Fleiri fréttir Íranar segja yfirlýsingu sjóliða hreinan tilbúning Íranar gagnrýna yfirlýsingu bresku sjóliðanna 15 frá því fyrr í dag harðlega og segja hana hreinan tilbúning. Þeir segja yfirlýsinguna vera gerða til að hylma yfir mistök hersins og að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Þetta segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans sem Reuters-fréttastofan fékk með símbréfi. Sjóliðarnir héldu því fram að Íranar hefðu beitt þá harðræði í varðhaldi, bundið fyrir augu þeirra, haldið fyrir þeim vöku, geymt þá í einangrun og neytt þá til að játa að þeir hefðu verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. 6.4.2007 17:26 Ferðalangar nýta blíðuna Blíðviðri er víða um land og hafa ferðalangar margir hverjir ákveðið að nýta frídaginn til útivistar. Fjölmargir héldu saman á jeppum upp á Langjökul að íshellinum og nutu þar veðurblíðunnar. Búist er við því að það þykkni upp með kvöldinu og að ekki verði alveg jafn vænlegt til ferðalaga næstu daga páskafrísins. 6.4.2007 15:18 Norður-Kóreumenn geta loks fengið peningana sína Bandaríkjamenn segjast hafa fundið leið til þess að koma fjármunum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga á bankareikningi í Macau í hendur eigendanna. Peningarnir hafa legið frystir á bankareikningum vegna efnahagsþvingana en það var eitt skilyrði Norður-Kóreumanna fyrir kjarnorkuafvopnun að peningarnir fengjust lausir. 6.4.2007 15:15 Sjóliðar voru beittir harðræði í Íran Bresku sjóliðarnir 15 segjast hafa verið beittir harðræði í varðhaldi í Íran. Þeir segja að bundið hafi verið fyrir augu þeirra, þau sett í einangrun og þeim hótað allt að sjö ára fangelsisvist. Sjóliðarnir hafa verið látnir lausir og héldu blaðamannafund heima í Bretlandi í dag. 6.4.2007 15:10 Hjólaði lögreglumann um koll og handleggsbraut hann Lögregla þurfti að hafa afskipti af karlmanni í Austurborginni fyrir hádegi í dag. Hann var kominn að húsi konu sem ítrekað hefur kvartað undan ónæði mannsins. Lögregla ætlaði að handtaka manninn og rannsaka málið frekar þegar maðurinn stökk á bak reiðhjóli sínu og ætlaði að stinga lögreglu af. 6.4.2007 14:31 Flestir hálendisvegir eru lokaðir Vegagerðin vill brýna fyrir ferðalöngum að akstur utan vega er alltaf bannaður nema á snævi þakinni og frosinni jörð. Í tilkynningu segir að á meðan frost er að fara úr jörð er land sérstaklega viðkvæmt og sama er að segja um þá vegaslóða sem hálendisleiðirnar eru. 6.4.2007 14:07 Karzai vill ræða við talibana Hamid Karzai, forseti Afganistan hefur átt í beinum viðræðum við uppreisnarmenn talibana um að koma á varanlegum friði í landinu. Þetta viðurkenndi Karzai fyrst í dag. Talibanar hafa gefið yfirlýsingar þar sem þeir segjast nú búa sig undir mikla og blóðuga sókn með vorinu, en ofbeldið hefur magnast í landinu undanfarna mánuði. 6.4.2007 14:01 Lögregluyfirvöld í Róm verja hegðun lögreglumanna Yfirmenn lögreglunnar í Róm verja hegðun lögreglumanna borgarinnar eftir að slóst í brýnu með þeim og stuðningsmönnum Manchester United eftir leik þeirra við Rómverja í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þeir segja viðbrögð lögreglumannanna hafa verið eðlileg og að stuðningsmennirnir hafi stofnað til vandræðanna. Stuðningsmennirnir kvörtuðu undan tilhæfulausum árásum lögreglumanna eftir leikinn, sem Manchester tapaði 2-1. UEFA, knattspyrnubandalag Evrópu rannsakar nú málið og gætu bæði félögin átt yfir höfði sér refsingar. 