Fleiri fréttir

184 sektaðir fyrir hraðakstur á Digranesvegi

184 ökumenn eiga von á sektum eftir að hafa verið myndaðir við hraðakstur á Digranesvegi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í austurátt á móts við Menntaskólann í Kópavogi en þar er 30 kílómetra hámarkshraði.

Heildarmat á virkjanakostum liggi fyrir um mitt ár 2009

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hafa skipað verkefnastjórn sem á að undirbúa rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Er nefndinni ætla að skila skýrslu til ráðherranna með heildarmati á virkjunarkostum fyrir mitt ár 2009.

Rússar sprengja ,,Föður allra sprengna"

Rússneski flugherinn hefur í tilraunaskyni sprengt gríðarstóra loft-eldsneytissprengju sem þeir segja sem þeir segja mun öflugri en MOAB, bandarísk sprengja sömu gerðar, sem nefnd hefur verið ,,Móðir allra sprengna". Yfirmenn rússneska hersins segja að sprengjan, sem þeir kalla ,,Föður allra sprengna", sé sambærileg að styrk við kjarnorkusprengju.

Lögregla kærð fyrir að beita harðræði við handtöku

Lögð hefur verið fram kæra á hendur lögreglunni fyrir að beita þrjá unga menn óeðlilega miklu harðræði. Drengirnir voru handteknir að tilefnislausu af vopnuðum sérsveitarmönnum sem beindu að þeim skotvopnum.

Mótvægisaðgerðir kynntar í dag

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan fjögur í dag.

Björgvin segir ónafngreinda sjálfstæðismenn vera bleyður

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra finnst ekki mikill mannabragur á þeim ónafngreindu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem gagnrýndu hann í Viðskiptablaðinu í gær fyrir ákafa í að koma evru- og Evrópumálum á dagskrá. „En broslegt er það nú í besta falli að kapparnir skuli ekki geta verið menn til að tala undir nafni," segir Björgvin í nýrri færslu á heimasíðu sinni.

Þorkell Helgason hættir sem orkumálastjóri

Dr. Þorkell Helgason hættir sem orkumálastjóri um áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkustofnun. Þar segir að Þorkell hafi af persónulegum ástæðum óskað eftir þessu við iðnaðarráðherra og hann fallist á óskina.

Frú Vigdís Finnbogadóttir gisti alltaf á D´Angleterre

Hotel D´Angleterre sem nú er komið í eigu Íslendinga er eitt þekktasta hótel Norðurlandanna og iðjulega gististaður þeirra þjóðhöfðingja sem koma í heimsókn til Kaupmannahafnar. Þegar frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands kom til borgarinnar hér á árum áður gisti hún ávallt á D' Angleterre. Auk þeirra hafa nær allir frægustu kvikmyndaleikarar og tónlistamenn heims gist hótelið ef þeir hafa verið í borginni.

Foreldrar Madeleine vilja láta rannasaka bílaleigubílinn sjálf

Foreldrar Madeleine McCann íhuga nú að láta gera sjálfstæða rannsókn á bílaleigubílnum sem þau leigðu í Portúgal. Bresk lögregla fann lífsýni úr stúlkunni í bílnum, en foreldrarnir tóku hann á leigu um þremur vikum eftir að Madeleine litla hvarf frá hótelíbúð þeirra í Portúgal.

Flóðbylgjuviðvarandir vegna jarðskjálfta í Indónesíu

Yfirvöld í Indlandi og Malasíu hafa gefið út flóðbylgjuviðvaranir í kjölfar þess að tveir öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyna Súmötru með skömmu millibili fyrr í dag. Skjálftarnir voru um átta á Richter kvarða, og sá fyrri fannst allt til Singapore og Tælands. Fjöldi bygginga í Padang á vesturströnd eyjunnar hrundi til grunna í kjölfar skjálftanna.

Segja yfirmann fjölskyldudeildar hafa verið rekinn fyrir ummæli

Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir segir að yfirmaður fjölskyldudeildar hafi verið rekinn eftir að hún hélt því fram í fjölmiðlum að deildin væri undirmönnuð. Nokkrum síðar var gerður við hana starfslokasamningur. Samfylkingarmenn hafa krafist þess að fá að sjá starfslokasamninginn en við því hefur ekki verið orðið enn.

Staðfesti úrskurð Samkeppniseftirlitsins vegna Icelandair og Bláfugls

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli á hendur Icelandair Group og Bláfugli vegna samruna félaganna. Samkeppniseftirlitið ákvað í sumar að breyta skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnisráðs vegna samruna FL Group, Bláfugls og og Flugflutninga árið 2005.

