Fleiri fréttir Foreldrar virði útivistarreglur ungmenna í sameiningu Lögreglan hvetur foreldra til að standa saman að því að útivistarreglur séu virtar nú þegar sól hækkar á lofti og skólunum fer að ljúka. Í tilkynningu frá lögreglunni er foreldrum bent á að þau beri ábyrgð á börnum sínum til a.m.k. 18 ára aldurs en að sumarið sé sá tími þegar mest lausung sé á krökkunum. 20.4.2007 11:16 VÍS bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna vatnslekatjóns Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið yfir skýrslur um tjónið sem hlaust af heitavatnslekanum á Vitastíg á miðvikudagskvöldið. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið sé bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna tjónsins sem hlaust af. Ekki er ljóst hversu tjónið er mikið en ljóst að það hleypur á milljónum króna. 20.4.2007 11:08 Óvissuferðir Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association. 20.4.2007 10:39 Skíthræddir Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis. 20.4.2007 10:32 Kasparov yfirheyrður hjá FSB vegna meints ofstækis Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, gekk í dag á fund rússnesku leyniþjónustunnar vegna ásakana um að hann hefði haft uppi orð sem túlka mætti sem ofstæki. 20.4.2007 10:28 Lemstraður og drukkinn undir stýri Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 130 þúsund krónur í sekt fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Fullyrðingum mannsins um að hann hefði drukkið áfengi eftir að akstri lauk þótti ekki trúverðug. 20.4.2007 10:12 Iðnaðarráðuneytið kynnir áætlun um olíuvinnslu við Jan Mayen Skýrsla með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við Jan Mayen verður kynnt í iðnaðarráðuneytinu eftir helgi. Rannsóknir jarðeðlisfræðinga benda til þess að olíu og gasi í vinnanlegu magni geti verið að finna á svæðinu. 20.4.2007 09:44 Larijani og Solana funda um kjarnorkumál á miðvikudag Ákveðið hefur verið að Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi með utanríkismálastjóra ESB, Javier Solana, á miðvikudaginn kemur. 20.4.2007 09:29 Dýrara að byggja Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,35 prósent frá því síðasta mánuði samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 12,4 prósent. 20.4.2007 09:27 Laun hækkuðu um 0,3 prósent Laun hækkuðu að meðaltali um 0,3 prósent í síðasta mánuði samkvæmt launavísitölunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað að meðaltali um 9,7 prósent. 20.4.2007 09:05 Slapp ómeiddur þegar herþota hrapaði í Svíþjóð Flugmaður sænskrar orrustuþotu slapp ómeiddur þegar vélin brotlenti um miðjan dag í dag. Maðurinn var á æfingu nálægt herstöð í Vidsel í Norður-Svíþjóð og hugðist koma inn til lendingar þegar eitthvað gerðist. 19.4.2007 21:15 Leita manns sem hótar að myrða líkt og Cho Lögregla og sérsveitir hafa verið kallaðar út og skólum hefur verið lokað í borginni Yuba City nærri Sacramento í Kaliforníu vegna hótana manns um að myrða fjölda fólks líkt og Cho Seung-hui gerði í Virgina Tech háskólanum á mánudag. 19.4.2007 20:57 Dráttarvagni ekið á vél Icelandair í Kaupmannahöfn Flugvél á vegum Icelandair sem halda átti frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn til Íslands um hádegisbil með um 200 farþega komst ekki í loftið vegna óhapps. 19.4.2007 20:17 Óprúttinn leikur að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga Mikil umferð risaolíuskipa yrði til og frá landinu ef olíuhreinsistöð yrði reist á Vestfjörðum. Loftmengun frá slíkri stöð myndi ganga á skjön við mengunarskuldbindingar Íslendinga samkvæmt Kyoto-sáttmálanum, segja Náttúruverndarsamtök. Þau kalla það óprúttin leik að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga. 19.4.2007 20:00 Sólin skein á sumardaginn fyrsta Sólin skein á flesta landsmenn í dag á sumardaginn fyrsta. Reykvíkingar fjölmenntu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 19.4.2007 19:45 Þyrla Gæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd norður í land nú seinni partinn vegna manns sem meiddist í vélsleðaslysi norðan við Kaldbak í Hraunsfjalli á Látraströnd. 