Innlent

Fundað í ráðherrabústaðnum í dag

Blaðamenn og ljósmyndarar bíða tíðinda fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu.
Blaðamenn og ljósmyndarar bíða tíðinda fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. MYND/Sigurjón

Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og varaformenn flokkanna, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson, hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því í hádeginu um nýjan stjórnarsáttmála.

Fundurinn hófst í hádeginu en ekki liggur fyrir hvenær honum lýkur. Formenn flokkanna munu þó hafa gefið það út að þeir myndu svara spurningum blaðamanna nú upp úr klukkan fjögur. Þeir hafa staðið fyrir utan og bíða tíðinda en jafnvel er talið að samkomulag náist um stjórnarsáttmála milli flokkanna í dag.

Fyrsti fundur flokkanna um stjórnarmyndun fór fram í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu á föstudag en um helgina ræddust forsvarsmenn flokkanna við í bústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Þeir hafa svo fært sig aftur til höfuðborgarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×