indónesíu Harður eftirskjálfti olli mikilli skelfingu í suðaustur-Asíu í dag. Önnur viðvörun um hugsanlega flóðbylgju var gefin út og íbúar nálægt skjálftasvæðinu flúðu í ofboði upp í land. Að minnsta kosti níu manns létu lífið og 49 slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig. 13.9.2007 11:53
Erlendir ferðamenn eyða þriðjungi meira en í fyrra Gjaldeyristekjur af ferðamönnum jukust verulega á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra eftir því sem segir í frétt frá Ferðamálastofu. Þar er vitnað í tölur frá Seðlabankanum sem sýni að neysla ferðamanna hafi aukist um nærri þriðjung, úr ellefu milljörðum króna í rúma 14 á tímabilinu. 13.9.2007 11:48
Kynbundinn launamunur hjá VR dregst saman um fjórðung Í nýrri launakönnun VR fyrir árið 2007 kemur fram að mjög hafi dregið í milli þegar kemur að launum karla og kvenna í félaginu. Könnunin sýnir að frá árinu 2000 hefur kynbundinn launamunur minnkað um fjórðung innan VR. Launamunurinn var 15,3% fyrir sjö árum síðan en í nýju könuninni mælist hann 11,6 %. 13.9.2007 11:44
Bæjarstjórar sáttir við mótvægisaðgerðir en vilja meira Fella þarf niður veiðileyfagjald og styrkja frekar bæjar- og hafnarsjóði til að auka mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta. Þetta kemur fram í máli tveggja bæjarstjóra. Þeir fagna báðir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 13.9.2007 11:39
Hundrað kærðir í Lúkasarmálinu Lögreglan á Akureyri rannsakar nú hvort gefa eigi út ákæru á hendur hundrað einstaklingum sem Helgi Rafn Brynjarsson hefur kært fyrir meiðandi ummæli á netinu. Helgi var á sínum tíma sakaður um að hafa myrt hundinn Lúkas á Akureyri og í kjölfarið rigndi yfir hann hótunum. Lúkas reyndist síðan vera við hestaheilsu. 13.9.2007 11:23
Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi og miklum vindhviðum í Kollarfirði en þar varð umferðarslys í morgun þegar rútu með 50 farþega var ekið inn í aurskriðu. 13.9.2007 11:02
Torfusamtökin fagna hugmyndum um uppbyggingu við Lækjartorg Verðlaunatillaga um byggingu svæðisins umhverfis Lækjartorg gefur mikilvægt fordæmi um hvernig standa megi að uppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur í sátt við umhverfi og sögu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Torfusamtakanna. Samtökin fagna þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að verðlaunatillagan verði grundvöllur nýs deiliskipulags á svæðinu. 13.9.2007 11:02
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á og hóta lögreglumanni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á og haft í hótunum við lögregluþjón við skyldustörf. 13.9.2007 10:42
Vill endurskipuleggja sjúkraflutninga í landinu Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur skipað vinnuhóp sem á að gera á tillögur um endurskipulag sjúkraflutninga í landinu. Vinnuhópurinn fær aðeins um tvo mánuði til að vinna verkefnið og er gert að skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. nóvember eftir því sem fram kemur á vef ráðuneytisins. 13.9.2007 10:34
Umferðaróhapp við Gullinbrú Bifhjólamaður missti stjórn á hjóli sínu við Gullinbrú í Grafarvogi laust fyrir klukkan átta í morgun með þeim afleiðingum að hann lenti í götunni. Maðurinn viðbeinsbrotnaði og var fluttur á slysadeild að sögn lögreglu. 13.9.2007 10:29
Actavis deilir við bandarískt fyrirtæki um einkaleyfi á verkjalyfi Actavis hefur lagt inn skráningu til bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins fyrir samheitalyf verkjalyfsins Avinza en félagið véfengir einkaleyfi lyfjafyrirtækisins King Pharmaceuticals á lyfinu. 13.9.2007 10:24
