Innlent

Maður ósáttur við að Neyðarlínan brást ekki við símtali hans

Sighvatur Jónsson skrifar

Maður sem hringdi á Neyðarlínuna þegar ókunnugur maður gekk inní svefnherbergi hans um miðja nótt, gagnrýnir að Neyðarlínan hafi ekki komið honum til hjálpar. Maðurinn hringdi tvisvar í Neyðarlínuna, en þagði til að fæla ekki hinn óboðna gest. Samkvæmt verklagsreglum Neyðarlínunnar greina neyðarverðir slík símtöl, til að meta hvort raunveruleg þörf sé á aðstoð.

Ókunnugur maður komst alla leið inní svefnherbergi til Þorsteins Ásgeirssonar um helgina. Þorsteinn óttaðist að styggja óboðna gestinn, og lét því lítið á því bera þegar hann hringdi í Neyðarlínuna.

Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að neyðarverðir séu sérþjálfaðir í því að greina símtöl, út frá því sem viðmælandi segir eða því sem heyrist í umhverfi viðkomandi.

Á Íslandi eru um 20 prósent símtala flokkuð sem slitin af þeim sem hringir inn, eða að hringt hafi verið óvart úr GSM síma. Í Bandaríkjunum er lögregla alltaf send af stað, þegar hringt er í Neyðarlínuna þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×