Erlent

Húninum Knút hótað lífláti

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og dáður. Því hefur heimsfrægi húnninn Knútur sem býr í dýragarðinum í Berlín fengið að kynnast. Lífverðir fylgjast nú með hverri hreyfingu hans eftir að honum bárust líflátshótanir.

Eftir því sem fram kemur í þýska blaðinu Bild barst dýragarðinum handskrifað bréf þar sem birninum er hótað lífláti. Knútur er mjög vinsæll meðal gesta garðsins og hefur aðsókn í hann tvöfaldast frá fæðingu hans. Þýska lögreglan hefur lítið vilja tjá sig um málið en í bréfinu. Lögregla tekur hótanirnar alvarlega og voru lögreglumenn sendir í dýragarðinn eftir að tilkynnt var um hótunina.

Eftirlit hefur jafnframt verið aukið því fimmtán öryggisverðir gæta nú húnsins. Líflátshótunin kemur þó ekki í veg fyrir að Knútur heilsi upp á aðdáendur sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×