Fleiri fréttir Robert Gates í Ísrael Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem í morgun. Á fundinum ræddu þeir þróun mála á svæðinu undanfarið. 19.4.2007 10:30 Vinstri - grænir fá tvo menn í SV-kjördæmi Vinstri - grænir fá tvo menn kjörna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttstofu Stöðvar 2. Flokkurinn fékk engan mann kjörinn í kjördæminu í síðustu kosningum. 19.4.2007 10:30 Samfylkingin sækir í sig veðrið Samfylkingin sækir í sig veðrið og bætir við sig sex prósentustigum í könnun Capasent Gallups fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,1 prósent ef kosið yrði nú og er orðin stærri en Vinstri grænir sem tapa sex prósentustigum frá síðustu könnun og mælast nú með 19,1 prósent. 19.4.2007 10:15 Tíu slökkviliðsmenn á brunavakt í nótt Hópur tíu slökkviliðsmanna var á brunavakt í miðborg Reykjavíkur í alla nótt. Glæður leyndust víða í húsasamstæðunni á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem stórbruninn varð í gærdag. 19.4.2007 09:50 Myndband fjöldamorðingjans í Virginíu birt Cho Seung-hui, maðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum á mánudag, sendi pakka til útvarpsstöðvar í New York og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á milli fyrri og seinni árasar sinnar. Í pakkanum voru myndir af honum með byssu og myndband þar sem hann flutti reiðilestur um rík ungmenni og nautnalíf þeirra. 19.4.2007 09:46 Leitað að manni í austurbænum Um 130 björgunarsveitarmenn leita nú Sveins Þrastar Þormóðssonar, en hann síðast á gangi skammt frá heimili sínu á Laugarásvegi upp úr hádegi í gær. Leitin hefur staðið yfir frá því á tíunda tímanum í gær. 19.4.2007 09:38 Sjö brenndu sig á heitu vatni í miðbænum Sjö manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að þeir höfðu brennst á fæti þegar sjóðandi heitt vatn fossaði niður Vitastíg í gærkvöld. Lögregla fékk tilkynningu um málið um klukkan 21.40 og lokaði hún Laugavegi og Hverfisgötu til móts við Vitastíg. 19.4.2007 09:35 Elstu hús Reykjavíkur Á reitnum sem afmarkast af Pósthússtræti, Austurstræti, Lækjargötu og Skólabrú eru mörg sögufræg hús. Húsaröðin við Lækjargötu 2, Austurstræti 20 og 22 er ein elsta varðveitta götumynd borgarinnar og með helstu kennileitum bæjarins. 19.4.2007 09:00 Óljóst með endurbyggingu Eigendur húsanna sem brunnu segja ekki ljóst hvort húsin verið byggð upp í upprunalegri mynd. 19.4.2007 09:00 Gífurleg eyðilegging í stórbruna í miðbæ Reykjavíkur Tvö sögufræg hús urðu eldi að bráð í mesta bruna í Reykjavík í áratugi. Mikil mildi þykir að enginn slasaðist í eldsvoðanum. Allt tiltækt slökkvilið barðist við eldinn. Eldvarnir eru taldar hafa verið ófullnægjandi. 19.4.2007 09:00 Hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásina? Vangaveltur eru um það hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásirnar í Virginia Tech í Bandaríkjunum í gær. Cho Seung- Hui fór á geðspítala fyrir um tveimur árum síðan eftir að nokkrir kvennemendur innan skólans kvörtuðu undan honum. Einnig hafði prófessor innan skólans kvartað undan honum, en ekkert var aðhafst. 