Skjalda setti framleiðslumet

Fólki hefur fjölgað hratt á Íslandi undanfarin misseri, einkum með erlendu vinnuafli sem hefur streymt til landsins. Fyrir einu og hálfu ári var fyrirsjáanlegt að skortur yrði á mjólk og mjólkurvörum. Stjórnvöld biðluðu þá til bænda að auka framleiðsluna. Bændur brugðust svo vel við að það vara sett framleiðslumet, 125 milljónir lítra.

Hafnarstjórn og Hvalfjarðarsveit vilja bjóða sameiginlega í NATO-eigur

Faxaflóahafnir og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ræða nú saman um sameignlegt tilboð í fyrrum eigur NATO í Hvalfirði. "Okkar áhugi beinist fyrst og fremst að bryggjunni sem er til staðar þarna," segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. "Við getum vel hugsað okkur bryggjuna sem lið í framtíðaráformum okkar."

Fékk útsýnislóð út á spaðaásinn

Jónas Gestur Jónasson varð hlutskarpastur í útdrætti um eftirsótta lóð á Húsavík á dögunum. Alls sóttu 33 um lóðina, sem stendur á fallegum útsýnisstað í bænum, en dregið var úr umsækjendum með aðstoð spilastokks.

Forstjóraskipti í Leifsstöð

Höskuldur Ásgeirsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. í lok nóvember nk. og staðgengill forstjóra, Elín Árnadóttir, tekur þá við starfi forstjóra félagsins.

Tvö umferðarslys á sömu mínútunni

Tvö umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri í gærkvöld á sömu mínútunni og urðu bæði á sérstökum akstursbrautum í nágrenni bæjarins.

Kyrrsetningar á Dash 8 hafa ekki áhrif á flugvélakaup Gæslunnar

Ný flugvél Landhelgisgæslunnar sem pöntuð hefur verið, er af svipaðri gerð og þær vélar sem nú hafa verið kyrrsettar um allan heim. Gæsluvélin er af gerðinni Dash 8 300, en vélarnar sem kyrrsettar hafa verið eru Dash 8 400. Fjármálastjóri gæslunnar segir málið engin áhrif hafa á kaupin á nýju vélinni.

Geir í víking til Írlands

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur í dag opinbera heimsókn sína til Írlands en hún stendur fram á föstudag. Meðal þeirra sem Geir fundar með eru Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, Michéal Martin, viðskiptaráðherra, og Brian Lenihan, dómsmálaráðherra, auk þess sem hann hittir Mary McAleese, forseta Írlands.

Nærri fimm segja sig úr Þjóðkirkjunni daglega

Trúleysingar í félaginu Vantrú fullyrða á vefsvæði sínu að þeir hafi skráð hartnær fimm hundruð manns úr Þjóðkirkjunni í sérstöku átaki til að skrá einstaklinga úr trúfélögum. Undanfarinn mánuð hafa þrír sagt sig úr Þjóðkirkjunni á dag í gegnum vefsvæði Vantrúar en í heildina tekið segja sig fimm úr Þjóðkirkjunni á degi hverjum.

Hass í póstkassa

Hass og kannabisefni fundust á heimili konu á Norðurlandi sem ákærð hefur verið fyrir fíkniefnalagabrot. Ákæra á hendur henni var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands vestra í gær.

Forsætisráðherra Japans segir af sér

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, tilkynnti um afsögn sína í morgun. Hann sagði meiri möguleika fyrir nýjan forsætisráðherra að halda áfram stuðningi landsins við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan en Abe hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna stuðningsins.

Mælst til að Dash 8 vélar verði kyrrsettar

Kanadíski flugvélaframleiðandinn Bombardier, sem framleiðir vélar af gerðinni Dash 8 - 400 hefur mælst til þess að hluti véla þessarar gerðar verði kyrrsettar. Tvær Dash 8 vélar frá SAS hafa nauðlent í vikunni vegna bilunar í hjólabúnaði. Þá er aðeins mánuður síðan Dash 8 brotlenti í Suður-Kóreu.

Árþúsundamót í Eþíópíu

21. öldin er loks gengin í garð í Eþíópíu. Eþíópíumenn notast við koptíska dagatalið og samkvæmt því gekk árið 2000 í garð í dag.

Whole Foods auglýsa Ísland á nýjan leik

Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods hefur ákveðið að hefja markaðssetningu á íslenskum vörum á nýjan leik. Þetta var ákveðið eftir að Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti að ekki yrðu gefin út frekari leyfi til hvalveiða að sinni. Auglýsingar sem hafa beðið niðri í skúffum verða nú settar upp í verslunum keðjunnar í New York, Washington og Boston.

