Fleiri fréttir

Konur í Grímsey byggja upp ferðaþjónustu

Ellefu konur í Grímsey hafa með uppbyggingu ferðaþjónustu aukið fjölbreytni í atvinnulífi eyjarinnar. Þær reka nú saman gistiheimili, kaffihús og gallerí.

Sagði af sér vegna faðmlags

Ráðherra ferðamála í Pakistan tilkynnti í dag um afsögn sína vegna faðmlags. Ráðherrann, Nilofar Bakhtiar, tók þátt í söfnun til handa fórnarlömbum jarðskjálftans sem skók landið fyrir tveimur árum síðan. Til þess að safna áheitum fór hún í fallhlífastökk.

Kambur þegar selt hluta aflaheimildanna

Eigandi Kambs á Flateyri er þegar búinn að selja stóran hlut aflaheimilda sinna út af Vestfjarðasvæðinu. Bæjarstjórinn á Ísafirði reynir nú að stuðla að því að nokkrir útgerðaraðilar á norðanverðum Vestfjörðum kaupi það sem eftir er af heimildunum.

Reynt að ná saman um stóru málin

Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eiga enn eftir að ná saman um tvo málaflokka en hlé var gert á stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna klukkan fjögur í dag. Ætla má að leiðtogunum reynist erfiðast að ná saman um stóriðjumál og Evrópumál og að jafnvel verði þeim erfitt að ná lendingu varðandi lándbúnaðinn.

Hlé á viðræðum um myndun stjórnar meðan ákveðnum málum er lent

Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar tilkynntu á tröppum Ráðherrabústaðarins nú síðdegis að þeir hefðu gert hlé á viðræðum um ríkisstjórnarmyndun. Ekki er ákveðið hvenær næsti fundur verður. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir hléð gert vegna þess að ákveðnum málum þurfi að lenda.

Norðanflug á loft í júní

Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, hefur hafið starfsemi. Fyrsta flugferðin verður farin 3. júní og áfangastaðurinn er Oostende í Belgíu.

Óeirðir vegna barneignastefnu í Kína

Til óeirða kom í Guangxi-héraði í Suðvestur-Kína um helgina þar sem íbúar í héraðinu mótmæltu þeirri stefnu stjórnvalda að heimila hjónum að eignast aðeins eitt barn.

Fluttur á slysadeild eftir aftanákeyrslu við Grímsbæ

Bústaðarvegur var lokaður á milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar um tíma í kringum fjögurleytið vegna aftanákeyrslu til móts við Grímsbæ. Ökumaður bílsins sem ekið var á á var fluttur á sjúkrahús þar sem hann kvartaði undan eymslum en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.

Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz

Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir.

Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa

Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó.

Viðræður í eðlilegum farvegi

Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segja viðræður flokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar í eðlilegum farvegi. Formennirnir voru brosmildir þegar þeir ræddu stuttlega við fréttamenn fyrir framan Ráðherrabústaðinn fyrir skemmstu. Hlé hefur verið gert á viðræðum þangað til á morgun.

Hluta Bústaðavegar lokað eftir árekstur við Grímsbæ

Búið er að loka Bústaðavegi á milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar vegna umferðarslyss sem þar varð fyrir stundu til móts við Grímsbæ. Litlar upplýsingar er að hafa að svo stöddu en bæði lögregla og sjúkrabílar hafa verið send á vettvang.

Fundað í ráðherrabústaðnum í dag

Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og varaformenn flokkanna, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson, hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því í hádeginu um nýjan stjórnarsáttmála.

Sól kaupir Emmessís af Auðhumlu

Sól mun kaupa Emmessís af Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, samkvæmt samkomulagi sem félögin hafa undirritað. Það er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.

Héraðsverk bauð lægst í Hófaskarðsleið

Héraðsverk á Egilsstöðum áttu lægsta boð í lagningu nýs þrjátíukílómetra langs vegar milli Öxarfjarðar og Þistilsfjarðar um svokallaða Hófaskarðsleið. Héraðsverk bauð 683 milljónir króna, sem var 69,5% af kostnaðaráætlun. Stefnt er að því umferð verði hleypt á veginn eftir tvö ár.

Þriggja ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína kynferðislega

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í tvígang haft samræði við greindarskerta dóttur sína. Manninum var einnig gert að greiða dóttur sinni 800 þúsund krónur í skaðabætur auk tæplega 600 þúsund króna í sakarkostnað. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn þessari sömu stúlku.

Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn

Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu. Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra.

17 hvalhræ fyrir framan Brandenborgarhliðið

Félagar úr Grænfriðungum lögðu 17 smáhvelis- og höfrungahræ fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín morgun. Þeir vilja hvetja ríki til að standast aukna pressu á að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni.

Hvetja Paul Watson til að hætta við áform sín

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa sent Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, formlega áskorun um að hætta við öll áform um að sigla skipi sínu til Íslands. Formaður samtakanna segir áform Sea Shepherd ekki þjóna hagsmunum hvalaskoðunarfyrirtækja hér á landi.

Putin vill leysa viðskiptadeilu við Pólland

Vladimir Putin forseti Rússlands bað ríkisstjórn sína í dag að taka upp viðræður við Evrópusambandið vegna deilu við Pólverja. Frá árinu 2005 settu Rússar innflutningsbann á kjöt frá Póllandi. Síðan hafa Pólverjar staðið í vegi fyrir því að ESB hefji viðræður við Rússa vegna málsins.

