Innlent

VÍS bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna vatnslekatjóns

Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið yfir skýrslur um tjónið sem hlaust af heitavatnslekanum á Vitastíg á miðvikudagskvöldið. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið sé bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna tjónsins sem hlaust af. Ekki er ljóst hversu tjónið er mikið en ljóst að það hleypur á milljónum króna.

Mest varð tjónið í tölvuverslun við Vitastíginn. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sprakk rörið þar sem tæring var komin í það en meiri raki var í steypustokki utan um rörið en átti að vera. Þá vil Orkuveitan að það komi fram að heitavatnslagnir í Reykjavík eru meira en 2500 kílómetra langar og því sé erfitt að tryggja að svona lagað komi ekki upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×