Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. 7.8.2007 18:45 Fréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá vegna bilunnar Sökum tækniörðugleika eru fréttir Stöðvar 2 nú sendar út í lokaðri dagskrá. Verið er að vinna í því að laga bilunina og eru áhorfendur beðnir velvirðingar á óþægindunum. 7.8.2007 18:40 Rafmagnslaust á stórum hluta landsins í dag Rafmangslaust varð á stórum hluta Íslands í dag þegar mistök starfsmanns og mikið álag á landsnetinu urðu til þess að byggðarlínu Landsnets sló út. Ólíklegt þykir að Landsnet sé skaðabótaskylt vegna tjóns sem viðskiptavinir þess hafi orðið fyrir í rafmagnsleysinu sem varði í allt að eina og hálfa klukkustund. 7.8.2007 18:30 37 umferðaróhöpp og 15 afstungur 37 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tvö óhappana má rekja til ölvunaraksturs en athygli vekur að í 15 tilfellum af þessum 37 reyndu ökumenn að stinga af eftir óhappið og segir lögregla það óvenju hátt hlutfall. 7.8.2007 17:38 Tvöhundruð bílastæðaskífur komnar í umferð Fyrsta sendingin af bílastæðaskífum sem ökumenn á visthæfum bifreiðum í Reykjavík geta notað til að leggja frítt. „Tvö hundruð skífur voru gerðar og þeim dreift á bílaumboðin, “ segir Pálmi F. Randversson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Um 800 visthæfar bifreiðar eru á götum borgarinnar, enn sem komið er. 7.8.2007 17:32 Heitavatnslaust í Staðarhverfinu Heitavatnslögn er liggur í Staðahverfið í Grafarvogi fór í sundur um kl. 15:30 í dag - þriðjudag. Unnið er að viðgerð og vonast er til að heitt vatn verði komið á um kl. 21 í kvöld. 7.8.2007 16:59 Stöðvaður tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur Tólf ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi en hinir tíu víðsvegar í Reykjavík. Annar ökumannanna sem var tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi var stöðvaður fyrir þetta brot tvisvar sinnum á innan við sólarhring. 7.8.2007 16:46 Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. 7.8.2007 16:45 Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. 7.8.2007 16:13 Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. 7.8.2007 16:06 Rafmagn allsstaðar komið á Rafmagn er nú komið á allstaðar á landinu, bæði hjá almenningi og stóriðjufyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Álverin hafa fengið heimild fyrir fullri notkun rafmagns. 7.8.2007 16:01 Kynferðisbrotadeild rannsakar mál 5 ára gamallar stúlku Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimm ára gamallar stúlku sem hefur sakað fullorðin karlmann um að hafa áreitt sig kynferðislega í Laugarneshverfinu þann 30. júní síðastliðinn. Skýrsla hefur verið tekin af barninu og meintum geranda og búist er við að málið verði sent ríkissaksóknara fyrir vikulok. Foreldrar í hverfinu hafa verið varaðir við manninum. 7.8.2007 15:14 Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. 7.8.2007 14:25 Hálslón að fyllast Ekki er búist að Hálslón verði fullt fyrr enn skömmu áður en raforkuframleiðsla á að hefjast í október. Aðeins vantar rúma tíu metra upp á að lónið verði fullt en forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar hyggjast stýra streyminu síðustu metrana vegna frágangsvinnu sem eftir er á yfirfalli Kárahnjúkastíflu. 7.8.2007 13:47 Stebba snitsel stungið í steininn Stefán býr í Berlín. Hann er 160 kíló að þyngd og þarf því matinn sinn og vel af honum. Stefán heldur sérstaklega upp á vínarsnitsel og pantar það oft á veitingastöðum sem hann sækir. Með matnum drekkur hann býsnin öll af bjór. Þetta væri svosem ekki fréttnæmt nema vegna þess að Stefáni láist jafnan að borga fyrir matinn. 7.8.2007 13:14 Mun færri fíkniefnamál á útihátíðum en í fyrra Fíkniefnamál um nýliðna verslunarmannahelgi virðast hafa verið einungis fjórðungur af þeim fjölda mála sem komu upp í fyrra. Lögregla telur að þetta megi meðal annars þakka öflugu eftirliti fyrir og um helgina. 7.8.2007 13:07 Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. 7.8.2007 12:15 Virkari samkeppni en áður á olíumarkaði Olíufélögin skiluðu öll lakari afkomu í ár en síðasta ár sem skýrist af harðri samkeppni að sögn Albert Þórs Magnússonar, framkvæmdarstjóra Atlantsolíu. Eldsneytisverð hækkaði um allt að þrjár krónur um helgina og kostar bensínlítrinn nú að jafnaði um 125 krónur hjá stóru olíufélgögunum þremur. 