Innlent

Viðræður í eðlilegum farvegi

MYND/Sigurjón

Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segja viðræður flokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar í eðlilegum farvegi. Formennirnir voru brosmildir þegar þeir ræddu stuttlega við fréttamenn fyrir framan Ráðherrabústaðinn fyrir skemmstu. Hlé hefur verið gert á viðræðum þangað til á morgun.

Formennirnir vörðust allra frétta af viðræðunum þegar þeir gáfu sig á tal við fréttamenn nú laust eftir klukkan fjögur. Bæði Ingibjörg og Geir sögðu viðræðurnar vera í eðlilegum farvegi en vildu ekki svara því hvort ný ríkisstjórn liti dagsins ljós á næstu dögum.

Fundur Ingibjargar og Geirs hófst í hádeginu og stóð í um fjórar klukkustundir. Formennirnir funda aftur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×