Fleiri fréttir Sér grefur gröf Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig. 8.8.2007 15:39 Kalli Bjarni edrú og laus úr fangelsi Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni, er laus úr gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið í frá því að hann var gripinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í byrjun júní. Að sögn móður hans Sveinbjargar Karlsdóttur er Kalli Bjarni edrú. 8.8.2007 15:25 Myndir úr safni Björgólfsfeðga til sýnis Listasafn Reykjavíkur undirbýr sýningu á verkum Eggerts Péturssonar listmálara sem verður á Kjarvalsstöðum og hefst 31. ágúst næstkomandi. Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynningarmála Listasafnsins, segir að um tímamótasýningu sé að ræða. Sýningin spanni allan feril Eggerts og sýnd verði verk sem hafi ekki sést áður. Þar af eru mörg verk í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar. 8.8.2007 15:05 Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar. 8.8.2007 14:24 Landlæknir sáttur við náttúrulækningar Matthías Halldórsson landlæknir segir að ekki sé hægt að gera athugasemdir við náttúrulækningar svo framarlega sem þær séu skaðlausar, ekki sé verið að plokka peninga af bágstöddu fólki eða ættingum þeirra og ekki sé verið að beina fólki frá hefðibundinni meðferð sem sé læknandi. 8.8.2007 14:17 Hugo kemur til bjargar Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur opinberlega heitið öllum samstarfsríkjum sínum í Suður-Ameríku aðstoð í orkumálum ef þörf krefur. Í Venesúela eru ríkulegar olíu-, og gaslindir. Hugo tilkynnti þetta á dögunum í ræðu sem hann hélt í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. 8.8.2007 14:09 Ráðherra lítur eineltið alvarlegum augum Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra lítur eineltið innan Veðurstofunnar alvarlegum augum en vill ekki blanda sér í starfsmannamál einstakra stofnana sem heyra undir embætti hennar. Þetta kom fram í samtali vísir.is við aðstoðarkonu ráðherrans, Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Tveir veðurfræðingar á Veðurstofunni tjáðu sig um málið í Kastljósinu í gærkvöldi. 8.8.2007 13:50 Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8.8.2007 13:43 Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október. 8.8.2007 13:36 Umhverfislýsing um íslenskar fiskveiðar undirrituð Umhverfislýsingu um íslenskar fiskveiðar er ætlað að mæta kröfum erlendra kaupenda um gæðavottun íslenskra fiskafurða. Íslendingar velja að fara þessa leið í stað þess að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um gæðavottun, sem íslenskur sjávarútvegur telur ekki fullnægjandi. 8.8.2007 13:32 Google auglýsir í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson Svo virðist sem Google leitarvélin sé farin að auglýsa Prins Póló í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf. Neðarlega á forsíðu danska blaðsins BT má sjá nafn fyrirtækisins. Þegar smellt er á það kemur upp auglýsing frá Ásbirni Ólafssyni sem hægt er að lesa bæði á Íslensku og ensku. Þar eru ýmsar vörur sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Svosem Knorr, Sonax og auðvitað Prinsinn. 8.8.2007 13:15 Lögregluaðstoð veitt í 40 prósentum tilfella Lögregluaðstoð var veitt í rúmum fjörutíu prósenta tilfella þegar hringt var til Neyðarlínunnar í júní mánuði. Um tuttugu prósent símtalanna var ekki hægt að greina þar sem fólk hringdi óvart úr farsímum, eða sleit sjálft símtalinu. 8.8.2007 12:59 Hnúfubakur leikur listir sínar á Faxaflóa Hnúfubakur eða hnúfubakar hafa leikið listir sínar fyrir gesti í hvalaskoðunarskipum Hvalaskoðunar Reykjavíkur undanfarna daga. Þetta er í þriðja sinn á innan við viku sem hnúfubakur hefur komið stökkvandi upp úr sjónum skammt frá hvalaskoðunarbát úti á Faxaflóa en það er afar fágætt að sögn Evu Maríu Þórarinsdóttur, markaðsstjóra Hvalaskoðunar Reykjavíkur. 