Innlent

Eldur frá gasgrilli læsti sig í verönd

Mikill eldur kom upp í gasgrilli sem stóð á verönd sumarbústaðar í Úthlíð á Suðurlandi um helgina. Verið var að grilla þegar eldurinn blossaði upp og telur lögregla á Selfossi hugsanlegt að þrýstijafnari við gaskútinn hafi gefið sig og gasið streymt óhindrað inn á grillið þannig að af varð mikið bál. Eldurinn náði í veröndina sem grillið stóð á en bústaðurinn slapp.

Þá er greint frá því í dagbók lögreglunnar á Selfossi að maður hafi brotnað á báðum ökklum þar sem hann var á göngu skammt ofan við tjaldsvæðið á Laugarvatni á laugardagskvöld. Maðurinn var á göngu á bakka Stekkár en bakkinn gaf sig með þeim afleiðingum að hann féll um einn metra í gjótu í árfarveginum. Þarna hafði grafist undan árbakkanum í vorleysingum og hann sums staðar orðinn þunnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×