Innlent

Konur í Grímsey byggja upp ferðaþjónustu

Ellefu konur í Grímsey hafa með uppbyggingu ferðaþjónustu aukið fjölbreytni í atvinnulífi eyjarinnar. Þær reka nú saman gistiheimili, kaffihús og gallerí.

Grímseyingar fögnuðu því í dag að sjá ferjuna Sæfara leggjast aftur að bryggju en siglingar Grímseyjarferjunnar hafa legið niðri í hartnær þrjár vikur vegna vélarbilunar. Eitt fyrsta húsið sem tekur á móti gestum er Handverkshúsið Gallerí Sól en það er jafnframt eina gistihúsið í eynni. Þar eru leigð út sex gistiherbergi á efri hæðum en á neðstu hæð eru bæði gallerí og veitingasala þar sem boðið er upp á kaffi, vöfflur og kakó. Ellefu konur hafa byggt upp þessa starfsemi sem lengst af var í sjálfboðavinnu en nú hafa þær ráðið starfsmann.

Engin ferðamaður kemur út í þennan nyrsta útvörð Íslands nema að ganga yfir heimsskautsbauginn en hann er eitt helsta aðdráttaraflið. Fuglabjörgin og nátttúran trekkja einnig að ferðamenn og ekki er síður áhugavert að kynnast mannlífinu og athafnalífinu í þessari einstöku byggð.

Og svo vilja flestir fá það skjalfest að þeir hafi komið norður fyrir heimskautsbaug. Í Gallerí Sól er hægt að kaup skjal á 300 krónur, undirritað af oddvitanum, til staðfestingar því að viðkomandi hafi komið í Grímsey og stigið fæti norður fyrir bauginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×