8.8.2007 12:45 Þrýsti á vitlausan hnapp Einn rofi, sem var óvart þrýst á, olli rafmagnsleysinu í gær þegar ríflega helmingi af rafmagni landsins sló út í einu vetfangi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri kerfisstjórnar hjá Landsneti, staðfesti það í morgun að mistökin hefðu orðið hjá starfsmönnum. 8.8.2007 12:16 Þrjátíu láta lífið í Bagdad Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í loftárás bandarískra herþyrla á hverfi Sjíta múslima í Bagdad í morgun. Árásin hefur vakið mikla reiði meðal Sjíta múslima sem segja hina látnu hafa verið óbreytta borgara. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast einungis hafa skotið á herskáa múslima. 8.8.2007 12:12 Búfénaði slátrað á þriðja búinu Ákveðið hefur verið að slátra búfénaði á þriðja nautgripabúinu í Surrey í Englandi þar sem grunur leikur á að gin- og klaufaveiki hafi borist þangað. Verið er að rannsaka hvort veiran hafi borist á býlin af mannavöldum. 8.8.2007 12:05 Hinsegin dagar hefjast á morgun Páll Óskar muni syngja nokkur lög úr söngbók söng- og leikkonunnar Judy Garland, en upphaf hinsegin hátíða megi rekja til uppþota sem urðu við Stonewall barinn í New York á útfarardegi hennar 27. júní 1967. 8.8.2007 11:57 Lýst eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás sem átti sér stað upp úr klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ. 8.8.2007 11:51 Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvél Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvélinni sem hlekktist á í flugtaki í Nýjadal á Sprengisandsleið á sunnudag. Fjórir erlendir menn voru í vélinni, sem er tíu sæta Cessna-vél skráð í Bandaríkjunum, og meiddust þeir ekki alvarlega í slysinu. 8.8.2007 11:42 Minnismerki um fórnarlömb Stalíns Um þrettán metra hár trékross var vígður í bænum Butovo rétt fyrir utan Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til minningar um fórnarlömb hreinsana Stalíns. Krossinn var reistur á svæði sem áður var notað sem aftökustaður en þar voru um 20 þúsund manns teknir af lífi. 8.8.2007 11:41 Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna. 8.8.2007 11:35 Ríkissaksóknari áfrýjar dómi í kókaínmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir innflutning á fjórum kílóum af kókaíni í lok síðasta árs. Mennirnir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júlí síðastliðinn. 8.8.2007 11:26 Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. 8.8.2007 10:50 Verkfalli þýskra lestarstjóra frestað Verkfalli þýskra lestarstjóra sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þýskur dómstóll úrskurðaði í morgun að verkfallið væri ólöglegt. 8.8.2007 10:42 Tourette-einkenni hurfu eftir náttúrulækningar Þegar sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með Tourette heilkenni, leist henni illa á þá hugmynd að setja son sinn á lyf. Hún taldi að strákurinn myndi fitna í kjölfarið og finna fyrir þunglyndiseinkennum. Heiða setti sig því í samband við homopata og ákvað að beita aðferðum náttúrulækninga við að fást við vandann. 8.8.2007 10:26 Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." 8.8.2007 10:19 Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin. 8.8.2007 09:46 Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. 8.8.2007 09:35 Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita. 8.8.2007 08:30 Björgunaðgerðum í Utah frestað Björgunarsveitarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að bjarga sex námaverkamönnum sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Fresta þurfti björgunaraðgerðum í morgun vegna jarðskjálfta á svæðinu. 8.8.2007 08:21 Rússar hvattir til að láta af ásökunum Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Rússa til þess að láta af ásökunum sínum í garð Georgíumanna í kjölfar þess að flugskeyti var skotið á smábæ í Georgíu síðastliðinn mánudag. Georgíumenn hafa fullyrt að flugskeytinu hafi verið skotið úr rússneskri herþotu en Rússar hafa sakað Georgíumenn um að hafa sjálfir skotið flugskeytinu í því augnamiði að valda spennu á milli ríkjanna. 