Innlent

Kveikt í á Klambratúni

MYND/Anton Brink
Kveikt var í afklippum af trjám á Klambratúni nú fyrr í kvöld. Að sögn vakstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða haug af trjágreinum sem borgarstarfsmenn höfðu safnað saman af svæðinu. Einhverjum óprúttnum aðila hefur dottið í hug að bera eld að haugnum sem logaði í þegar slökkvilið bar að garði, en vel gekk að slökkva eldinn.

 

 

Þá var kveikt í blaðagámi í Hafnarfirði í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×