6.4.2007 13:48 Ólöglegt bingó á Austurvelli Félagið Vantrú efnir til bingóspils á Austurvelli í dag, föstudaginn langa til að mótmæla því að brotið sé á athafnafrelsi með helgidagalöggjöf. Verðlaun eru í boði og tekur félagið einnig við frjálsum framlögum sem renna eiga til góðgerðarmála. 6.4.2007 13:33 Tilkynningum vegna barnshafandi kvenna fjölgar Tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur vegna barnshafandi kvenna nær fjórfölduðust í fyrra frá því árið á undan. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir þetta aðallega konur í mikilli neyslu. Þá eru hlutfallslega fleiri tilkynningar vegna barna einstæðra mæðra en annarra hópa. 6.4.2007 12:21 Krossfesta sig til að minnast pínu Krists Milljónir manna um heim allan minnast í dag krossfestingar Jesú Krists. Hvergi er jafnlangt gengið og á Fillipseyum, þar sem rúmur tugur manna lætur krossfesta sig í dag, auk þess sem hundruðir til viðbótar húðstrýkja sig. 6.4.2007 12:15 Bannað að spila bingó og fara á ball Eftir klukkan þrjú í dag má fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það má hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. 6.4.2007 12:00 Loftslagsbreytingar þegar haft varanleg áhrif Lofstslagsbreytingar hafa þegar haft veruleg og varanleg áhrif á vistkerfi heimsins samkvæmt nýrri skýrslu vísindanefndar Sameinuðu Þjóðanna. Alþjóða Rauði Krossinn segir að skýrslan feli í sér varnaðarorð til ríkisstjórna. 6.4.2007 11:45 Borgar sig að blunda Þið sem vitið ekkert betra en að blunda eilítið á daginn hafið fengið nýtt vopn í báráttunni fyrir réttindum dagsvæfra. Samkvæmt nýrri rannsókn ætti fólk að jafnaði að leggja sig þrisvar sinnum á viku yfir daginn, hálftíma í senn. Þetta á jafnt að auka afköst sem og gleði í vinnu. Og vinnuveitendur ættu að íhuga þetta alvarlega líka, því að talið er að síþreyta kosti bandarísk fyrirtæki eitt hundrað og fimmtíu milljarða á hverju einasta ári. 6.4.2007 11:11 Tuttugu fórust í bílsprengjuárás í Írak Minnst tuttugu manns féllu í bílsprengjuárás í borginni Ramadi í Írak nú í morgunsárið. Jeppa fullum af sprengiefni var ekið að vegatálma sem lögregla hafði sett upp, þar sem töluvert af fólki hafði safnast saman. Í borginni Díwanía í suðurhluta Íraks berjast bandarískir og íraskir hermenn nú við uppreisnarmenn úr röðum Sjía og hefur öll bílaumferð verið bönnuð í borginni. 6.4.2007 10:34 Mannshjarta ræktað úr stofnfrumum Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Talið er að innan þriggja ára verði hægt að nota þessa tækni til líffæraflutninga. Á hverju ári þarfnast tíu þúsund Bretar hluta úr hjarta, svo að niðurstöðurnar hafa skiljanlega vakið töluverða athygli. Að sögn vísindamannanna eru vonir bundnar við að eftir áratug eða svo verði hægt að ganga skrefinu lengra og rækta heilt mannshjarta með stofnfrumum. 6.4.2007 10:15 Víða gott skíðafæri í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað núna klukkan tíu og þar er opið til klukkan átján. Lyftur í Kóngsgili og við Bláfjallaskála eru opnar og fleiri lyftur verða opnaðar ef aðsókn krefst. Þá er búið að leggja göngubraut. Samkvæmt upplýsingum þaðan er færið unnið harðfenni og fólki því bent á að halda sig á troðnum svæðum. 6.4.2007 10:00 Vélsleðamaður ekki alvarlega slasaður Vélsleðamaðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, sótti í gær var lagður inn á Landspítalann töluvert slasaður en ekki þó alvarlega. Maðurinn fór fram af hengju við Hágöngur um miðjan dag í gær og kvartaði undan verkjum í baki. Þegar þyrlan kom á slysstað var maðurinn við meðvitund en ringlaður. Björgunaraðgerðir gengu vel og flutti þyrlan manninn á slysadeild Landspítalans, Fossvogi. 