19.4.2007 19:39 Húninum Knút hótað lífláti Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og dáður. Því hefur heimsfrægi húnninn Knútur sem býr í dýragarðinum í Berlín fengið að kynnast. Lífverðir fylgjast nú með hverri hreyfingu hans eftir að honum bárust líflátshótanir. 19.4.2007 19:29 Reid:Íraksstríðið er tapað Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað. 19.4.2007 19:23 Skrautleg saga húsanna sem brunnu Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. 19.4.2007 19:15 Stóðu vaktina í sautján klukkustundir Slökkviliðsmenn stóðu vaktina í sautján klukkustundir í miðbæ Reykjavíkur í gær og í nótt vegna brunans þar. Hundrað og tíu starfsmenn slökkviliðsins voru að störfum þegar mest var. 19.4.2007 18:51 Eins og tifandi tímasprengja Rafvirki sem vann í húsunum sem brunnu í gær líkir ástandi rafmagnsmála í þeim við tifandi tímasprengju. Kristján Kristjánsson rafvirkjameistari vann að rafmagninu í húsinu á horni Lækjargötu og Austurstræti fyrir skemmstu. 19.4.2007 18:42 Framleiðsla hafin í stærsta álveri landsins Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins. 19.4.2007 18:35 Ekki sannfærð um að eldur hafi kviknað í rafmagnsljósi Lögreglan virðist ekki lengur sannfærð um að stórbrunann í miðborg Reykjavíkur í gær megi rekja til rafmagnsljóss í söluturninum Fröken Reykjavík. 19.4.2007 18:30 Lögregla harmar myndbirtingu NBC Lögregla í Virginíu, sem rannsakar skotárásina í Virginia Tech háskólanum á mánudag, harmaði í dag þá ákvörðun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að sýna myndband sem morðinginn, Cho Seung-hui, sendi stöðinni. Þar líkir hann meðal annars dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. 19.4.2007 18:25 Lýsi hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands Lýsi hlaut í dag útflutningsverðlaun forseta Ísland sem afhent voru við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Það var Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. 19.4.2007 17:38 Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu sætin í NV-kjördæmi Íslandshreyfingin - lifandi land kynnti í dag fimm fyrstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík, Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur frá Akranesi, í öðru sæti og Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari úr Skagafirði, í því þriðja. 19.4.2007 17:28 Sextán handteknir í partíi í Garðabæ í morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun 16 manns í partíi í Garðabæ eftir að fólkið hafði verið með uppsteyt við lögreglu sem hugðist leysa partíið upp. 19.4.2007 17:22 Umferðarslys á Þorlákshafnarvegi Umferðarslys varð á mótum Þorlákshafnarvegar og Suðurstrandarvegar um klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var um að ræða tvo bíla en ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru. 19.4.2007 17:03 Jón Viktor nær fyrsta áfanga að stórmeistaratitli Jón Viktor Gunnarsson náði í dag fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í skák þegar hann samdi jafntefli við alþjóðlega meistarann Innu Gaponenku frá Úkraínu. 19.4.2007 16:53 Bók um Íslandstúr Sigur Rósar gefin út í sumar Bók um ferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar um Ísland á síðasta ári lítur dagsins ljós þann 1. júní. Bókin hefur fengið nafnið ´in a frozen sea - a year with sigur rós´ og er það Jeff Anderson sem er höfundur hennar, en forlag hans A+R, gefur bókina út. 19.4.2007 16:37 Abbas segir Johnston á lífi Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir breska fréttamanninn Alan Johnston, sem rænt var á Gasasvæðinu fyrir um mánuði, enn á lífi. 19.4.2007 16:15 Góð aðsókn á ferðahátíð í borginni Mikil þátttaka hefur verið helstu dagskrárliðum ferðahátíðarinnar Ferðalangur á heimaslóð sem haldin er í dag í og við höfuðborgarsvæðið. