Innlent

Hluta Bústaðavegar lokað eftir árekstur við Grímsbæ

Búið er að loka Bústaðavegi á milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar vegna umferðarslyss sem þar varð fyrir stundu til móts við Grímsbæ. Litlar upplýsingar er að hafa að svo stöddu en bæði lögregla og sjúkrabílar hafa verið send á vettvang. Tveir bílar munu hafa rekist saman en ekkert liggur fyrir um það hvort einhver hafi slasast í árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×