6.4.2007 09:53 Sviptur ökuréttindum fyrir ofsaakstur innanbæjar Lögreglan á Ísafirði stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem ók á 126 kílómetra hraða á Skutulsfjarðarbrautinni, þar er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og hæpið að hann aki suður að lokinni hátíðinni Aldrei fór ég suður, sem hefst í kvöld. Annars var allt með kyrrum kjörum á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt. Að sögn lögreglu er mikið af fólki í bænum en sem fyrr segir skemmtu allir sér fallega í gærkvöldi. 6.4.2007 09:33 Margir teknir fyrir hraðakstur í gær - 14 ára stúlka undir stýri Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö fyrir hraðakstur og að sögn var mikil umferð á norðurleið langt fram á nótt. Þá var einn tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna og annar með meint fíkniefni í bíl sínum. 6.4.2007 09:29 Tvöfaldur íbúafjöldi í umdæmi Selfosslögreglu Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á Selfossi í gær og í nótt. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra mældist á 148 kílómetra hraða. Í umdæmi lögreglunnar búa rúmlega 15 þúsund manns en um ferðahelgar sem þessar tvöfaldast íbúafjöldinn þegar sumarbústaðaeigendur flykkjast úr borginni. 6.4.2007 09:00 Kerkorian býður í Chrysler Milljarðafjárfestirinn Kirk Kerkorian lagði í dag fram formlegt tilboð um að kaupa Chrysler Group af DaimlerChrysler samsteypunni þýsku. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 milljarða dollara í reiðufé. Þetta er í annað skiptið sem Kerkorian reynir að eignast Chrysler. Hann bauðst til að kaupa bílaframleiðandann 1995 í félagi við fyrrverandi forstjóra, Lee A. Iacocca á 20 milljarða dollara. 5.4.2007 22:52 Fyrrum fangar mega kjósa á ný Yfirvöld í Flórídaríki í Bandaríkjunum hafa breytt lögum um borgaraleg réttindi fólks sem hefur verið dæmt fyrir glæpi. Hingað til máttu þeir sem höfðu verið dæmdir ekki kjósa, ekki vera í kviðdómi og máttu ekki sinna ýmsum störfum. 5.4.2007 20:45 Hallgrímspassía frumflutt annað kvöld Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, en verkið er byggt á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. 5.4.2007 20:00 Velgja hafmeyjunni undir uggum Íslenskt listaverk á garðbekk í dönskum almenningsgarði velgja Litlu hafmeyjunni undir uggum. Danskur listaverkasali segir verkið, sem er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, hafa hlotið meiri athygli undanfarna mánuði en frægasta kennimerki Danmerkur. 5.4.2007 19:43 Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárása Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum í Lundúnum þann sjöunda júlí árið 2005. Fimmtíu og tveir létu lífið í fjórum sjálfsmorðsprengjuárásum, en þrjár þeirra voru gerðar á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru á aldrinum tuttugu og þriggja ára til þrítugs. Rannsókn er enn í gangi og telur lögreglan líklegt að fleiri verði handteknir í tengslum við árásirnar. 5.4.2007 19:40 Óeinkennisklæddir lögreglumenn á meðal viðskiptavina Óeinkennisklæddir lögreglumenn verða innan um viðskiptavini Kringlunnar eftir páska. Þá hefst átak gegn búðahnupli sem öryggisgæsla hússins stendur að ásamt lögreglu. Um helmingur íslenskra búðaþjófa í Kringlunni eru krakkar að stela sér nammi. 5.4.2007 19:38 Dorrit komin til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni með flugi frá Boston í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir Dorrit vera á batavegi. Reiknað er með að hún fari í endurhæfingu þar sem meiðsl hennar voru allnokkur. 