Innlent

Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvél

Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvélinni sem hlekktist á í flugtaki í Nýjadal á Sprengisandsleið á sunnudag. Fjórir erlendir menn voru í vélinni, sem er tíu sæta Cessna-vél skráð í Bandaríkjunum, og meiddust þeir ekki alvarlega í slysinu.

Þorkell Ágústsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa, var í Nýjadal í gær og í samtali við fréttastofu í morgun sagði hann að orsök slyssins lægi ekki fyrir. Rannsóknarnefndin hyggst kalla mennina úr vélinni á sinn fund síðar í vikunni til formlegs viðtals.

Athygli vakti að búið var að úða yfir merkingar vélarinnar þegar komið var á vettvang en að sögn Þorkels er ekki óalgengt að slíkt sé gert. Eftir því sem fréttastofa kemst næst gera menn þetta vegna þess að þeir eru viðkvæmir fyrir því að merkingarnar sjáist í fréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×