Miklir búferlaflutningar til og frá landinu Tæplega 3800 erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrri helmingi ársins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er álíka há tala og undanfarin tvö ár. Hins hefur brottfluttum útlendingum fjölgað nokkuð frá fyrri árum en þeir voru rúmlega 1100 á fyrri helmingi ársins. 13.9.2007 09:11
Upplýsir um laun Páls á sínum forsendum Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, neitar að upplýsa Vísi um mánaðarlaun Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Hann ætlar að birta þau á eigin forsendum á næsta ári. Leynd hefur líkt yfir launum Páls frá því að RÚV var breytt í opinbert hlutafélag en heimildir Vísis herma að þau sé töluvert hærri heldur en þær 718 þúsund krónur sem hann fékk á mánuði áður en breytingin átti sér stað fyrr á þessu ári. 13.9.2007 09:09
Yfir 15 þúsund fengu sér pylsu og kók Ríflega 305 þúsund krónur söfnuðust um helgina þegar Bæjarins beztu buðu upp á pylsu og kók á 20 krónur til styrktar Konukoti. Þetta gerðu eigendur Bæjarins beztu í tilefni 70 ára afmælis fyrirtækisins og út frá þessu má reikna að 15.277 hafi fengið sér pylsu og kók. 13.9.2007 09:00
Norski herinn í sparnaðaraðgerðum Norski herinn hefur tilkynnt um að hyggist ekki taka þátt í tveimur heræfingum sem NATO ríki taka þátt í á næstunni vegna sparnaðaraðgerða. Tilkynningin hefur vakið nokkuð umtal í Noregi en ráðstefna á vegum NATO verður haldin í höfuðborginni Osló í næstu viku. 13.9.2007 08:40
Leit gerð á heimili McCann hjónanna Portúgalskur dómari sem fer með mál Madeleine McCann hefur farið þess á leit við bresk lögregluyfirvöld að þau fari á heimili foreldra hennar í Leicestershire til þess að leita að sönnunargögnum í málinu. Fréttastofa Sky greinir frá því að líklegast fari leitin fram í dag. 13.9.2007 08:33
Verkalýðsfélag Húsavíkur mótmælir misskiptingu Verkalýðsfélag Húsavíkur, krefst þess í ályktun sinni um kjaramál, að Samtök atvinnulífisins vakni til lífsins og taki þátt í að uppræta þá miklu misskiptingu launa, sem viðgengst á Íslandi. 13.9.2007 08:09
Neyðarástand í Paragvæ Stjórnvöld í Paragvæ lýstu í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu eftir mikla elda sem geysað hafa undanfarið. Yfir hundrað þúsund hektarar skóglendis og beitilands hafa orðiið eldinum að bráð. 13.9.2007 08:05
Olían lækkar lítillega eftir metverð Olíuverð á heimsmörkuðum hefur lækkað nokkuð í morgun eftir að verð á olíu fór í áttatíu dollara á tunnu í fyrsta skipti í sögunni í gær. Verðið lækkaði þó ekki mikið og fylgjast menn grannt með hitabeltisstominum Humberto sem er að myndast í Mexíkóflóa. 13.9.2007 07:20
Forsætisráðherra Írlands virðist spilltur upp fyrir haus Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, mætir fyrir nefnd á fimmtudaginn þar sem hann þarf að svara fyrir meinta spillingu. Hann er sagður hafa þegið fjárgreiðslur frá kunningum og kaupsýslumönnum á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann sat í stóli fjármálaráðherra. 12.9.2007 23:14
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem var í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ýmis auðgunarbrot og er grunaður um önnur afbrot eftir að dómur var kveðinn. Maðurinn skal sæta varðhaldi þar til dómur fellur í Hæstarétti en þó eigi lengur en til föstudagsins 5. október 2007. 12.9.2007 22:44
