Erlent

Leita manns sem hótar að myrða líkt og Cho

Cho Seung-hui.
Cho Seung-hui. MYND/AP

Lögregla og sérsveitir hafa verið kallaðar út og skólum hefur verið lokað í borginni Yuba City nærri Sacramento í Kaliforníu vegna hótana manns um að myrða fjölda fólks líkt og Cho Seung-hui gerði í Virgina Tech háskólanum á mánudag.

Eftir því sem fram kemur á fréttavef stöðvarinnar News10, sem er samstarfsstöð ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, hringdi maður að nafni Jeffrey Thomas Carney í prest á svæðinu og sagðist ætla fara í morðleiðangur með riffil sem myndi láta morðin í Virginia Tech blikna í samanburði.

Tók lögreglan í Sutter-sýslu, þar sem Yuba City er, enga áhættu og var öllum skólum í sýslunni lokað í morgun af öryggisástæðum. Lögregla segir manninn ekki hafa sagt hvenær hann myndi láta til skarar skríða. Hann hefði setið í fangelsi og væri á reynslulausn. Víðtæk leit færi nú fram að Carney og lögregla legði mikla áherslu á að ná honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×