Innlent

Bátur og kvóti seldur frá Kambi til Dalvíkur

MYND/Stöð 2

Fullyrt er á vef Bæjarins besta á Ísafirði að búið sé að selja bátinn Friðfinn ásamt 100 tonna kvóta til Dalvíkur en hvort tveggja var áður í eigu Kambs á Flateyri. Eins og greint hefur verið frá í fréttum verður starfsemi Kambs hætt og kvóti og eignir seldar og missa 120 manns vinnuna á Flateyri af þeim sökum.

Á vef Bæjarins besta er enn fremur vitnað í kvöldfréttir sjónvarpsins í gærkvöld þar sem fram hafi komið að tveir smábátar Kambs og annar beitningarvélabáturinn hafi verið seldir. Ekki er vitað hvort fyrirtæki í byggðarlaginu hafi fest kaup á kvóta Kambs eða hvort formlegt tilboð hafi verið gert en talið er að Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal og Jakob Valgeir í Bolungarvík hafi sýnt áhuga á hluta aflaheimildanna.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu í samtali við Bæjarins besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×