18.4.2007 22:21 Um 170 manns létust í Bagdad í dag. Um 170 manns létust í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Eru þetta mannskæðustu sprengingar sem orðið hafa síðan Bandaríkjamenn byrjuðu að herða öryggi í borginni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í einni árásinni fórust um 120 manns og aðrir 100 særðust þegar bílsprengja sprakk á markaðnum Sadriyah. Í febrúar síðastliðin sprakk sprengja á þessum sama markaði og varð þá 130 manns að bana. 18.4.2007 21:08 Andrésarandarleikarnir settir í kvöld Andrésarandarleikarnir verða settir í kvöld kl 20:30 í íþróttahöllinni á Akureyri. Um 700 keppendur á aldrinum 7-14 ára eru á svæðinu og má búast við fjörugum leikum. Keppnin sjálf hefst svo í fyrramálið kl 9:00. Lögreglan á Akureyri er við öllu viðbúin og hefur aukið við sig fólki í löggæslu vegna mikils fjölda fólks í bænum, en búist er við að um 3500-4000 manns. 18.4.2007 19:58 Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna í London Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London. Biskup Íslands hefur þegið boð Rowan Williams, erkibiskups af Kantaraborg um að vera fulltrúi lútherskra kirkna er tilheyra Porvoo samkomulaginu við biskupsvígslu í Southwark dómkirkju fimmtudaginn 19. apríl næstkomandi. Tilefnið er vígsla nýs biskups í Wolverhampton, sr. Clive Gregory. 18.4.2007 19:33 Færri á nagladekkjum í ár en í fyrra Um 42% bifreiða eru á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var 11. apríl. síðastliðinn. Þetta er um 2-3% lægri tala en hefur verið síðustu árin. Önnur talning verður gerð í næstu viku. Frá og með 15. apríl var óleyfilegt að vera á nöglum. 18.4.2007 19:14 Lýsir fjöldamorðunum sem hreinni aftöku Karlmaður sem lifði af árás fjöldamorðingjans í Virginíu lýsir því sem fram fór í kennslustofu skólans sem hreinni aftöku. Kennari við skólann segist ítrekað hafa varað skólayfirvöld við hegðun mannsins en ekkert mark hafi verið tekið á því. 18.4.2007 19:05 Stimpilgjöld verða felld niður Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds. 18.4.2007 18:53 Unnur Svava sigrar í Raunveruleikum Landsbankans Unnur Svava sigraði í Raunveruleiknum Landsbankans í ár. En verðlaunin voru veitt í þriðja sinn í dag. 1.627 nemendur í 10. bekk tóku þátt í leiknum. Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur á netinu sem fræðir nemendur 10. bekkjar um ábyrga meðferð fjármuna og neytendamál. Í 18.4.2007 18:34 Framleiðsla hafin hjá Fjarðaáli á Reyðafirði Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins. 18.4.2007 18:30 Farþegum hefur fjölgað um 150 prósent Farþegum sem fara um Egilsstaðaflugvöll hefur fjölgað um 150 prósent á undanförnum fjórum árum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fjölgunin verið 17 prósent. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á flugvellinum. 18.4.2007 18:30 Reykur tefur ekki flug frá Reykjavíkurflugvelli Reyk hefur laggt suður yfir miðbæ Reykjavíkur vegna brunans á Austurstræti og Lækjatorgi og í átt að Reykjavíkurflugvelli. Að sögn starfsmanna flugvallarins hefur reykurinn ekki haft nein áhrif á flugsamgöngur innanlands og von er á að flug verði í góðu lagi fram eftir kvöldi. 18.4.2007 17:58 Þakið á Austurstræti 22 er fallið Þakið af Austurstræti 22, húsinu sem skemmtistaðurinn Pravda er til húsa er féll um fimmleytið. Verið er að vinna af því að rífa niður það sem eftir er af þakinu. Ekki er gert ráð fyrir að slökkvistarf klárist fyrr en í kvöld. 18.4.2007 17:33 Flugvöllurinn er á góðum stað. Núverandi flugvöllur í Vatnsmýrinni er á góðum stað fyrir flugsamgöngur en flugvallarsvæðið er dýrmætt sem byggingarland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samgönguráðherra og borgarstjóra. 