5.4.2007 19:35 Aðskildu hjörtu síamstvíburasystra Ungar símastvíburasystur reyndust mun uppteknari hvor af annarri en myndavélunum þegar þær birtust í fyrsta inn opinberlega eftir að þær voru skildar að. Hjörtu stúlknanna voru meðal annars föst saman. Að öllum líkindum er aðgerðin sú fyrsta sinnar tegundar. 5.4.2007 19:16 Ótti, ekki skeytingarleysi Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. 5.4.2007 18:45 Fagnað við komuna til Bretlands Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. 5.4.2007 18:41 Snjór fluttur til Ísafjarðar Flytja þurfti snjó ofan af fjöllum niður í Ísafjarðarbæ til að unnt yrði að setja skíðaviku með árlegri sprettgöngu um götur bæjarins. 5.4.2007 18:38 110 milljarðar skipta um hendur Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. 5.4.2007 18:30 Alcan horfir til Keilisness Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. 5.4.2007 18:28 Rice ætlar að ræða við Írana Condoleezza Rice, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar sér að hefja beinar viðræður við Írana um hugsanlegt hlutverk þeirra í Írak þegar hún fer á fund sem verður haldinn í maí. Rice sagði líklegt að fundurinn yrði haldinn af ráðherrum en undirmenn utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans áttu fundi í mars síðastliðnum. 5.4.2007 18:19 Páfinn minnist auðmýktar Jesú Benedikt páfi þvoði og þurrkaði fætur 12 manna við hátíðlega Skírdagsathöfn í Vatíkaninu í dag. Athöfnin er haldin til þess að minnast þess hversu auðmjúkur Jesú var kvöldið áður en hann var krossfestur. 5.4.2007 17:40 Ísland og Indland í samstarf um jarðskjálftarannsóknir Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri vísindamálaráðuneytis Indlands, Dr. T. Ramasani, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftarannsókna. 5.4.2007 17:26 Fjórir breskir hermenn fórust í Írak í dag Níu breskir hermenn hafa látið lífið í Írak síðastliðna tvo daga. Í dag létust fjórir breskir hermenn ásamt einum túlki þegar þeir lentu í umsátri uppreinsarmanna vestur fyrir borginni Basra. Árásin var sú alvarlegasta á breskt herlið í Írak síðan í nóvember á siðasta ári. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti yfir sorg sinni vegna dauðsfallanna í yfirlýsingu eftir heimkomu sjóliðanna 15 í dag. 5.4.2007 17:22 Voru að afla upplýsinga um Íran Yfirmaður sjóliðanna 15 sagði í dag við Sky fréttastöðina að þeir hefðu verið í leiðangri til þess að afla upplýsinga um Íran. Jafnframt segir stöðin að hún hafi ekki birt fréttina fyrr en nú þar sem hún vildi ekki stofna öryggi sjóliðanna í hættu. 5.4.2007 17:13 Þyrla landhelgisgæslunnar sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að sækja slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn sé nálægt Hágöngum. Sleðasveitir voru upphaflega kallaður út en þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki var ákveðið að kalla þyrluna út. Slysavarnarfélagið vill minna fólk á að slæmt skyggni og þungt færi sé víða á hálendinu og því sé nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar séu menn á annað borð á ferðinni. Sem stendur er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. 