7.8.2007 23:15 Kveikt í á Klambratúni Kveikt var í afklippum af trjám á Klambratúni nú fyrr í kvöld. Að sögn vakstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða haug af trjágreinum sem borgarstarfsmenn höfðu safnað saman af svæðinu. 7.8.2007 22:51 Fjölskylda frá Monakó slapp ómeidd úr bílveltu Mildi þykir að ekki fór verr þegar jeppabifreið frá bílaleigu valt á Landsvegi síðdegis í dag. Fimm manna fjölskylda frá Mónakó var um borð í bílnum, hjón með þrjá unglinga og sluppu þau öll með minniháttar skrámur. Jeppinn er hins vegar mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. 7.8.2007 22:29 Erill hjá Landsbjörgu um helgina Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í átta verkefni um verslunarmannahelgina og voru mörg hundruð liðsmanna sveitanna að störfum. Í fjögur skipti var um að ræða leit að einstaklingum og í þrjú skipti þurftu björgunarsveitamenn að koma slösuðum til hjálpar. 7.8.2007 22:02 32 barna faðir látinn laus Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur. 7.8.2007 21:46 Forvarnir virka Svo virðist sem öflugt forvarnastarf karlahóps femínistafélagsins sé að skila sér um verslunarmannahelgar því engar nauðganir voru tilkynntar til neyðarmóttöku þetta árið. 7.8.2007 21:12 Stolin Picasso málverk komin í leitirnar Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar síðastliðinn. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. 7.8.2007 21:04 Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn. 7.8.2007 20:26 Iðnaðarráðherra vill breyta lögum um FIT-kostnað Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða lög fjármálastofnana um innheimtu svokallaðs FIT-kosnaðar rækilega. Bankar innheimta FIT-kostnað þegar fólk fer yfir á reikningum. Björgvin telur núverandi lög byggð á veikum grunni og því sé nauðsynlegt að breyta þeim. 7.8.2007 20:06 Ekki hafa allir sem vilja fengið bílastæðaskífur Eigendur vistvænna bíla hafa margir hverjir lent í vandræðum með að fá bílastæðaskífur sem veita þeim rétt til að leggja ókeypis í Reykjavík. Aðeins voru útbúnar tvö hundruð skífur en alls eru fjórtán hundruð vistvænir bílar á götum landsins. 7.8.2007 19:34 Feðgar báru sjálfir út póst úr týndri pósttösku Feðgar í Reykjavík báru sjálfir út póst í hverfinu sínu, eftir að hafa beðið í tvo daga eftir því að Íslandspóstur næði í pósttösku sem lá á glámbekk í götunni. Íslandspóstur segir að bréfberum sé heimilt að skilja pósttöskur eftir á svokölluðum „öruggum svæðum“, en atvikið sýni að endurskoða þurfi þær reglur. 7.8.2007 19:11 Maður ósáttur við að Neyðarlínan brást ekki við símtali hans Maður sem hringdi á Neyðarlínuna þegar ókunnugur maður gekk inní svefnherbergi hans um miðja nótt, gagnrýnir að Neyðarlínan hafi ekki komið honum til hjálpar. Maðurinn hringdi tvisvar í Neyðarlínuna, en þagði til að fæla ekki hinn óboðna gest. Samkvæmt verklagsreglum Neyðarlínunnar greina neyðarverðir slík símtöl, til að meta hvort raunveruleg þörf sé á aðstoð. 7.8.2007 19:06 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lét lífið í umferðarslysi á Laugarvatnsvegi í gær hét Eiríkur Óli Gylfason. Hann var búsettur í Skriðuseli 4 í Reykjavík. Eiríkur Óli var fæddur árið 1981 og lætur eftir sig unnustu og barn. 7.8.2007 19:04 Umhverfisráðherra vill skerpa á eftirlitshlutverki sveitarstjórna varðandi smávirkjanir Umhverfisráðherra segir að skerpa þurfi á eftirlitshlutverki sveitarstjórna og möguleika þeirra á að grípa inn þegar framkvæmdaaðilar smærri virkjana fylgi ekki framkvæmdaáætlunum. Skipaður hefur verið starfshópur til að endurskoða hvernig leyfisveitingum og eftirliti er háttað vegna slíkra framkvæmda. 7.8.2007 19:01 Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. 7.8.2007 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Sér grefur gröf Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig. 8.8.2007 15:39
