Innlent

Kalt í kortunum

MYND/GVA

Útlit er fyrir köldu veðri næstu daga og fram yfir Hvítasunnuhelgi með slyddu á köflum. Snjór féll víða á landinu í morgun og Esjan var alhvít þegar borgarbúar risu úr rekkju. Ekki er óvenjulegt að snjór falli á þessum árstíma.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er allt útlit fyrir að það verði kalt í veðri næstu daga. Búist er við slyddu eða snjókomu á köflum víða á landinu fram á miðvikudag. Norðanátt verður ríkjandi fram yfir Hvítasunnuhelgi með svölu og björtu veðri fyrir sunnan.

Það er ekki einsdæmi að snjór falli á þessum árstíma þó það sé ekki algengt. Í langtímaspá evrópsku veðurstofunnar fyrir komandi sumar er gert ráð fyrir að hiti og raki verði nokkuð yfir meðallagi á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×