Putin skipar nýjan forsætisráðherra Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur samþykkt afsökn Mikhail Fradkov forsætisráðherra landsins og skipað Viktor Zubkov í hans stað. Zubkov er tiltölulega óþekktur en hann starfaði sem forstjóri fjármálaeftirlitsins í Rússlandi. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins segir að breytingarnar á ríkisstjórninni sé gerð til að hrista upp fyrir komandi þing- og forsetakosningar. 12.9.2007 22:17
Ákærður fyrir ólöglegar kvikmyndasýningar Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeytjum hefur verið lögsóttur fyrir að sýna gestum veitingastaðarins í nokkur skipti mynd Heiðars Marteinssonar "Uppbyggingin - Eldgosið í Heimaey" sumarið 2004. 12.9.2007 21:24
Ófært á Austfjörðum Á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og í Oddskarði hefur myndast krapi. Eru vegfarendur sem eru á ferð á þessum svæðum beðnir um að gæta varúðar. 12.9.2007 20:49
Slökkviliðið sinnti útkalli í slökkvistöðinni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti ekki að fara langt til að sinna aðstoðarbeiðni vegna vatnsleka í höfuðborginni um sjöleytið í kvöld. Lekinn kom nefnilega upp í kjallara í sjálfri slökkvistöðinni við Skógarhlíð. Frárennslislagnir eru orðnar lélegar þar og létu undan í rigningarsuddanum í dag. Að sögn slökkviliðsins gekk ágætlega að hreinsa vatnið og litlar sem engar skemmdir urðu sökum lekans. 12.9.2007 20:31
Frændi Bretadrottningar afhjúpar minnisvarða Hertoginn af Kent, náfrændi Bretadrottningar, afhjúpaði í Fossvogskirkjugarði nú síðdegis minnisvarða um flugmenn bandamanna sem dvöldu hérlendis á árum síðari heimstyrjaldarinnar. 12.9.2007 19:12
Veiturnar verði almannaeign Össur Skarhéðinsson iðnaðarráðherra leggst gegn því að fjárfestar á markaði geti eignast almannaveitur og telur mikilvægt að tryggja að þær verði í félagslegri meirihlutaeign. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vill ekki að útlendingar laumist bakdyramegin í orkulindir þjóðarinnar. 12.9.2007 19:09
Sögð mikilvægasta nefnd ríkisstjórnarinnar Hvað á að virkja og hvað á að friða? Nefnd, sem sögð er sú mikilvægasta sem ríkisstjórnin hefur skipað, er ætlað að svara þessum grundvallarspurningum á næstu tveimur árum. 12.9.2007 19:06
Vestfirðingar stefna á sjávarútvegsháskóla Vestfirðingar hafa sett stefnuna á eigin háskóla á Ísafirði strax á næsta ári. Þeir vilja að hann sérhæfi sig í fræðum sem lúta að hafinu. 12.9.2007 19:04
Búið að samþykkja tvöföldun Suðurlandsvegar Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að búið sé að samþykkja að tvöfalda veginn frá Reykjavík að Selfoss. Það hafi verið gert í síðustu samgönguáætlun sem samþykkt var á liðnu þingi. Kjartan segir að Vegagerðin vinni nú að skipulagi þessa vegar ásamt viðkomandi sveitarfélögum. Þegar skipulagið verði samþykkt muni framkvæmdir hefjast. 12.9.2007 18:57
Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands. Talið er að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar. Pútín má þá ekki bjóða sig fram aftur. 12.9.2007 18:45
Byrjað að farga nautgripum Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin. 12.9.2007 18:45
Tæplega 1700 athugasemdir vegna Kársness Kópavogsbæ barst athugasemdir frá 1674 einstaklingum og samtökum við hugmyndir að skipulagi á hafnarsvæði á Kársnesi. Þar af bárust 1117 athugasemdir af Kársnesinu sjálfu. Langflestar þeirra voru sendar inn eftir að bæjarráð Kópavogs ákvað að framlengja athugasemdafrestinn til 3. september. 12.9.2007 18:37
Vegarkaflinn milli Hveragerðis og Selfoss eins og Miklabrautin Vegurinn á milli Hveragerðis og Selfoss er orðinn eins og Miklabrautin í Reykjavík segir sýslumaðurinn á Selfossi og telur brýnt að hann verði tvöfaldaður strax. Tvö banaslys hafa orðið á veginum á þessu ári með stuttu millibili. 12.9.2007 18:34
