Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína kynferðislega

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. MYND/365

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í tvígang haft samræði við greindarskerta dóttur sína. Manninum var einnig gert að greiða dóttur sinni 800 þúsund krónur í skaðabætur auk tæplega 600 þúsund króna í sakarkostnað. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn þessari sömu stúlku.

Umræddir verknaðir áttu sér stað í janúar á þessu ári. Maðurinn hafði þá tvisvar samræði við dóttur sína sem er skilgreind með greindarskort.

Í fyrstu neitaði maðurinn sök en játaði síðar við skýrslutöku hjá lögreglu að viðstöddum verjanda sínum.

Fram kemur í dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra að árið 1991 var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa minnsta kosti 13 sinnum átt holdlegt samræði við þess sömu stúlku. Þau brot áttu sér stað á árunum 1986 til 1987.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×