18.4.2007 17:19 Slökkvistarf stendur langt fram á nótt Slökkviliði hefur tekist að stöðva útbreiðslu eldsins í Lækjargötu 2 en þar logaði mikill eldur fyrr í dag. Unnið er að því að rífa þakplötur af Austurstræti 20 og allt þakið af húsi númer 22. Búist er við að það taki tvo til þrjá tíma í viðbót að slökkva eldinn en að slökkvistarf muni standa langt fram á nótt. Slökkviliðsstjóri heldur fréttamannafund klukkan 18. 18.4.2007 16:46 Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við vígslu nýs biskups í Southwark dómkirkjunni í Englandi sem fram fer á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá biskupsstofu. 18.4.2007 16:45 Lögregla og slökkvilið hafi unnið af fumleysi og fagmennsku Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er meðal þeirra sem fylgist með aðgerðum niðri í miðbæ þar sem hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu brenna. Sagði hann í samtali við Stöð 2 slökkvilið og lögreglu hafa unnið sem einn maður af fumleysi og fagmennsku að málinu. 18.4.2007 16:36 Sæll, hún er hætt með þér Flestir kannast við það að hafa grátið eða valdið táraflóði við sambandsslit elskenda. Sumir bara treysta sér ekki til þess að horfast í augu við elskuna sína og segja að allt sé búið. Þýskur maður hefur tekið að sér að gera það, gegn 4000 króna greiðslu. 18.4.2007 16:29 Verður að endurreisa götumyndina sem fyrst Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist vilja byrja sem fyrst á því að endurreisa götumyndina í miðbænum eftir brunann á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Í samtali við Stöð 2 sagði Vilhjálmur lögreglu og slökkvilið hafa staðið sig vel í aðgerðunum. 18.4.2007 16:25 Sorgleg sjón fyrir miðbæinn „Þetta er mjög sorgleg sjón fyrir miðbæinn," segir Tómas Kristinsson, eigandi Café Óperu sem er á annarri hæð Lækjargötu 2 sem brennur nú í miðbænum. 18.4.2007 16:14 Húsnæði Iðu fullt af reyk Mikill reykur er inni í húsnæði Iðu sem stendur við hlið Café Óperu. Að sögn eiganda er ekki vitað hversu miklar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu en það er nú úr allri eldhættu. Töluvert af fólki var inni í Iðu þegar vart varð við eldinn við hliðiná en vel gekk að tæma húsið. 18.4.2007 16:11 Slökkviliðsmenn leggja sig í mikla hættu Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, sem er á vettvangi brunans í miðbænum segir slökkvistarf hafa gengið vel en mikið starf sé enn eftir. Hann segist stoltur af framgöngu sinna manna en þeir leggi sig í mikla hættu. 18.4.2007 16:01 Reykvarnarkerfi á Hótel Borg fóru í gang Öll reykvarnarkerfi á Hótel Borg fóru í gang þegar reykinn frá brennandi húsunum lagði yfir hótelið. Á hótelinu eru nú um 80 gestir og búið að loka öllum gluggum til að koma í veg fyrir reykskemmdir. 18.4.2007 15:52 Eldurinn sagður hafa kviknað í söluturni Húsin sem brenna í miðbæ eru að Lækjargötu 2 og Austurstæti 20. Að sögn heimildarmanns Stöðvar 2 og Vísis kom eldurinn upp í söluturninum Fröken Reykjavík og barst þaðan í báðar áttir. Bein útsending er á Vísi frá slökkvistarfi. 18.4.2007 15:33 Meirihluti landsmanna hlynntur því að Landspítalinn auglýsi þjónustu sína opinberlega Traust almennings til Landspítalans-háskólasjúkrahúss hefur aukist á undanförnum árum samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir spítalann. Meirihluti landsmanna eru hlynntir því að spítalinn auglýsi þjónustu sína opinberlega í fjölmiðlum. 18.4.2007 15:24 Stórbruni í hjarta borgarinnar Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld sem kom upp í húsi á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem Kebab-húsið og veitingahúsið Prvavda eru meðal annars til húsa. