Innlent

Kynbundinn launamunur hjá VR dregst saman um fjórðung

Á sjö árum hefur launamunur kynjana minnkað um fjóðrung hjá VR.
Á sjö árum hefur launamunur kynjana minnkað um fjóðrung hjá VR.
Í nýrri launakönnun VR fyrir árið 2007 kemur fram að mjög hafi dregið í milli þegar kemur að launum karla og kvenna. Könnunin sýnir að frá árinu 2000 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung innan VR. Launamunurinn var 15,3% fyrir sjö árum síðan en í nýju könuninni mælist hann 11,6 %.

 

 

Könnunin leiðir einnig í ljós að launaskrið félagsmanna VR er meira en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði, en að tekjubilið hefur aukist. Þá sést einnig að þrátt fyrir áherslur í kjarasamningum sem miðað hafa að því að stytta vinnuvikuna hefur vinnutími félagsmanna ekkert breyst. Samtökin benda hins vegar á að sveigjanleiki vinnutímans hafi aukist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×