Innlent

Iðnaðarráðuneytið kynnir áætlun um olíuvinnslu við Jan Mayen

Jan Mayen.
Jan Mayen. MYND/365

Skýrsla með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við Jan Mayen verður kynnt í iðnaðarráðuneytinu eftir helgi. Rannsóknir jarðeðlisfræðinga benda til þess að olíu og gas í vinnanlegu magni geti verið að finna á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem iðnaðarráðuneytið hefur sent frá sér.

Í tilkynningunni segir ennfremur að á fundinum verði lögð fram áætlun sem felur í sér að gefin verði út sérleyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen hrygginn. Frekari rannsóknarboranir, þarf hins vegar til að sannreyna hvort olíu eða gas sé að finna þar.

Þá verður á fundum meðal annars fjallað um lagaramma og stjórnsýslu vegna olíuleitar, hugsanleg efnhagsleg áhrif, jarðfræði Drekasvæðisins og möguleika á olíu- og gaslindum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×