Innlent

Sól kaupir Emmessís af Auðhumlu

Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólar, og Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu.
Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólar, og Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu.

Sól mun kaupa Emmessís af Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, samkvæmt samkomulagi sem félögin hafa undirritað. Það er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.

Fram kemur í tilkynningu frá félögunum að Mjólkursamsalan hafi framleitt ís frá árinu 1960 og er Emmessís nú eitt þekktasta vörumerki landins með nærri 120 framleiðsluvörur.

Haft er eftir Snorra Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sólar, að ísinn eigi góða samleið með vörum Sólar sem framleiðir ávaxtasafa. Hann segir að rekstur ísgerðarinnar verði áfram á Bitruhálsi 1 en stefnt er að sameiningu félaganna í lok ársins.

Fyrirtækjaráðgjöf SPRON sá um sölu félagsins og Arev aðstoðaði kaupanda. Kaupverðið er trúnaðarmál.

aupverðið er trúnaðarmál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×