Kalli Bjarni edrú og laus úr fangelsi Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni, er laus úr gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið í frá því að hann var gripinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í byrjun júní. Að sögn móður hans Sveinbjargar Karlsdóttur er Kalli Bjarni edrú. 8.8.2007 15:25
Myndir úr safni Björgólfsfeðga til sýnis Listasafn Reykjavíkur undirbýr sýningu á verkum Eggerts Péturssonar listmálara sem verður á Kjarvalsstöðum og hefst 31. ágúst næstkomandi. Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynningarmála Listasafnsins, segir að um tímamótasýningu sé að ræða. Sýningin spanni allan feril Eggerts og sýnd verði verk sem hafi ekki sést áður. Þar af eru mörg verk í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar. 8.8.2007 15:05
Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar. 8.8.2007 14:24
Landlæknir sáttur við náttúrulækningar Matthías Halldórsson landlæknir segir að ekki sé hægt að gera athugasemdir við náttúrulækningar svo framarlega sem þær séu skaðlausar, ekki sé verið að plokka peninga af bágstöddu fólki eða ættingum þeirra og ekki sé verið að beina fólki frá hefðibundinni meðferð sem sé læknandi. 8.8.2007 14:17
Hugo kemur til bjargar Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur opinberlega heitið öllum samstarfsríkjum sínum í Suður-Ameríku aðstoð í orkumálum ef þörf krefur. Í Venesúela eru ríkulegar olíu-, og gaslindir. Hugo tilkynnti þetta á dögunum í ræðu sem hann hélt í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. 8.8.2007 14:09
Ráðherra lítur eineltið alvarlegum augum Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra lítur eineltið innan Veðurstofunnar alvarlegum augum en vill ekki blanda sér í starfsmannamál einstakra stofnana sem heyra undir embætti hennar. Þetta kom fram í samtali vísir.is við aðstoðarkonu ráðherrans, Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Tveir veðurfræðingar á Veðurstofunni tjáðu sig um málið í Kastljósinu í gærkvöldi. 8.8.2007 13:50
Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8.8.2007 13:43
Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október. 8.8.2007 13:36
Umhverfislýsing um íslenskar fiskveiðar undirrituð Umhverfislýsingu um íslenskar fiskveiðar er ætlað að mæta kröfum erlendra kaupenda um gæðavottun íslenskra fiskafurða. Íslendingar velja að fara þessa leið í stað þess að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um gæðavottun, sem íslenskur sjávarútvegur telur ekki fullnægjandi. 8.8.2007 13:32
Google auglýsir í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson Svo virðist sem Google leitarvélin sé farin að auglýsa Prins Póló í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf. Neðarlega á forsíðu danska blaðsins BT má sjá nafn fyrirtækisins. Þegar smellt er á það kemur upp auglýsing frá Ásbirni Ólafssyni sem hægt er að lesa bæði á Íslensku og ensku. Þar eru ýmsar vörur sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Svosem Knorr, Sonax og auðvitað Prinsinn. 8.8.2007 13:15
Lögregluaðstoð veitt í 40 prósentum tilfella Lögregluaðstoð var veitt í rúmum fjörutíu prósenta tilfella þegar hringt var til Neyðarlínunnar í júní mánuði. Um tuttugu prósent símtalanna var ekki hægt að greina þar sem fólk hringdi óvart úr farsímum, eða sleit sjálft símtalinu. 8.8.2007 12:59
Hnúfubakur leikur listir sínar á Faxaflóa Hnúfubakur eða hnúfubakar hafa leikið listir sínar fyrir gesti í hvalaskoðunarskipum Hvalaskoðunar Reykjavíkur undanfarna daga. Þetta er í þriðja sinn á innan við viku sem hnúfubakur hefur komið stökkvandi upp úr sjónum skammt frá hvalaskoðunarbát úti á Faxaflóa en það er afar fágætt að sögn Evu Maríu Þórarinsdóttur, markaðsstjóra Hvalaskoðunar Reykjavíkur. 8.8.2007 12:45
