Innlent

Ákærður fyrir ólöglegar kvikmyndasýningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Heimaeyjargosinu 1973.
Frá Heimaeyjargosinu 1973.

Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeytjum hefur verið lögsóttur fyrir að sýna gestum veitingastaðarins í nokkur skipti mynd Heiðars Marteinssonar „Uppbyggingin - Eldgosið í Heimaey“ sumarið 2004. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sýnt myndina „The Heimaey eruption, Iceland 1973“ eftir Alan V. Morgan á Krónni í nokkur skipti á árinu 2005. Maðurinn er ákærður fyrir brot á höfundarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×