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan tvö og segir slökkviliðið að eldur sé í þaki og steypu og um mikið verk virðist að ræða. 18.4.2007 14:15 160 fórust í bílsprengjuárásum Bílsprengjur urðu að minnsta kosti 160 manns að fjörtjóni í Bagdad, í dag. Hver sprengjan af annarri sprakk nokkrum klukkustundum eftir að Nuiri al-Maliki, forsætisráðherra, lýsti því yfir að íraskar öryggissveitir muni taka við gæslu í öllu landinu um næstu áramót. 18.4.2007 14:14 Slökkvilið kallað að Pravda vegna elds Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kvatt að veitingastaðnum Pravda í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur en þar var tilkynnt um eld fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hversu mikill hann er þar sem slökkvilið var að koma á staðinn en lið var kallað út frá öllum stöðvum. 18.4.2007 14:01 Fyrirhuguð olíuhreinsistöð þverbrýtur alþjóðlegar skuldbindingar Fyrirhuguð olíuhreinsistöð á Vestfjörðum mun þverbrjóta alþjóðlegar skuldbingar íslenskra stjórnvalda varðandi takmörkun á útstreymi gróðurhúsaloftegunda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Samtökin segja árleg losun koltvísýrings vegna stöðvarinnar muni nema milljón tonnum á ári og auka útstreymi um 30 prósent hér á landi. Þau gagnrýna ráðamenn fyrir þekkingarleysi. 18.4.2007 13:55 Reykingamenn mótmæla reykingabanni í Danmörku Reykingamenn alls staðar að úr Danmörku söfnuðust saman fyrir framan danska þinghúsið í Kaupmannahöfn í dag með sígarettu og bjórglas í hendi til þess að mótmæla fyrirhuguðum lögum um bann við reykingum á veitingahúsum í landinu. 18.4.2007 13:36 Barnabókaverðlaun menntasviðs afhent í dag Barnabókaverðlaun menntasviðs Reykjavíkurborgar verða afhent formlega klukkan 16 í dag. Afhending fer fram í Höfða og er þetta í 35. skiptið sem verðlaunin eru afhent. 18.4.2007 13:33 Dýrt að kúga konur Misrétti gagnvart konum kostar Asíu- og Kyrrahafsþjóðir um 80 milljarða dollara á ári, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þetta fé tapast með því að takmarka aðgang kvenna að heilbrigðisþjónustu, skólum og atvinnutækifærum. Ef til dæmis indverskar konur kæmust út á vinnumarkaðinn í sama mæli og þær bandarísku, myndi það auka þjóðarframleiðsluna um meira en eitt prósent, eða 19 milljarða dollara. 18.4.2007 13:30 Kasparov settur í fjölmiðlabann Fréttamenn við eina stærstu einkareknu útvarpsstöð Rússlands, sögðu í dag að þeim hafi verið skipað að hleypa ekki stjórnarandstæðingum í þætti sína og fréttir. Skipanirnar koma frá nýjum stjórnendum stöðvarinnar sem voru fengnir frá ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Nær allir ljósvakamiðlar Rússland hafa lent undir stjórn húsbændanna í Kreml, síðan Vladimir Putin varð forseti fyrir sjö árum. 18.4.2007 13:28 Hlýtur ein æðstu vísindaverðlaun Rússlands Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, verða veitt Alheimsverðlaunin Global Energy International Prize fyrir rannsóknir sínar í orkumálum. Þetta var tilkynnt í dag. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir. 18.4.2007 13:17 Festust í kolanámu Björgunarmenn reyndu í gær við erfiðar aðstæður að ná til rúmlega þrjátíu námuverkamanna sem fastir voru í kolanámu nærri bænum Henan í Kína. Fjörutíu og tveir námuverkamenn voru í göngum námunnar þegar sprenging varð þar inni. 18.4.2007 13:00 Akureyrarlistinn býður ekki fram í vor Búið er að blása af fyrirhugaðan Akureyrarlista fyrir þingkosningarnar í vor. Talsmaður listans segir að öfgafull umræða eigi þátt í þessari ákvörðun. 18.4.2007 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Robert Gates í Ísrael Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem í morgun. Á fundinum ræddu þeir þróun mála á svæðinu undanfarið. 19.4.2007 10:30