Þrýsti á vitlausan hnapp Einn rofi, sem var óvart þrýst á, olli rafmagnsleysinu í gær þegar ríflega helmingi af rafmagni landsins sló út í einu vetfangi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri kerfisstjórnar hjá Landsneti, staðfesti það í morgun að mistökin hefðu orðið hjá starfsmönnum. 8.8.2007 12:16
Þrjátíu láta lífið í Bagdad Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í loftárás bandarískra herþyrla á hverfi Sjíta múslima í Bagdad í morgun. Árásin hefur vakið mikla reiði meðal Sjíta múslima sem segja hina látnu hafa verið óbreytta borgara. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast einungis hafa skotið á herskáa múslima. 8.8.2007 12:12
Búfénaði slátrað á þriðja búinu Ákveðið hefur verið að slátra búfénaði á þriðja nautgripabúinu í Surrey í Englandi þar sem grunur leikur á að gin- og klaufaveiki hafi borist þangað. Verið er að rannsaka hvort veiran hafi borist á býlin af mannavöldum. 8.8.2007 12:05
Hinsegin dagar hefjast á morgun Páll Óskar muni syngja nokkur lög úr söngbók söng- og leikkonunnar Judy Garland, en upphaf hinsegin hátíða megi rekja til uppþota sem urðu við Stonewall barinn í New York á útfarardegi hennar 27. júní 1967. 8.8.2007 11:57
Lýst eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás sem átti sér stað upp úr klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ. 8.8.2007 11:51
Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvél Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvélinni sem hlekktist á í flugtaki í Nýjadal á Sprengisandsleið á sunnudag. Fjórir erlendir menn voru í vélinni, sem er tíu sæta Cessna-vél skráð í Bandaríkjunum, og meiddust þeir ekki alvarlega í slysinu. 8.8.2007 11:42
Minnismerki um fórnarlömb Stalíns Um þrettán metra hár trékross var vígður í bænum Butovo rétt fyrir utan Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til minningar um fórnarlömb hreinsana Stalíns. Krossinn var reistur á svæði sem áður var notað sem aftökustaður en þar voru um 20 þúsund manns teknir af lífi. 8.8.2007 11:41
Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna. 8.8.2007 11:35
Ríkissaksóknari áfrýjar dómi í kókaínmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir innflutning á fjórum kílóum af kókaíni í lok síðasta árs. Mennirnir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júlí síðastliðinn. 8.8.2007 11:26
Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. 8.8.2007 10:50
Verkfalli þýskra lestarstjóra frestað Verkfalli þýskra lestarstjóra sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þýskur dómstóll úrskurðaði í morgun að verkfallið væri ólöglegt. 8.8.2007 10:42
Tourette-einkenni hurfu eftir náttúrulækningar Þegar sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með Tourette heilkenni, leist henni illa á þá hugmynd að setja son sinn á lyf. Hún taldi að strákurinn myndi fitna í kjölfarið og finna fyrir þunglyndiseinkennum. Heiða setti sig því í samband við homopata og ákvað að beita aðferðum náttúrulækninga við að fást við vandann. 8.8.2007 10:26
Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." 8.8.2007 10:19
Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin. 8.8.2007 09:46
Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. 8.8.2007 09:35
Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita. 8.8.2007 08:30
Björgunaðgerðum í Utah frestað Björgunarsveitarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að bjarga sex námaverkamönnum sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Fresta þurfti björgunaraðgerðum í morgun vegna jarðskjálfta á svæðinu. 8.8.2007 08:21
Rússar hvattir til að láta af ásökunum Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Rússa til þess að láta af ásökunum sínum í garð Georgíumanna í kjölfar þess að flugskeyti var skotið á smábæ í Georgíu síðastliðinn mánudag. Georgíumenn hafa fullyrt að flugskeytinu hafi verið skotið úr rússneskri herþotu en Rússar hafa sakað Georgíumenn um að hafa sjálfir skotið flugskeytinu í því augnamiði að valda spennu á milli ríkjanna. 7.8.2007 23:15