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en með henni á að hvetja almenning til að skoða umhverfi sitt með augum ferðamannsins. 19.4.2007 16:01 Gonzales segir illa staðið að brottrekstri saksóknara Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, baðst í dag afsökunar á því hvernig staðið var að því reka átta alríkisssaksóknara úr starfi. Það gerði hann í yfirheyrslum fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. 19.4.2007 15:44 Keimlík mörk hjá Messi og Maradona Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. 19.4.2007 15:07 Asnalæti vegna skúrs í Dallas Það var heldur asnalegt mál sem tekið var fyrir í dómhúsi í Dallas í Texas í gær. Þar var asninn Buddy mættur í tengslum við deilur tveggja manna í borginni. Nágrannarnir John Cantrell og Gregory Shamoun deildu um skúr sem Shamoun er að byggja á lóð sinni. 19.4.2007 14:48 Noregur verði kolefnishlutlaust land árið 2050 Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins, greindi frá því á landsfundi flokksins í dag stefnt yrði að því að Noregur yrði kolefnishlutlaust land árið 2050, fyrst allra landa. 19.4.2007 14:28 Knútur með 15 lífverði eftir líflátshótanir Hinn heimsfrægi húnn Knútur í dýragarðinum í Berlín sætir nú sérstakri gæslu eftir að honum bárust nýlega líflátshótanir. Eftir því sem fram kemur í þýska blaðinu bild barst dýragarðinum handskrifað bréf þar sem birninum er hótað en þýska lögreglan neitar að tjá sig meira um efni bréfsins. 19.4.2007 14:05 Dato fyrsta fórnarlambið í fríblaðastríðinu í Danmörku Tilkynnt var um það í dag að hætt yrði að gefa út danska fríblaðið Dato en blaðið rennur saman við annað slíkt, Urban. Fram kemur í dönskum miðlum að blaðið komi ekki oftar út . 19.4.2007 13:44 Samfylkingin upp á landsvísu en niður í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi á landsvísu í nýrri könnun Capasent Gallups en Vinstri grænum fatast flugið og Framsókn tapar fylgi. Samfylkingin tapar hins vegar verulegu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Vinstri grænir koma í fyrsta skipti mönnum á þing í kjördæminu, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2. 19.4.2007 13:25 Frambjóðendur í Frakklandi á lokaspretti kosningabaráttunnar Síðustu kosningafundirnir vegna forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudag fara fram í dag og hjá helstu frambjóðendum liggur leiðin suður á bóginn. Allt útlit er fyrir spennandi kosningar en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, nýtur mest fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 19.4.2007 13:24 Telur hundruð fugla hafa drepist vegna olíumengunar frá Muuga Talið er líklegt að hundruð fugla hafi drepist vegna olíumengunar frá Wilson Muga í Hvalsnesfjöru. Starfsmaður Náttúrustofu Reykjaness fann í gærmorgun fyrstu olíublautu fuglana og hann gagnrýnir að vöktun á lífríkinu hafi ekki verið á svæðinu meðan skipið var þar. 19.4.2007 13:00 Segja brunavarnir hafa verið í góðu lagi á Pravda Eigendur skemmtistaðarins Pravda, sem brann til kaldra kola í gær, segja brunavarnir í húsinu hafa verið í mjög góðu ásigkomulagi og allar viðeigandi varúðarrástafanir hafi verið til staðar. 19.4.2007 12:45 Maðurinn sem leitað var að heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Reykjavík frá því á tíunda tímanum í gærkvöldi er kominn í leitirnar, heill á húfi. 19.4.2007 12:40 Vill losna við fanga til að flýta endurbyggingu fangelsis Framkvæmdir við nýtt fangelsi eru að hefjast á Akureyri. Verktaki vill losna við fangana í önnur fangelsi til að geta flýtt verkinu en það er tormerkjum bundið þar öll fangahús eru yfirfull. 19.4.2007 12:30 Notuðu 300 loftkúta við reykköfun í gær Slökkviliðsmenn notuðu um 300 loftkúta við reykköfun í brunanum í miðbæ í gær, en það jafngildir loftnotkun í 10 og hálfan sólarhring. Þetta sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Stöð 2 nú í hádeginu. Hreinsunarstarf stendur nú yfir á staðnum þar sem Austurstræti 22 brann til kaldra kola. 19.4.2007 12:18 Sjá næstu 50 fréttir