7.8.2007 12:03 Ráðinn menningarfulltrúi Norðurlands vestra Á fundi Menningarráðs Norðurlands vestra þann 1. ágúst síðastliðinn var Ingibergur Guðmundsson ráðinn í starf menningarfulltrúa Norðurlands vestra. Ellefu sóttu um stöðuna. 7.8.2007 12:01 Búist við miklum töfum vegna verkfalls þýskra járnbrautarstarfsmanna Gert er ráð fyrir miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi þegar boðað verkfall járnbrautarstarfsmanna þar í landi hefst á fimmtudaginn. Verkfallið verður eitt það víðtækasta í Þýskalandi í yfir 15 ár. Gefnar hafa verið út viðvaranir til ferðamanna og þeim gert að búast við miklum töfum og óþægindum. 7.8.2007 11:49 Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. 7.8.2007 11:43 Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta að ljúka Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta lýkur á miðnætti. Fjörutíu og tvö þúsund skátar frá 158 þjóðum tóku þátt í mótinu sem hefur staðið yfir í tólf daga. Kjörorð mótsins er „Einn heimur, eitt heit“ og eru skilaboð skáta til heimsbyggðarinnar þau að allir geti lagt sitt af mörkum til að skilja við þennan heim örlítið betri en þegar tekið er við honum. 7.8.2007 11:31 OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. 7.8.2007 11:03 Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. 7.8.2007 10:47 Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. 7.8.2007 10:28 Þrír bandarískir hermenn láta lífið í Írak Þrír bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk við bifreið þeirra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Alls hafa 21 bandarískur hermaður látið lífið í Írak það sem af er þessum mánuði. 7.8.2007 10:19 Þrjú alvarleg bílslys í umdæmi Selfosslögreglu Þrjú alvarleg bílslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í gær varð banaslys á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði. Á sunnudag varð bílvelta við Hvítárholt, nálægt Flúðum og á laugardagsmorgun velti bíll nærri Ingólfsfjalli, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 7.8.2007 10:15 Átta milljón ára gamall skógur í Ungverjalandi 7.8.2007 10:09 Vilja að Bandaríkjamenn sleppi fimm föngum úr Guantanamo Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að biðja Bandaríkjamenn um að sleppa fimm föngum úr Guantanamo fangelsinu en mennirnir voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir. Beiðnin er til marks um skýra stefnubreytingu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. 7.8.2007 09:47 Rannsaka blóðdropa tengda hvarfi Madeleine Breska lögreglan athugar nú hvort að blóðdropar sem fundust á hótelherbergi foreldra Madeleine í Portúgal tengist hvarfi dóttur þeirra. Það voru sérstakir leitarhundar sem fundu blóðdropana í síðustu viku en sérfræðingar á vegum portúgölsku lögreglunnar höfði áður ekki komið auga á dropana við hefðbundna leit. 7.8.2007 09:26 Gistinóttum fjölgar Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 16% miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru 153.900 í júní síðastliðnum en voru 132.800 í sama mánuði árið 2006. 7.8.2007 09:18 Á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli Lögreglan í Borgarnesi hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt í eftirliti sínu á vegum í umdæmi hennar. Þannig var ungur ökumaður tekinn á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um tíuleytið í gærkvöld en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. 7.8.2007 08:41 Kínverjar handtaka vestræna mótmælendur Kínversk stjórnvöld handtóku í morgun sex vestræna aðgerðarsinna fyrir að mótmæla mannréttindarbrotum þar í landi. Aðgerðarsinnnarnir hengdu borða á Kínamúrinn þar sem slagorð komandi Ólympíuleika var notað til að mótmæla mannréttindarbrotum og hersetu Kínverja í Tíbet. 7.8.2007 08:33 Katja Gniesmer er fundin Katja Gniesmer, konan sem auglýst var eftir fyrr í kvöld, er fundin. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í gærmorgun en hún fannst eftir að lögreglan í Snæfellsbæ auglýsti eftir henni í kvöld. 6.8.2007 21:00 Stöðvaður á 169 kílómetra hraða Ungur ökumaður var stöðvaður á 169 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, nálægt Keldum, um áttaleytið í kvöld. Á þessum slóðum er 80 kílómetra hámarkshraði. Að sögn lögreglu var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Sektarheimildir lögreglu ná ekki yfir svo mikinn hraða og því þarf maðurinn að mæta fyrir dómara. 