Óttast að fleiri hafi týnt lífi Minnst 7 týndu lífi og 100 slösuðust þegar 2 öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötru með skömmu millibli í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við miklar hamfarir. 12.9.2007 18:30
Íslendingar kaupa þrjú hótel og veitingastaði í Kaupmannahöfn Þrjú þekktustu hótel Kaupmannahafnar eru nú í eigu Íslendinga. Fjárfestingarfélagið Nordic Partners hefur meðal annars keypt hið sögufræga hótel D’Anglaterre. 12.9.2007 18:30
Þrjár Boeing vélar fljúga frá Egilsstöðum í kvöld Á miðnætti fara þrjár Boeing flugvélar frá Egilsstaðarflugvelli á sama tíma til Tallinn borgar í Eistlandi. Þetta er fjölmennasta flug frá þessum flugvelli á einum tíma. Alls fljúga 378 manns í þessu flugi sem er skipulagt af ferðaskrifstofunni Trans-Atlantic á Akureyri. Stærsti hópurinn af þessum farþegum er starfsmannahópur frá Síldarvinnslunni á Neskaupsstað. 12.9.2007 18:04
Dauðsföllum barna fækkar Nýjar alþjóðlegar tölur sýna að mikill árangur hefur náðst í baráttunni við barnadauða. Dauðsföllum barna undir fimm ára hefur fækkað verulega. Samtökin UNICEF segja að ný alþjóðleg rannsókn bendi til að um 9,7-10 milljónir barna deyi nú á ári. Þetta er veruleg fækkun. Til samanburðar dóu 13 milljónir barna á árinu 1990. 12.9.2007 17:51
Trúbador stefnir Tinnu og krefst skaðabóta Hörður Torfason trúbador með meiru hefur stefnt Þjóðleikhúsinu og krefst skaðabóta fyrir meintar vanefndir á munnlegum samningi sem hann segist hafa gert um tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrra. "Ég tel að þessi krafa hans sé byggð á miklum misskilningi," segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri í samtali við Vísi. Hörður Torfason vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 12.9.2007 17:00
Tíu og hálfur milljarður til mótvægisaðgerða Tíu og hálfum milljarði verður varið til mótvægisaðgerða á næstu tveimur fiskveiðiárum vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta kom fram í máli Árna Mathiesen fjármálaráðherra þar sem fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu mótvægisaðgerðirnar í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 12.9.2007 16:35
Sautján ára ákærð fyrir að ráðast á fimmtán ára Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir að ráðast á 15 ára stúlku við Bónusvideó í Hólagarði í fyrravor. Ákæra á hendur henni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12.9.2007 16:20
Flugmaðurinn ákærður fyrir hrottalegt heimilisofbeldi Ákæra á hendur karlmanni fyrir hrottalegt heimilisofbeldi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða sama mann og komst í fréttirnar í síðasta mánuði þar sem hann var sakaður um að hafa smyglað konu frá Venesúela inn í landið þegar hann var flugmaður á fraktflugvél í fyrra. 12.9.2007 16:00
Stúlkan segir að fullorðinn maður hafi ráðist á sig Stúlkan sem fannst liggjandi í blóði sínu í Hellerup í úthverfi Kaupmannahafnar í gær sagði við lækna sem meðhöndla hana að fullorðinn maður hafi ráðist á sig. Höfuðkúpa stúlkunnar var brotin á þremur stöðum, en árásarmaðurinn virðist ekki hafa gert tilraun til að misnota hana kynferðislega. 12.9.2007 15:57
Sjö látnir eftir skjálftann í Indónesíu Minnst sjö eru látnir og hundrað særðir eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyna Súmötru með skömmu millibili fyrr í dag. Sá fyrri var upp á 8,2 á Richter en í kjölfarið kom skjálfti upp á 6,1. Fyrri kjálftans varð vart í að minnsta kosti fjórum löndum, og háhýsi sveifluðust til í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökum hans. 12.9.2007 15:51