Foreldrar virði útivistarreglur ungmenna í sameiningu Lögreglan hvetur foreldra til að standa saman að því að útivistarreglur séu virtar nú þegar sól hækkar á lofti og skólunum fer að ljúka. Í tilkynningu frá lögreglunni er foreldrum bent á að þau beri ábyrgð á börnum sínum til a.m.k. 18 ára aldurs en að sumarið sé sá tími þegar mest lausung sé á krökkunum. 20.4.2007 11:16
VÍS bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna vatnslekatjóns Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið yfir skýrslur um tjónið sem hlaust af heitavatnslekanum á Vitastíg á miðvikudagskvöldið. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið sé bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna tjónsins sem hlaust af. Ekki er ljóst hversu tjónið er mikið en ljóst að það hleypur á milljónum króna. 20.4.2007 11:08
Óvissuferðir Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association. 20.4.2007 10:39
Skíthræddir Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis. 20.4.2007 10:32
Kasparov yfirheyrður hjá FSB vegna meints ofstækis Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, gekk í dag á fund rússnesku leyniþjónustunnar vegna ásakana um að hann hefði haft uppi orð sem túlka mætti sem ofstæki. 20.4.2007 10:28
Lemstraður og drukkinn undir stýri Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 130 þúsund krónur í sekt fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Fullyrðingum mannsins um að hann hefði drukkið áfengi eftir að akstri lauk þótti ekki trúverðug. 20.4.2007 10:12
Iðnaðarráðuneytið kynnir áætlun um olíuvinnslu við Jan Mayen Skýrsla með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við Jan Mayen verður kynnt í iðnaðarráðuneytinu eftir helgi. Rannsóknir jarðeðlisfræðinga benda til þess að olíu og gasi í vinnanlegu magni geti verið að finna á svæðinu. 20.4.2007 09:44
Larijani og Solana funda um kjarnorkumál á miðvikudag Ákveðið hefur verið að Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi með utanríkismálastjóra ESB, Javier Solana, á miðvikudaginn kemur. 20.4.2007 09:29
Dýrara að byggja Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,35 prósent frá því síðasta mánuði samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 12,4 prósent. 20.4.2007 09:27
Laun hækkuðu um 0,3 prósent Laun hækkuðu að meðaltali um 0,3 prósent í síðasta mánuði samkvæmt launavísitölunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað að meðaltali um 9,7 prósent. 20.4.2007 09:05
Slapp ómeiddur þegar herþota hrapaði í Svíþjóð Flugmaður sænskrar orrustuþotu slapp ómeiddur þegar vélin brotlenti um miðjan dag í dag. Maðurinn var á æfingu nálægt herstöð í Vidsel í Norður-Svíþjóð og hugðist koma inn til lendingar þegar eitthvað gerðist. 19.4.2007 21:15
Leita manns sem hótar að myrða líkt og Cho Lögregla og sérsveitir hafa verið kallaðar út og skólum hefur verið lokað í borginni Yuba City nærri Sacramento í Kaliforníu vegna hótana manns um að myrða fjölda fólks líkt og Cho Seung-hui gerði í Virgina Tech háskólanum á mánudag. 19.4.2007 20:57
Dráttarvagni ekið á vél Icelandair í Kaupmannahöfn Flugvél á vegum Icelandair sem halda átti frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn til Íslands um hádegisbil með um 200 farþega komst ekki í loftið vegna óhapps. 19.4.2007 20:17
Óprúttinn leikur að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga Mikil umferð risaolíuskipa yrði til og frá landinu ef olíuhreinsistöð yrði reist á Vestfjörðum. Loftmengun frá slíkri stöð myndi ganga á skjön við mengunarskuldbindingar Íslendinga samkvæmt Kyoto-sáttmálanum, segja Náttúruverndarsamtök. Þau kalla það óprúttin leik að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga. 19.4.2007 20:00
Sólin skein á sumardaginn fyrsta Sólin skein á flesta landsmenn í dag á sumardaginn fyrsta. Reykvíkingar fjölmenntu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 19.4.2007 19:45