6.8.2007 20:55 Viðræður Omerts og Abbas hafa gengið vel Viðræður milli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum í dag hafa gengið vel að þeirra sögn. Þeir hittust í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun og hafa fundað í dag. 6.8.2007 20:35 Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6.8.2007 19:27 Bílvelta á Skaftártunguvegi Bílvelta varð á Skaftártunguvegi um kl. 16 í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru erlendir ferðamenn á ferð í í bílaleigubil þegar sprakk á dekki. Fólkið hugðist hægja á bílnum og leggja honum í vegkantinum. Talið er að vegkanturinn hafi gefið sig með þeim afleiðingum að bíllinn valt. 6.8.2007 19:24 Hátt í sex þúsund manns á ein með öllu Talið er að hátt í sex þúsund manns hafi verið á hátíðinni ein með öllu á Akureyri um helgina sem er helmingi færra en vant er. Hátíðarhaldarar eru ósáttir við ákvörðun bæjarins um að meina fólki á aldrinum þrettán til átján ára aðgengi að tjaldsvæðum bæjarins. 6.8.2007 19:13 Hátt í 11 þúsund manns í Herjólfsdal Hátíðarhöld hafa víðast hvar á landinu farið vel fram. Hátt í ellefu þúsund manns voru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. 6.8.2007 19:06 Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan á Snæfellsnesi lýsir eftir Katju Gniesmer. Katja er fædd árið 1973, hún er um 176 cm á hæð, grannvaxin og með snoðklippt hár. Hún var klædd rauðri flíspeysu og svörtum joggingbuxum þegar hún fór frá heimilinu. 6.8.2007 19:01 Illa brotinn í andliti eftir líkamsárás Maður liggur illa brotinn í andliti á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ í fyrrnótt. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mannsins gekkst hann undir sex klukkustunda aðgerð í dag. 6.8.2007 18:46 Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. 6.8.2007 18:45 Var veitt eftirför skömmu áður en hann ók út af Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum skammt frá Laugarvatni í morgun. Lögreglan hafði skömmu áður reynt að stöðva för bílsins en misst sjónar af honum. 6.8.2007 18:44 Námumanna leitað eftir slys í kolanámu Björgunarsveitir leitar að sem festust í göngum í kolanámu í vesturhluta Utah, að sögn yfirvalda þar. Talið er að atvikið hafi orðið eftir að jarðskjálfti upp á 4.0 á richter varð á nálægum slóðum. 6.8.2007 18:28 Sjá næstu 50 fréttir
Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. 7.8.2007 18:45
Fréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá vegna bilunnar Sökum tækniörðugleika eru fréttir Stöðvar 2 nú sendar út í lokaðri dagskrá. Verið er að vinna í því að laga bilunina og eru áhorfendur beðnir velvirðingar á óþægindunum. 7.8.2007 18:40
Rafmagnslaust á stórum hluta landsins í dag Rafmangslaust varð á stórum hluta Íslands í dag þegar mistök starfsmanns og mikið álag á landsnetinu urðu til þess að byggðarlínu Landsnets sló út. Ólíklegt þykir að Landsnet sé skaðabótaskylt vegna tjóns sem viðskiptavinir þess hafi orðið fyrir í rafmagnsleysinu sem varði í allt að eina og hálfa klukkustund. 7.8.2007 18:30
37 umferðaróhöpp og 15 afstungur 37 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tvö óhappana má rekja til ölvunaraksturs en athygli vekur að í 15 tilfellum af þessum 37 reyndu ökumenn að stinga af eftir óhappið og segir lögregla það óvenju hátt hlutfall. 7.8.2007 17:38
Tvöhundruð bílastæðaskífur komnar í umferð Fyrsta sendingin af bílastæðaskífum sem ökumenn á visthæfum bifreiðum í Reykjavík geta notað til að leggja frítt. „Tvö hundruð skífur voru gerðar og þeim dreift á bílaumboðin, “ segir Pálmi F. Randversson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Um 800 visthæfar bifreiðar eru á götum borgarinnar, enn sem komið er. 7.8.2007 17:32
Heitavatnslaust í Staðarhverfinu Heitavatnslögn er liggur í Staðahverfið í Grafarvogi fór í sundur um kl. 15:30 í dag - þriðjudag. Unnið er að viðgerð og vonast er til að heitt vatn verði komið á um kl. 21 í kvöld. 7.8.2007 16:59
Stöðvaður tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur Tólf ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi en hinir tíu víðsvegar í Reykjavík. Annar ökumannanna sem var tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi var stöðvaður fyrir þetta brot tvisvar sinnum á innan við sólarhring. 7.8.2007 16:46
Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. 7.8.2007 16:45
Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. 7.8.2007 16:13
Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. 7.8.2007 16:06
