Innlent

Upplýsir um laun Páls á sínum forsendum

Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, ætlar að birta laun Páls Magnússonar eftir sex mánuði.
Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, ætlar að birta laun Páls Magnússonar eftir sex mánuði.

Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, neitar að upplýsa Vísi um mánaðarlaun Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Hann ætlar að birta þau á eigin forsendum á næsta ári. Leynd hefur líkt yfir launum Páls frá því að RÚV var breytt í opinbert hlutafélag en heimildir Vísis herma að þau sé töluvert hærri heldur en þær 718 þúsund krónur sem hann fékk á mánuði áður en breytingin átti sér stað fyrr á þessu ári.

"„Ég tel enga ástæðu til að halda upplýsingum um laun sjónvarpsstjóra leyndum. En ég vil að þær verði birtar á mínum forsendum. Þegar ég tel rétta tímann vera. Þær verða því birtar í ársreikningi félagsins sem verður opinberaður í febrúar eða mars á næsta ári," segir Ómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×