Vinstri - grænir fá tvo menn í SV-kjördæmi Vinstri - grænir fá tvo menn kjörna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttstofu Stöðvar 2. Flokkurinn fékk engan mann kjörinn í kjördæminu í síðustu kosningum. 19.4.2007 10:30
Samfylkingin sækir í sig veðrið Samfylkingin sækir í sig veðrið og bætir við sig sex prósentustigum í könnun Capasent Gallups fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,1 prósent ef kosið yrði nú og er orðin stærri en Vinstri grænir sem tapa sex prósentustigum frá síðustu könnun og mælast nú með 19,1 prósent. 19.4.2007 10:15
Tíu slökkviliðsmenn á brunavakt í nótt Hópur tíu slökkviliðsmanna var á brunavakt í miðborg Reykjavíkur í alla nótt. Glæður leyndust víða í húsasamstæðunni á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem stórbruninn varð í gærdag. 19.4.2007 09:50
Myndband fjöldamorðingjans í Virginíu birt Cho Seung-hui, maðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum á mánudag, sendi pakka til útvarpsstöðvar í New York og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á milli fyrri og seinni árasar sinnar. Í pakkanum voru myndir af honum með byssu og myndband þar sem hann flutti reiðilestur um rík ungmenni og nautnalíf þeirra. 19.4.2007 09:46
Leitað að manni í austurbænum Um 130 björgunarsveitarmenn leita nú Sveins Þrastar Þormóðssonar, en hann síðast á gangi skammt frá heimili sínu á Laugarásvegi upp úr hádegi í gær. Leitin hefur staðið yfir frá því á tíunda tímanum í gær. 19.4.2007 09:38
Sjö brenndu sig á heitu vatni í miðbænum Sjö manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að þeir höfðu brennst á fæti þegar sjóðandi heitt vatn fossaði niður Vitastíg í gærkvöld. Lögregla fékk tilkynningu um málið um klukkan 21.40 og lokaði hún Laugavegi og Hverfisgötu til móts við Vitastíg. 19.4.2007 09:35
Elstu hús Reykjavíkur Á reitnum sem afmarkast af Pósthússtræti, Austurstræti, Lækjargötu og Skólabrú eru mörg sögufræg hús. Húsaröðin við Lækjargötu 2, Austurstræti 20 og 22 er ein elsta varðveitta götumynd borgarinnar og með helstu kennileitum bæjarins. 19.4.2007 09:00
Óljóst með endurbyggingu Eigendur húsanna sem brunnu segja ekki ljóst hvort húsin verið byggð upp í upprunalegri mynd. 19.4.2007 09:00
Gífurleg eyðilegging í stórbruna í miðbæ Reykjavíkur Tvö sögufræg hús urðu eldi að bráð í mesta bruna í Reykjavík í áratugi. Mikil mildi þykir að enginn slasaðist í eldsvoðanum. Allt tiltækt slökkvilið barðist við eldinn. Eldvarnir eru taldar hafa verið ófullnægjandi. 19.4.2007 09:00
Hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásina? Vangaveltur eru um það hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásirnar í Virginia Tech í Bandaríkjunum í gær. Cho Seung- Hui fór á geðspítala fyrir um tveimur árum síðan eftir að nokkrir kvennemendur innan skólans kvörtuðu undan honum. Einnig hafði prófessor innan skólans kvartað undan honum, en ekkert var aðhafst. 18.4.2007 22:21
Um 170 manns létust í Bagdad í dag. Um 170 manns létust í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Eru þetta mannskæðustu sprengingar sem orðið hafa síðan Bandaríkjamenn byrjuðu að herða öryggi í borginni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í einni árásinni fórust um 120 manns og aðrir 100 særðust þegar bílsprengja sprakk á markaðnum Sadriyah. Í febrúar síðastliðin sprakk sprengja á þessum sama markaði og varð þá 130 manns að bana. 18.4.2007 21:08
