Innlent

Landsbjörg og Gæslan semja um samvinnu í þyrluútköllum

MYND/Vilhelm

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landhelgisgæsla Íslands skrifuðu um helgina undir samkomulag um samvinnu í þyrluútköllum vegna leitar og björgunar á landi.

Í því felst að Gæslan getur kallað til sérþjálfað björgunarfólk frá Landsbjörgu, svonefnda undanfara, til að vinna við sérstakar aðstæður, t.d. þar sem þyrla Gæslunnar kemst ekki að slysstað vegna veðurs eða landslags.

Það yrði þá höndum Landhelgisgæslunnar að flytja undanfarana á vettvang en þeirra hlutverk væri að komast að hinum slasaða, búa um hann og flytja að þyrlu eða öðrum farartækjum með eða án aðstoðar áhafnar þyrlunnar.

Vegna þessa munu undanfarar Landsbjargar fara á sérstakt námskeið um umgengni við þyrlu og æfa hífingar og þyrluáhafnir sömuleiðis fara á námskeið í fjallamennsku hjá Landsbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×