Innlent

Þrýsti á vitlausan hnapp

Einn rofi, sem var óvart þrýst á, olli rafmagnsleysinu í gær þegar ríflega helmingi af rafmagni landsins sló út í einu vetfangi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri kerfisstjórnar hjá Landsneti, staðfesti það í morgun að mistökin hefðu orðið hjá starfsmönnum.

Enginn grunur er um skemmdarverk. Mistökin urðu þegar starfsmaður setti inn jarðbundinn rofa. Guðmundur segir ekkert hægt að fullyrða um það hvort rafmagnsleysið hefði orðið svo umfangsmikið ef Kárahnjúkavirkjun hefði verið komin í gagnið. Þó væri ljóst að álverið á Reyðarfirði hefði þá ekki orðið rafmagnslaust. Álagið vegna álversins væri þó ekki umfram getu kerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×