Andrésarandarleikarnir settir í kvöld Andrésarandarleikarnir verða settir í kvöld kl 20:30 í íþróttahöllinni á Akureyri. Um 700 keppendur á aldrinum 7-14 ára eru á svæðinu og má búast við fjörugum leikum. Keppnin sjálf hefst svo í fyrramálið kl 9:00. Lögreglan á Akureyri er við öllu viðbúin og hefur aukið við sig fólki í löggæslu vegna mikils fjölda fólks í bænum, en búist er við að um 3500-4000 manns. 18.4.2007 19:58
Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna í London Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London. Biskup Íslands hefur þegið boð Rowan Williams, erkibiskups af Kantaraborg um að vera fulltrúi lútherskra kirkna er tilheyra Porvoo samkomulaginu við biskupsvígslu í Southwark dómkirkju fimmtudaginn 19. apríl næstkomandi. Tilefnið er vígsla nýs biskups í Wolverhampton, sr. Clive Gregory. 18.4.2007 19:33
Færri á nagladekkjum í ár en í fyrra Um 42% bifreiða eru á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var 11. apríl. síðastliðinn. Þetta er um 2-3% lægri tala en hefur verið síðustu árin. Önnur talning verður gerð í næstu viku. Frá og með 15. apríl var óleyfilegt að vera á nöglum. 18.4.2007 19:14
Lýsir fjöldamorðunum sem hreinni aftöku Karlmaður sem lifði af árás fjöldamorðingjans í Virginíu lýsir því sem fram fór í kennslustofu skólans sem hreinni aftöku. Kennari við skólann segist ítrekað hafa varað skólayfirvöld við hegðun mannsins en ekkert mark hafi verið tekið á því. 18.4.2007 19:05
Stimpilgjöld verða felld niður Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds. 18.4.2007 18:53
Unnur Svava sigrar í Raunveruleikum Landsbankans Unnur Svava sigraði í Raunveruleiknum Landsbankans í ár. En verðlaunin voru veitt í þriðja sinn í dag. 1.627 nemendur í 10. bekk tóku þátt í leiknum. Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur á netinu sem fræðir nemendur 10. bekkjar um ábyrga meðferð fjármuna og neytendamál. Í 18.4.2007 18:34
Framleiðsla hafin hjá Fjarðaáli á Reyðafirði Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins. 18.4.2007 18:30
Farþegum hefur fjölgað um 150 prósent Farþegum sem fara um Egilsstaðaflugvöll hefur fjölgað um 150 prósent á undanförnum fjórum árum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fjölgunin verið 17 prósent. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á flugvellinum. 18.4.2007 18:30
Reykur tefur ekki flug frá Reykjavíkurflugvelli Reyk hefur laggt suður yfir miðbæ Reykjavíkur vegna brunans á Austurstræti og Lækjatorgi og í átt að Reykjavíkurflugvelli. Að sögn starfsmanna flugvallarins hefur reykurinn ekki haft nein áhrif á flugsamgöngur innanlands og von er á að flug verði í góðu lagi fram eftir kvöldi. 18.4.2007 17:58
Þakið á Austurstræti 22 er fallið Þakið af Austurstræti 22, húsinu sem skemmtistaðurinn Pravda er til húsa er féll um fimmleytið. Verið er að vinna af því að rífa niður það sem eftir er af þakinu. Ekki er gert ráð fyrir að slökkvistarf klárist fyrr en í kvöld. 18.4.2007 17:33
Flugvöllurinn er á góðum stað. Núverandi flugvöllur í Vatnsmýrinni er á góðum stað fyrir flugsamgöngur en flugvallarsvæðið er dýrmætt sem byggingarland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samgönguráðherra og borgarstjóra. 18.4.2007 17:19