Rafmagn allsstaðar komið á Rafmagn er nú komið á allstaðar á landinu, bæði hjá almenningi og stóriðjufyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Álverin hafa fengið heimild fyrir fullri notkun rafmagns. 7.8.2007 16:01
Kynferðisbrotadeild rannsakar mál 5 ára gamallar stúlku Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimm ára gamallar stúlku sem hefur sakað fullorðin karlmann um að hafa áreitt sig kynferðislega í Laugarneshverfinu þann 30. júní síðastliðinn. Skýrsla hefur verið tekin af barninu og meintum geranda og búist er við að málið verði sent ríkissaksóknara fyrir vikulok. Foreldrar í hverfinu hafa verið varaðir við manninum. 7.8.2007 15:14
Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. 7.8.2007 14:25
Hálslón að fyllast Ekki er búist að Hálslón verði fullt fyrr enn skömmu áður en raforkuframleiðsla á að hefjast í október. Aðeins vantar rúma tíu metra upp á að lónið verði fullt en forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar hyggjast stýra streyminu síðustu metrana vegna frágangsvinnu sem eftir er á yfirfalli Kárahnjúkastíflu. 7.8.2007 13:47
Stebba snitsel stungið í steininn Stefán býr í Berlín. Hann er 160 kíló að þyngd og þarf því matinn sinn og vel af honum. Stefán heldur sérstaklega upp á vínarsnitsel og pantar það oft á veitingastöðum sem hann sækir. Með matnum drekkur hann býsnin öll af bjór. Þetta væri svosem ekki fréttnæmt nema vegna þess að Stefáni láist jafnan að borga fyrir matinn. 7.8.2007 13:14
Mun færri fíkniefnamál á útihátíðum en í fyrra Fíkniefnamál um nýliðna verslunarmannahelgi virðast hafa verið einungis fjórðungur af þeim fjölda mála sem komu upp í fyrra. Lögregla telur að þetta megi meðal annars þakka öflugu eftirliti fyrir og um helgina. 7.8.2007 13:07
Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. 7.8.2007 12:15
Virkari samkeppni en áður á olíumarkaði Olíufélögin skiluðu öll lakari afkomu í ár en síðasta ár sem skýrist af harðri samkeppni að sögn Albert Þórs Magnússonar, framkvæmdarstjóra Atlantsolíu. Eldsneytisverð hækkaði um allt að þrjár krónur um helgina og kostar bensínlítrinn nú að jafnaði um 125 krónur hjá stóru olíufélgögunum þremur. 7.8.2007 12:03
Ráðinn menningarfulltrúi Norðurlands vestra Á fundi Menningarráðs Norðurlands vestra þann 1. ágúst síðastliðinn var Ingibergur Guðmundsson ráðinn í starf menningarfulltrúa Norðurlands vestra. Ellefu sóttu um stöðuna. 7.8.2007 12:01
Búist við miklum töfum vegna verkfalls þýskra járnbrautarstarfsmanna Gert er ráð fyrir miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi þegar boðað verkfall járnbrautarstarfsmanna þar í landi hefst á fimmtudaginn. Verkfallið verður eitt það víðtækasta í Þýskalandi í yfir 15 ár. Gefnar hafa verið út viðvaranir til ferðamanna og þeim gert að búast við miklum töfum og óþægindum. 7.8.2007 11:49
Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. 7.8.2007 11:43
Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta að ljúka Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta lýkur á miðnætti. Fjörutíu og tvö þúsund skátar frá 158 þjóðum tóku þátt í mótinu sem hefur staðið yfir í tólf daga. Kjörorð mótsins er „Einn heimur, eitt heit“ og eru skilaboð skáta til heimsbyggðarinnar þau að allir geti lagt sitt af mörkum til að skilja við þennan heim örlítið betri en þegar tekið er við honum. 7.8.2007 11:31
OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. 7.8.2007 11:03
Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. 7.8.2007 10:47
Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. 7.8.2007 10:28
Þrír bandarískir hermenn láta lífið í Írak Þrír bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk við bifreið þeirra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Alls hafa 21 bandarískur hermaður látið lífið í Írak það sem af er þessum mánuði. 7.8.2007 10:19
Þrjú alvarleg bílslys í umdæmi Selfosslögreglu Þrjú alvarleg bílslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í gær varð banaslys á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði. Á sunnudag varð bílvelta við Hvítárholt, nálægt Flúðum og á laugardagsmorgun velti bíll nærri Ingólfsfjalli, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 7.8.2007 10:15
Vilja að Bandaríkjamenn sleppi fimm föngum úr Guantanamo Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að biðja Bandaríkjamenn um að sleppa fimm föngum úr Guantanamo fangelsinu en mennirnir voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir. Beiðnin er til marks um skýra stefnubreytingu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. 7.8.2007 09:47
