Innlent

Þörf á lögum um hópmálssókn

MYND/GVA

Lög um hópmálssókn eru meðal helstu mála sem bíða nýrrar ríkisstjórnar að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Á heimasíðu talsmannins eru birtar helstu áskoranir í neytendamálum sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir og bent á að slík lög sé að finna í nágrannaríkjunum.

Með þeim megi bregðast við víðtækari og viðameiri brotum gegn skýrum réttindum neytenda. Þá segir talsmaður neytenda að þörf sé á lögum um íbúðalán og innheimtustarfsemi því neytendur hafi ekki raunhæfa möguleika á að semja við sterka aðila um hagsmuni sína, til dæmis um innheimtustarfsemi og verðtryggingu lána.

Enn fremur bendir talsmaður neytenda á að neytendur þurfi frekari aðstoð við að fylgjast með verði á vöru og þjónustu, einkum vegna tíðra verðbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×