Slökkvistarf stendur langt fram á nótt Slökkviliði hefur tekist að stöðva útbreiðslu eldsins í Lækjargötu 2 en þar logaði mikill eldur fyrr í dag. Unnið er að því að rífa þakplötur af Austurstræti 20 og allt þakið af húsi númer 22. Búist er við að það taki tvo til þrjá tíma í viðbót að slökkva eldinn en að slökkvistarf muni standa langt fram á nótt. Slökkviliðsstjóri heldur fréttamannafund klukkan 18. 18.4.2007 16:46
Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við vígslu nýs biskups í Southwark dómkirkjunni í Englandi sem fram fer á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá biskupsstofu. 18.4.2007 16:45
Lögregla og slökkvilið hafi unnið af fumleysi og fagmennsku Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er meðal þeirra sem fylgist með aðgerðum niðri í miðbæ þar sem hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu brenna. Sagði hann í samtali við Stöð 2 slökkvilið og lögreglu hafa unnið sem einn maður af fumleysi og fagmennsku að málinu. 18.4.2007 16:36
Sæll, hún er hætt með þér Flestir kannast við það að hafa grátið eða valdið táraflóði við sambandsslit elskenda. Sumir bara treysta sér ekki til þess að horfast í augu við elskuna sína og segja að allt sé búið. Þýskur maður hefur tekið að sér að gera það, gegn 4000 króna greiðslu. 18.4.2007 16:29
Verður að endurreisa götumyndina sem fyrst Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist vilja byrja sem fyrst á því að endurreisa götumyndina í miðbænum eftir brunann á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Í samtali við Stöð 2 sagði Vilhjálmur lögreglu og slökkvilið hafa staðið sig vel í aðgerðunum. 18.4.2007 16:25
Sorgleg sjón fyrir miðbæinn „Þetta er mjög sorgleg sjón fyrir miðbæinn," segir Tómas Kristinsson, eigandi Café Óperu sem er á annarri hæð Lækjargötu 2 sem brennur nú í miðbænum. 18.4.2007 16:14
Húsnæði Iðu fullt af reyk Mikill reykur er inni í húsnæði Iðu sem stendur við hlið Café Óperu. Að sögn eiganda er ekki vitað hversu miklar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu en það er nú úr allri eldhættu. Töluvert af fólki var inni í Iðu þegar vart varð við eldinn við hliðiná en vel gekk að tæma húsið. 18.4.2007 16:11
Slökkviliðsmenn leggja sig í mikla hættu Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, sem er á vettvangi brunans í miðbænum segir slökkvistarf hafa gengið vel en mikið starf sé enn eftir. Hann segist stoltur af framgöngu sinna manna en þeir leggi sig í mikla hættu. 18.4.2007 16:01
Reykvarnarkerfi á Hótel Borg fóru í gang Öll reykvarnarkerfi á Hótel Borg fóru í gang þegar reykinn frá brennandi húsunum lagði yfir hótelið. Á hótelinu eru nú um 80 gestir og búið að loka öllum gluggum til að koma í veg fyrir reykskemmdir. 18.4.2007 15:52
Eldurinn sagður hafa kviknað í söluturni Húsin sem brenna í miðbæ eru að Lækjargötu 2 og Austurstæti 20. Að sögn heimildarmanns Stöðvar 2 og Vísis kom eldurinn upp í söluturninum Fröken Reykjavík og barst þaðan í báðar áttir. Bein útsending er á Vísi frá slökkvistarfi. 18.4.2007 15:33
Meirihluti landsmanna hlynntur því að Landspítalinn auglýsi þjónustu sína opinberlega Traust almennings til Landspítalans-háskólasjúkrahúss hefur aukist á undanförnum árum samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir spítalann. Meirihluti landsmanna eru hlynntir því að spítalinn auglýsi þjónustu sína opinberlega í fjölmiðlum. 18.4.2007 15:24
Stórbruni í hjarta borgarinnar Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld sem kom upp í húsi á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem Kebab-húsið og veitingahúsið Prvavda eru meðal annars til húsa. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan tvö og segir slökkviliðið að eldur sé í þaki og steypu og um mikið verk virðist að ræða. 18.4.2007 14:15