Rannsaka blóðdropa tengda hvarfi Madeleine Breska lögreglan athugar nú hvort að blóðdropar sem fundust á hótelherbergi foreldra Madeleine í Portúgal tengist hvarfi dóttur þeirra. Það voru sérstakir leitarhundar sem fundu blóðdropana í síðustu viku en sérfræðingar á vegum portúgölsku lögreglunnar höfði áður ekki komið auga á dropana við hefðbundna leit. 7.8.2007 09:26
Gistinóttum fjölgar Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 16% miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru 153.900 í júní síðastliðnum en voru 132.800 í sama mánuði árið 2006. 7.8.2007 09:18
Á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli Lögreglan í Borgarnesi hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt í eftirliti sínu á vegum í umdæmi hennar. Þannig var ungur ökumaður tekinn á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um tíuleytið í gærkvöld en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. 7.8.2007 08:41
Kínverjar handtaka vestræna mótmælendur Kínversk stjórnvöld handtóku í morgun sex vestræna aðgerðarsinna fyrir að mótmæla mannréttindarbrotum þar í landi. Aðgerðarsinnnarnir hengdu borða á Kínamúrinn þar sem slagorð komandi Ólympíuleika var notað til að mótmæla mannréttindarbrotum og hersetu Kínverja í Tíbet. 7.8.2007 08:33
Katja Gniesmer er fundin Katja Gniesmer, konan sem auglýst var eftir fyrr í kvöld, er fundin. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í gærmorgun en hún fannst eftir að lögreglan í Snæfellsbæ auglýsti eftir henni í kvöld. 6.8.2007 21:00
Stöðvaður á 169 kílómetra hraða Ungur ökumaður var stöðvaður á 169 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, nálægt Keldum, um áttaleytið í kvöld. Á þessum slóðum er 80 kílómetra hámarkshraði. Að sögn lögreglu var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Sektarheimildir lögreglu ná ekki yfir svo mikinn hraða og því þarf maðurinn að mæta fyrir dómara. 6.8.2007 20:55
Viðræður Omerts og Abbas hafa gengið vel Viðræður milli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum í dag hafa gengið vel að þeirra sögn. Þeir hittust í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun og hafa fundað í dag. 6.8.2007 20:35
Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6.8.2007 19:27
Bílvelta á Skaftártunguvegi Bílvelta varð á Skaftártunguvegi um kl. 16 í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru erlendir ferðamenn á ferð í í bílaleigubil þegar sprakk á dekki. Fólkið hugðist hægja á bílnum og leggja honum í vegkantinum. Talið er að vegkanturinn hafi gefið sig með þeim afleiðingum að bíllinn valt. 6.8.2007 19:24
Hátt í sex þúsund manns á ein með öllu Talið er að hátt í sex þúsund manns hafi verið á hátíðinni ein með öllu á Akureyri um helgina sem er helmingi færra en vant er. Hátíðarhaldarar eru ósáttir við ákvörðun bæjarins um að meina fólki á aldrinum þrettán til átján ára aðgengi að tjaldsvæðum bæjarins. 6.8.2007 19:13
Hátt í 11 þúsund manns í Herjólfsdal Hátíðarhöld hafa víðast hvar á landinu farið vel fram. Hátt í ellefu þúsund manns voru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. 6.8.2007 19:06
Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan á Snæfellsnesi lýsir eftir Katju Gniesmer. Katja er fædd árið 1973, hún er um 176 cm á hæð, grannvaxin og með snoðklippt hár. Hún var klædd rauðri flíspeysu og svörtum joggingbuxum þegar hún fór frá heimilinu. 6.8.2007 19:01
Illa brotinn í andliti eftir líkamsárás Maður liggur illa brotinn í andliti á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ í fyrrnótt. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mannsins gekkst hann undir sex klukkustunda aðgerð í dag. 6.8.2007 18:46
Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. 6.8.2007 18:45
Var veitt eftirför skömmu áður en hann ók út af Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum skammt frá Laugarvatni í morgun. Lögreglan hafði skömmu áður reynt að stöðva för bílsins en misst sjónar af honum. 6.8.2007 18:44
Námumanna leitað eftir slys í kolanámu Björgunarsveitir leitar að sem festust í göngum í kolanámu í vesturhluta Utah, að sögn yfirvalda þar. Talið er að atvikið hafi orðið eftir að jarðskjálfti upp á 4.0 á richter varð á nálægum slóðum. 6.8.2007 18:28