Lögregla á Bretlandi tekur smáþyrlu í gagnið

Lögreglan í Liverpool tekur á næstunni í gagnið nýtt tæki sem nýtast á í baráttuni við glæpamenn og óeirðaseggi. Um er að ræða litla fjarstýrða þyrlu með bæði eftirlitsmyndavél og nætursjónmyndavélum. Þyrlan er aðeins einn metri í þvermál, er hljóðlát og kemst í loftið á aðeins þremur mínútum.

Grímseyjarferjan komin í gang eftir vélarbilun

Grímseyjarferjan Sæfari hefur hafið áætlunarsliglingar á ný eftir bilun og er að leggjast að bryggju í Grímsey þessa stundina í fyrsta sinn í tæpar þrjár vikur. Siglingar hennar hafa legið niðri vegna vélarbilunar og hefur það valdið Grímseyingum margvíslegum vandræðum.

Bátur og kvóti seldur frá Kambi til Dalvíkur

Fullyrt er á vef Bæjarins besta á Ísafirði að búið sé að selja bátinn Friðfinn ásamt 100 tonna kvóta til Dalvíkur en hvort tveggja var áður í eigu Kambs á Flateyri.

Harmar óábyrgan fréttaflutning af Tónlist.is

Framkvæmdastjóri vefsíðunnar Tónlist.is vísar því á bug að ekki séu greidd stefgjöld vegna sölu á tónlist á vefsíðunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóranum. Hann boðar ennfremur breytt fyrirkomulag í tengslum við stjörnugöf á vefnum.

Kalt í kortunum

Útlit er fyrir köldu veðri næstu daga og fram yfir Hvítasunnuhelgi með slyddu á köflum. Snjór féll víða á landinu í morgun og Esjan var alhvít þegar borgarbúar risu úr rekkju. Ekki er óvenjulegt að snjór falli á þessum árstíma.

Fjórir látast í átökum á Gaza

Fjórir meðlimir öfgasinnaðra íslamista voru drepnir í loftskeytaárásum Ísraela á norðurhluta Gasa. Ísraelski herinn segist hafa beint árásunum að Jabalya flóttamannabúðunum. Árásin fylgir í kjölfar hótana Ísraelsmanna um að auka árásir á herskáa íslamista í Gaza, en þeir gáfu ekki frekari viðvörun.

Eldur frá gasgrilli læsti sig í verönd

Mikill eldur kom upp í gasgrilli sem stóð á verönd sumarbústaðar í Úthlíð á Suðurlandi um helgina. Verið var að grilla þegar eldurinn blossaði upp og telur lögregla á Selfossi hugsanlegt að þrýstijafnari við gaskútinn hafi gefið sig og gasið streymt óhindrað inn á grillið þannig að af varð mikið bál.

Þingmenn frekar óþægir í stórum meirihlutastjórnum

Einar K. Guðfinnsson telur að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum geti orðið öflug en hefur ekki hugmynd um hvort hann verði ráðherra í henni. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir líklegra að einstakir þingmenn verði óþekkir í stjórn með stóran meirihluta en í stjórn með lítinn meirihluta.

Níu hópnauðganir tilkynntar til Stígamóta í fyrra

Níu hópnauðganir voru tilkynntar til Stígamóta í fyrra og fimmtán konur sem þangað leituðu töldu sig hafa verið beittar einhvers konar lyfjanauðgun. Þetta eru umtalsvert fleiri tilvik en síðustu ár. Þá hefur einnig færst í aukana að konur leiti hjálpar vegna mála sem tengjast klámi og vændi.

James Webb leysir Hubble af hólmi

Speglar James Webb-stjörnusjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble. Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á umheiminum margfalt.

Tvö stór mál enn ófrágengin á milli flokkanna

Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar halda áfram eftir hádegi. Viðræður um málefnasamning eru langt komnar og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, að þess verði freistað í dag að leiða það til lykta sem eftir er.

Borgarar látast í átökum í Líbanon

Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær.

Annan og Clinton í Árósum í kvöld

Búist er við að um fjögur þúsund manns hlýði á þá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem flytja munu fyrirlestur í NRGI-höllinni í Árósum í kvöld.

Þörf á lögum um hópmálssókn

Lög um hópmálssókn eru meðal helstu mála sem bíða nýrrar ríkisstjórnar að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Á heimasíðu talsmannins eru birtar helstu áskoranir í neytendamálum sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir og bent á að slík lög sé að finna í nágrannaríkjunum.

Þurfa að breyta rafmagnskerfinu á gamla varnarsvæðinu

Umbreyta þarf rafkerfinu í öllum íbúðum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli úr bandarísku kerfi yfir í það íslenska áður en hægt verður að taka þær í notkun. Stefnt er að því að leigja út um 300 íbúðir og einstaklingsherbergi næsta haust í samræmi við áætlun um uppbyggingu háskólasamfélags á svæðinu.Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir um stóra aðgerð að ræða en að allt verði frágengið í haust.

Faðir Madeleine aftur til Bretlands

Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina.

Segjast hafa þróað ofurbóluefni gegn ofnæmi

Svissneskir vísindamenn telja sig vera langt komna með að þróa bóluefni við hvers kyns ofnæmi, exemi og asma. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Verdens Gang eru það vísindamenn hjá lyfjafyrirtækinu Cytos Biotechnology sem hafa þróað þetta ofurbóluefni en það er sagt innihalda erfðaefni svipuðu því sem er að finna í bakteríunni sem veldur berklum.

Átta féllu í loftárás á Gaza

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael.

Sjá næstu 50 fréttir