Enn verða banaslysin í umdæmi Selfosslögreglu

Átta slys hafa orðið í umferðinni í ár. Fimm þeirra í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Þá lést ökumaður eftir árekstur bifhjóls og strætisvagns við Akranes 16. júlí síðastliðinn. Í byrjun júlí lést ökumaður eftir bílveltu við Norðurá og banaslys varð eftir bílveltu í Hörgárdal í mars.

Kynferðisabrotamaður lék í jóladagatali TV2

Danska sjónvarpsstöðin TV2 þarf að hætta við sýningu á jóladagatali sínu, eftir að einn leikaranna í því var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Dagatalið ,,Mikkel og Gullkortið" verður sýnt á næsta ári, eftir að atriði með leikaranum hafa verið klippt út.

SAS flugvélar í rannsókn

Tveimur flugvélum SAS flugfélagsins, sömu tegundar og þeirrar sem var lent við illan leik í Álaborg á sunnudag, var snúið við í gær vegna bilunar. Allar flugvélar þessarar tegundar eru nú í rækilegri skoðun.

Íslendingar næst umburðalyndastir allra þjóða

Íslendingar eru næst umburðarlyndastir allra vestrænna þjóða. Svíar eru umburðarlyndastir samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin er af tveimur virtum háskólum, öðrum breskum og hinum áströlskum.

6 ár frá hryðjuverkum

Sex ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir voru haldnar í New York, Washington og Pennsylvaníu í dag. Á sama tíma og Bandaríkjamenn syrgja sendu al Kaída hryðjuverkasamtökin frá sér myndband þar sem Osama bin Laden lofsyngur einn flugræningjann.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hugsa sinn gang

Sjálfstæðisflokkurinn hefur barið höfðinu í steininn í stað þess að kanna gaumgæfilega hvort raunhæft og æskilegt sé að taka upp evru hér á landi, segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Ekki brot á samningum

Boðaðar aðgerðir Flugfreyjufélags Íslands eru brot á kjarasamningum segir forstjóri Icelandair. Ekki rétt segir formaður félagsins en á fjölmennum félagsfundi flugfreyja í gær var ákveðið að vinna ekki yfirvinnu.

4 milljarðar í djúpborunarverkefni

Íslendingar munu fyrstir þjóða hefja djúpborun en samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður. Meðal þeirra sem taka þátt í samningnum er álfyrirtækið Alcoa sem leggur 300 milljónir króna verkefnisins.

FHM birti mynd af berbrjósta táningsstúlku

Karlatímaritið FHM braut siðareglur þegar það birti mynd af berbrjósta fjórtán ára stúlku, en myndin var tekin án samþykkis hennar. Siðanefnd fjölmiðla í Bretlandi komst að þessu.

Stærst í jarðhitavirkjunum

Safna á fimmtíu milljörðum til að fjármagna útrásararm Orkuveitu Reykjavíkur sem ætlar að verða stærsta jarðhitafyrirtæki í heimi. Bjarni Ármannsson hefur lagt hálfan milljarð í púkkið.

Ekki fórna öryggi fyrir minni mengun

Ekki má fórna öryggi vegfarenda til að draga úr svifryki, segir framkvæmdastjóri FÍB, og er andvígur því að leggja gjald á þá sem nota nagladekk eins og vinnuhópur hefur lagt til.

Ætla að fylgjast með erlendum starfsmönnum

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara í skipulagt átak til að fylgjast með fyrirtækjum sem hafa erlenda starfsmenn í vinnu. Þetta var niðurstaða fundar sem ráðherra átti með forystumönnum Alþýðusambands Íslands í dag.

Hefnd úr hæstu hæðum ?

Hin umdeilda auglýsingu Símans, þar sem síðasta kvöldmáltíðin er sviðsett hefur verið afturkölluð. Ekki er það þó að kröfu sannkristinna heldur virðist í auglýsingunni sem bæði Jesús og Júdas séu viðskiptavinir Vodafone. Síminn er þarna að auglýsa nýjustu tegund af farsímum sínum, sem eru myndsímar með meiru. Og mikið rétt, það eru þarna myndir af Jesús og Júdasi. En undir myndunum má sjá glitta í merki Vodafone.

Komið í veg fyrir sprengjuárás í Tyrklandi

Tyrkneskri lögreglu tókst í dag að koma í veg fyrir alvarlegt sprengjutilræði, þegar hún fann bíl hlaðinn sprengiefni í margra hæða bílageymslu í höfuðborg landsins, Ankara.

Sjá næstu 50 fréttir