Þyrla Gæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd norður í land nú seinni partinn vegna manns sem meiddist í vélsleðaslysi norðan við Kaldbak í Hraunsfjalli á Látraströnd. 19.4.2007 19:39
Húninum Knút hótað lífláti Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og dáður. Því hefur heimsfrægi húnninn Knútur sem býr í dýragarðinum í Berlín fengið að kynnast. Lífverðir fylgjast nú með hverri hreyfingu hans eftir að honum bárust líflátshótanir. 19.4.2007 19:29
Reid:Íraksstríðið er tapað Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað. 19.4.2007 19:23
Skrautleg saga húsanna sem brunnu Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. 19.4.2007 19:15
Stóðu vaktina í sautján klukkustundir Slökkviliðsmenn stóðu vaktina í sautján klukkustundir í miðbæ Reykjavíkur í gær og í nótt vegna brunans þar. Hundrað og tíu starfsmenn slökkviliðsins voru að störfum þegar mest var. 19.4.2007 18:51
Eins og tifandi tímasprengja Rafvirki sem vann í húsunum sem brunnu í gær líkir ástandi rafmagnsmála í þeim við tifandi tímasprengju. Kristján Kristjánsson rafvirkjameistari vann að rafmagninu í húsinu á horni Lækjargötu og Austurstræti fyrir skemmstu. 19.4.2007 18:42
Framleiðsla hafin í stærsta álveri landsins Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins. 19.4.2007 18:35
Ekki sannfærð um að eldur hafi kviknað í rafmagnsljósi Lögreglan virðist ekki lengur sannfærð um að stórbrunann í miðborg Reykjavíkur í gær megi rekja til rafmagnsljóss í söluturninum Fröken Reykjavík. 19.4.2007 18:30
Lögregla harmar myndbirtingu NBC Lögregla í Virginíu, sem rannsakar skotárásina í Virginia Tech háskólanum á mánudag, harmaði í dag þá ákvörðun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að sýna myndband sem morðinginn, Cho Seung-hui, sendi stöðinni. Þar líkir hann meðal annars dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. 19.4.2007 18:25
Lýsi hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands Lýsi hlaut í dag útflutningsverðlaun forseta Ísland sem afhent voru við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Það var Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. 19.4.2007 17:38
Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu sætin í NV-kjördæmi Íslandshreyfingin - lifandi land kynnti í dag fimm fyrstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík, Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur frá Akranesi, í öðru sæti og Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari úr Skagafirði, í því þriðja. 19.4.2007 17:28
Sextán handteknir í partíi í Garðabæ í morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun 16 manns í partíi í Garðabæ eftir að fólkið hafði verið með uppsteyt við lögreglu sem hugðist leysa partíið upp. 19.4.2007 17:22
Umferðarslys á Þorlákshafnarvegi Umferðarslys varð á mótum Þorlákshafnarvegar og Suðurstrandarvegar um klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var um að ræða tvo bíla en ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru. 19.4.2007 17:03
Jón Viktor nær fyrsta áfanga að stórmeistaratitli Jón Viktor Gunnarsson náði í dag fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í skák þegar hann samdi jafntefli við alþjóðlega meistarann Innu Gaponenku frá Úkraínu. 19.4.2007 16:53
Bók um Íslandstúr Sigur Rósar gefin út í sumar Bók um ferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar um Ísland á síðasta ári lítur dagsins ljós þann 1. júní. Bókin hefur fengið nafnið ´in a frozen sea - a year with sigur rós´ og er það Jeff Anderson sem er höfundur hennar, en forlag hans A+R, gefur bókina út. 19.4.2007 16:37
Abbas segir Johnston á lífi Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir breska fréttamanninn Alan Johnston, sem rænt var á Gasasvæðinu fyrir um mánuði, enn á lífi. 19.4.2007 16:15
Góð aðsókn á ferðahátíð í borginni Mikil þátttaka hefur verið helstu dagskrárliðum ferðahátíðarinnar Ferðalangur á heimaslóð sem haldin er í dag í og við höfuðborgarsvæðið. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en með henni á að hvetja almenning til að skoða umhverfi sitt með augum ferðamannsins. 19.4.2007 16:01
