Innlent

Grímseyjarferjan komin í gang eftir vélarbilun

Grímseyjarferjan Sæfari hefur hafið áætlunarsliglingar á ný eftir bilun og er að leggjast að bryggju í Grímsey þessa stundina í fyrsta sinn í tæpar þrjár vikur. Siglingar hennar hafa legið niðri vegna vélarbilunar og hefur það valdið Grímseyingum margvíslegum vandræðum.

Þannig var fiskur farinn að hlaðast upp og komst ekki til kaupenda. Til að ekki yrði vöruskortur í eynni var fenginn bátur frá Hofsósi, Kristbjörg HU, til að sigla þrjár ferðir með nauðsynjavöru fyrir eyjaskeggja. Þá var einn bátur heimamanna einnig nýttur til slíkra siglinga.

Áslaug Helga Alfreðsdóttir í Gallerí Sól í Grímsey sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö á öðrum tímanum í dag, að það væri ósköp gott að fá ferjuna aftur en hún var þá að leggjast að bryggju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×