Innlent

Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi

Rútan sem ekið var inn í aurskriðuna við Mógilsá skemmdist töluvert í árekstrinum.
Rútan sem ekið var inn í aurskriðuna við Mógilsá skemmdist töluvert í árekstrinum. MYND/Stöð 2

Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi og miklum vindhviðum í Kollarfirði en þar varð umferðarslys í morgun þegar rútu með 50 farþega var ekið inn í aurskriðu. Tveir slösuðust í óhappinu, þó ekki alvarlega.

Vegagerðin bendir enn fremur á að ófært sé yfir Hellisheiði eystri og Öxarfjarðarheiði og þá hefur myndast krapi á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og á Eyrarfjalli. Eru vegfarendur sem eru á ferð á þessum svæðum beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Hálkublettir eru á Mývatnsheiði og á Hólasandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×