Innlent

Feðgar báru sjálfir út póst úr týndri pósttösku

Sighvatur Jónsson skrifar

Feðgar í Reykjavík báru sjálfir út póst í hverfinu sínu, eftir að hafa beðið í tvo daga eftir því að Íslandspóstur næði í pósttösku sem lá á glámbekk í götunni. Íslandspóstur segir að bréfberum sé heimilt að skilja pósttöskur eftir á svokölluðum „öruggum svæðum", en atvikið sýni að endurskoða þurfi þær reglur.

Pósttaskan lá við ljósastaur í Stangarholti. Finnendur töskunnar létu Íslandspóst vita af töskunni á fimmtudag. Eftir að hún hafði ekki verið sótt hringdu þau aftur á föstudaginn, en pósttaskan var fyrst sótt í dag.

Bréfberum Íslandspóst er heimilt að geyma töskur á öruggum stöðum, og er þá ætlast til þess að töskurnar séu annaðhvort innandyra eða í umsjá einhvers. Yfirmaður dreifingarmála hjá Íslandspósti segir þetta mál sýna að endurskoða þurfi reglurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×