160 fórust í bílsprengjuárásum Bílsprengjur urðu að minnsta kosti 160 manns að fjörtjóni í Bagdad, í dag. Hver sprengjan af annarri sprakk nokkrum klukkustundum eftir að Nuiri al-Maliki, forsætisráðherra, lýsti því yfir að íraskar öryggissveitir muni taka við gæslu í öllu landinu um næstu áramót. 18.4.2007 14:14
Slökkvilið kallað að Pravda vegna elds Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kvatt að veitingastaðnum Pravda í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur en þar var tilkynnt um eld fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hversu mikill hann er þar sem slökkvilið var að koma á staðinn en lið var kallað út frá öllum stöðvum. 18.4.2007 14:01
Fyrirhuguð olíuhreinsistöð þverbrýtur alþjóðlegar skuldbindingar Fyrirhuguð olíuhreinsistöð á Vestfjörðum mun þverbrjóta alþjóðlegar skuldbingar íslenskra stjórnvalda varðandi takmörkun á útstreymi gróðurhúsaloftegunda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Samtökin segja árleg losun koltvísýrings vegna stöðvarinnar muni nema milljón tonnum á ári og auka útstreymi um 30 prósent hér á landi. Þau gagnrýna ráðamenn fyrir þekkingarleysi. 18.4.2007 13:55
Reykingamenn mótmæla reykingabanni í Danmörku Reykingamenn alls staðar að úr Danmörku söfnuðust saman fyrir framan danska þinghúsið í Kaupmannahöfn í dag með sígarettu og bjórglas í hendi til þess að mótmæla fyrirhuguðum lögum um bann við reykingum á veitingahúsum í landinu. 18.4.2007 13:36
Barnabókaverðlaun menntasviðs afhent í dag Barnabókaverðlaun menntasviðs Reykjavíkurborgar verða afhent formlega klukkan 16 í dag. Afhending fer fram í Höfða og er þetta í 35. skiptið sem verðlaunin eru afhent. 18.4.2007 13:33
Dýrt að kúga konur Misrétti gagnvart konum kostar Asíu- og Kyrrahafsþjóðir um 80 milljarða dollara á ári, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þetta fé tapast með því að takmarka aðgang kvenna að heilbrigðisþjónustu, skólum og atvinnutækifærum. Ef til dæmis indverskar konur kæmust út á vinnumarkaðinn í sama mæli og þær bandarísku, myndi það auka þjóðarframleiðsluna um meira en eitt prósent, eða 19 milljarða dollara. 18.4.2007 13:30
Kasparov settur í fjölmiðlabann Fréttamenn við eina stærstu einkareknu útvarpsstöð Rússlands, sögðu í dag að þeim hafi verið skipað að hleypa ekki stjórnarandstæðingum í þætti sína og fréttir. Skipanirnar koma frá nýjum stjórnendum stöðvarinnar sem voru fengnir frá ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Nær allir ljósvakamiðlar Rússland hafa lent undir stjórn húsbændanna í Kreml, síðan Vladimir Putin varð forseti fyrir sjö árum. 18.4.2007 13:28
Hlýtur ein æðstu vísindaverðlaun Rússlands Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, verða veitt Alheimsverðlaunin Global Energy International Prize fyrir rannsóknir sínar í orkumálum. Þetta var tilkynnt í dag. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir. 18.4.2007 13:17
Festust í kolanámu Björgunarmenn reyndu í gær við erfiðar aðstæður að ná til rúmlega þrjátíu námuverkamanna sem fastir voru í kolanámu nærri bænum Henan í Kína. Fjörutíu og tveir námuverkamenn voru í göngum námunnar þegar sprenging varð þar inni. 18.4.2007 13:00
Akureyrarlistinn býður ekki fram í vor Búið er að blása af fyrirhugaðan Akureyrarlista fyrir þingkosningarnar í vor. Talsmaður listans segir að öfgafull umræða eigi þátt í þessari ákvörðun. 18.4.2007 12:45