Kveikt í á Klambratúni Kveikt var í afklippum af trjám á Klambratúni nú fyrr í kvöld. Að sögn vakstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða haug af trjágreinum sem borgarstarfsmenn höfðu safnað saman af svæðinu. 7.8.2007 22:51
Fjölskylda frá Monakó slapp ómeidd úr bílveltu Mildi þykir að ekki fór verr þegar jeppabifreið frá bílaleigu valt á Landsvegi síðdegis í dag. Fimm manna fjölskylda frá Mónakó var um borð í bílnum, hjón með þrjá unglinga og sluppu þau öll með minniháttar skrámur. Jeppinn er hins vegar mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. 7.8.2007 22:29
Erill hjá Landsbjörgu um helgina Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í átta verkefni um verslunarmannahelgina og voru mörg hundruð liðsmanna sveitanna að störfum. Í fjögur skipti var um að ræða leit að einstaklingum og í þrjú skipti þurftu björgunarsveitamenn að koma slösuðum til hjálpar. 7.8.2007 22:02
32 barna faðir látinn laus Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur. 7.8.2007 21:46
Forvarnir virka Svo virðist sem öflugt forvarnastarf karlahóps femínistafélagsins sé að skila sér um verslunarmannahelgar því engar nauðganir voru tilkynntar til neyðarmóttöku þetta árið. 7.8.2007 21:12
Stolin Picasso málverk komin í leitirnar Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar síðastliðinn. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. 7.8.2007 21:04
Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn. 7.8.2007 20:26
Iðnaðarráðherra vill breyta lögum um FIT-kostnað Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða lög fjármálastofnana um innheimtu svokallaðs FIT-kosnaðar rækilega. Bankar innheimta FIT-kostnað þegar fólk fer yfir á reikningum. Björgvin telur núverandi lög byggð á veikum grunni og því sé nauðsynlegt að breyta þeim. 7.8.2007 20:06
Ekki hafa allir sem vilja fengið bílastæðaskífur Eigendur vistvænna bíla hafa margir hverjir lent í vandræðum með að fá bílastæðaskífur sem veita þeim rétt til að leggja ókeypis í Reykjavík. Aðeins voru útbúnar tvö hundruð skífur en alls eru fjórtán hundruð vistvænir bílar á götum landsins. 7.8.2007 19:34
Feðgar báru sjálfir út póst úr týndri pósttösku Feðgar í Reykjavík báru sjálfir út póst í hverfinu sínu, eftir að hafa beðið í tvo daga eftir því að Íslandspóstur næði í pósttösku sem lá á glámbekk í götunni. Íslandspóstur segir að bréfberum sé heimilt að skilja pósttöskur eftir á svokölluðum „öruggum svæðum“, en atvikið sýni að endurskoða þurfi þær reglur. 7.8.2007 19:11
Maður ósáttur við að Neyðarlínan brást ekki við símtali hans Maður sem hringdi á Neyðarlínuna þegar ókunnugur maður gekk inní svefnherbergi hans um miðja nótt, gagnrýnir að Neyðarlínan hafi ekki komið honum til hjálpar. Maðurinn hringdi tvisvar í Neyðarlínuna, en þagði til að fæla ekki hinn óboðna gest. Samkvæmt verklagsreglum Neyðarlínunnar greina neyðarverðir slík símtöl, til að meta hvort raunveruleg þörf sé á aðstoð. 7.8.2007 19:06
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lét lífið í umferðarslysi á Laugarvatnsvegi í gær hét Eiríkur Óli Gylfason. Hann var búsettur í Skriðuseli 4 í Reykjavík. Eiríkur Óli var fæddur árið 1981 og lætur eftir sig unnustu og barn. 7.8.2007 19:04
Umhverfisráðherra vill skerpa á eftirlitshlutverki sveitarstjórna varðandi smávirkjanir Umhverfisráðherra segir að skerpa þurfi á eftirlitshlutverki sveitarstjórna og möguleika þeirra á að grípa inn þegar framkvæmdaaðilar smærri virkjana fylgi ekki framkvæmdaáætlunum. Skipaður hefur verið starfshópur til að endurskoða hvernig leyfisveitingum og eftirliti er háttað vegna slíkra framkvæmda. 7.8.2007 19:01
Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. 7.8.2007 19:00