Innlent

Erill hjá Landsbjörgu um helgina

Björgunarsveitarbíll frá Landsbjörgu.
Björgunarsveitarbíll frá Landsbjörgu.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í átta verkefni um verslunarmannahelgina og voru mörg hundruð liðsmanna sveitanna að störfum. Í fjögur skipti var um að ræða leit að einstaklingum og í þrjú skipti þurftu björgunarsveitamenn að koma slösuðum til hjálpar.

Þá hlekktist flugvél á í Nýjadal en þar var stödd björgunarbifreið frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í hálendisverkefni félagsinns og gat því brugðist hratt við, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Í tilkynningunni er ökumönnum einnig hrósað fyrir aksturinn um liðna helgi. „Það var áberandi hversu mikil tillitsemi var sýnd í umferðinni," segja Landsbjargarmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×