Gonzales segir illa staðið að brottrekstri saksóknara Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, baðst í dag afsökunar á því hvernig staðið var að því reka átta alríkisssaksóknara úr starfi. Það gerði hann í yfirheyrslum fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. 19.4.2007 15:44
Keimlík mörk hjá Messi og Maradona Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. 19.4.2007 15:07
Asnalæti vegna skúrs í Dallas Það var heldur asnalegt mál sem tekið var fyrir í dómhúsi í Dallas í Texas í gær. Þar var asninn Buddy mættur í tengslum við deilur tveggja manna í borginni. Nágrannarnir John Cantrell og Gregory Shamoun deildu um skúr sem Shamoun er að byggja á lóð sinni. 19.4.2007 14:48
Noregur verði kolefnishlutlaust land árið 2050 Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins, greindi frá því á landsfundi flokksins í dag stefnt yrði að því að Noregur yrði kolefnishlutlaust land árið 2050, fyrst allra landa. 19.4.2007 14:28
Knútur með 15 lífverði eftir líflátshótanir Hinn heimsfrægi húnn Knútur í dýragarðinum í Berlín sætir nú sérstakri gæslu eftir að honum bárust nýlega líflátshótanir. Eftir því sem fram kemur í þýska blaðinu bild barst dýragarðinum handskrifað bréf þar sem birninum er hótað en þýska lögreglan neitar að tjá sig meira um efni bréfsins. 19.4.2007 14:05
Dato fyrsta fórnarlambið í fríblaðastríðinu í Danmörku Tilkynnt var um það í dag að hætt yrði að gefa út danska fríblaðið Dato en blaðið rennur saman við annað slíkt, Urban. Fram kemur í dönskum miðlum að blaðið komi ekki oftar út . 19.4.2007 13:44
Samfylkingin upp á landsvísu en niður í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi á landsvísu í nýrri könnun Capasent Gallups en Vinstri grænum fatast flugið og Framsókn tapar fylgi. Samfylkingin tapar hins vegar verulegu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Vinstri grænir koma í fyrsta skipti mönnum á þing í kjördæminu, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2. 19.4.2007 13:25
Frambjóðendur í Frakklandi á lokaspretti kosningabaráttunnar Síðustu kosningafundirnir vegna forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudag fara fram í dag og hjá helstu frambjóðendum liggur leiðin suður á bóginn. Allt útlit er fyrir spennandi kosningar en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, nýtur mest fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 19.4.2007 13:24
Telur hundruð fugla hafa drepist vegna olíumengunar frá Muuga Talið er líklegt að hundruð fugla hafi drepist vegna olíumengunar frá Wilson Muga í Hvalsnesfjöru. Starfsmaður Náttúrustofu Reykjaness fann í gærmorgun fyrstu olíublautu fuglana og hann gagnrýnir að vöktun á lífríkinu hafi ekki verið á svæðinu meðan skipið var þar. 19.4.2007 13:00
Segja brunavarnir hafa verið í góðu lagi á Pravda Eigendur skemmtistaðarins Pravda, sem brann til kaldra kola í gær, segja brunavarnir í húsinu hafa verið í mjög góðu ásigkomulagi og allar viðeigandi varúðarrástafanir hafi verið til staðar. 19.4.2007 12:45
Maðurinn sem leitað var að heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Reykjavík frá því á tíunda tímanum í gærkvöldi er kominn í leitirnar, heill á húfi. 19.4.2007 12:40
Vill losna við fanga til að flýta endurbyggingu fangelsis Framkvæmdir við nýtt fangelsi eru að hefjast á Akureyri. Verktaki vill losna við fangana í önnur fangelsi til að geta flýtt verkinu en það er tormerkjum bundið þar öll fangahús eru yfirfull. 19.4.2007 12:30
Notuðu 300 loftkúta við reykköfun í gær Slökkviliðsmenn notuðu um 300 loftkúta við reykköfun í brunanum í miðbæ í gær, en það jafngildir loftnotkun í 10 og hálfan sólarhring. Þetta sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Stöð 2 nú í hádeginu. Hreinsunarstarf stendur nú yfir á staðnum þar sem Austurstræti 22 brann til kaldra kola. 19.4.2007 12:18