5.4.2007 16:58 4.000 manns dönsuðu á Victoria lestarstöðinni Fleiri en 4.000 manns hittust í gærkvöldi klukkan hálfsex að íslenskum tíma á Victoria lestarstöðinni í Lundúnum til þess að dansa. Engin var þó tónlistin og ekkert var ballið. Fólkið mætti allt með iPod tónlistarspilara og dansaði því hvert eftir sínu lagi. Uppákoman er kölluð skyndi-múgæsing (Flash mobbing) og hefur rutt sér til rúms undanfarin ár. 5.4.2007 16:06 Talibanar rændu tveimur frönskum ríkisborgurum Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir hefðu rænt tveimur Frökkum og þremur Afgönum í suðvesturhluta Afganistan. Tilkynningin frá hópnum, sem kallar sig Uppreisnarher íslamsks ríkis, var birt á Internetinu. Í henni kom fram að í gær hefðu þeir rænt tveimur frönskum ríkisborgurum, karlmanni að nafni Eric og konu að nafni Salma. Einnig var tekið fram að þremur Afgönum hefði verið rænt en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp. 5.4.2007 15:46 Lýst eftir sendiferðabíl Lýst er eftir ljósgráum sendiferðabíl, merktum bakaríinu Korninu, sem stolið var fyrir utan B&L um fimmleytið í gær. Bíllinn er af gerðinni Renault Traffic og er af árgerðinni 2006. Þeir sem sjá bílinn eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 864-1564. Vegleg fundarlaun eru í boði fyrir viðkomandi. 5.4.2007 15:35 Skemmtiferðaskip strandar Grískt skemmtiferðaskip, Sea Diamond, strandaði á ferð sinni um grísku eyjarnar í morgun. Gat kom á skrokk þess og verið að að selflytja hundruð farþega í land. Talið er að um 1.200 farþegar og 300 starfsmenn séu um borð í skipinu. Atvikið átti sér stað nærri eyjunni Santorini. 5.4.2007 15:11 Olmert bað Pelosi ekki fyrir friðarbón Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að hann hafi ekki falið Nancy Pelosi að færa Sýrlendingum friðarbón. Samkvæmt yfirlýsingunni sagði Olmert við Pelosi að „Þó svo Ísrael hafi áhuga á friðarsamkomulagi við Sýrland, er landið samt enn á lista yfir Öxulveldi hins illa og ýtir undir hryðjuverkaöfl í Mið-Austurlöndum.“ 5.4.2007 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Íranar segja yfirlýsingu sjóliða hreinan tilbúning Íranar gagnrýna yfirlýsingu bresku sjóliðanna 15 frá því fyrr í dag harðlega og segja hana hreinan tilbúning. Þeir segja yfirlýsinguna vera gerða til að hylma yfir mistök hersins og að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Þetta segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans sem Reuters-fréttastofan fékk með símbréfi. Sjóliðarnir héldu því fram að Íranar hefðu beitt þá harðræði í varðhaldi, bundið fyrir augu þeirra, haldið fyrir þeim vöku, geymt þá í einangrun og neytt þá til að játa að þeir hefðu verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. 6.4.2007 17:26
Ferðalangar nýta blíðuna Blíðviðri er víða um land og hafa ferðalangar margir hverjir ákveðið að nýta frídaginn til útivistar. Fjölmargir héldu saman á jeppum upp á Langjökul að íshellinum og nutu þar veðurblíðunnar. Búist er við því að það þykkni upp með kvöldinu og að ekki verði alveg jafn vænlegt til ferðalaga næstu daga páskafrísins. 6.4.2007 15:18
Norður-Kóreumenn geta loks fengið peningana sína Bandaríkjamenn segjast hafa fundið leið til þess að koma fjármunum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga á bankareikningi í Macau í hendur eigendanna. Peningarnir hafa legið frystir á bankareikningum vegna efnahagsþvingana en það var eitt skilyrði Norður-Kóreumanna fyrir kjarnorkuafvopnun að peningarnir fengjust lausir. 6.4.2007 15:15
Sjóliðar voru beittir harðræði í Íran Bresku sjóliðarnir 15 segjast hafa verið beittir harðræði í varðhaldi í Íran. Þeir segja að bundið hafi verið fyrir augu þeirra, þau sett í einangrun og þeim hótað allt að sjö ára fangelsisvist. Sjóliðarnir hafa verið látnir lausir og héldu blaðamannafund heima í Bretlandi í dag. 6.4.2007 15:10
Hjólaði lögreglumann um koll og handleggsbraut hann Lögregla þurfti að hafa afskipti af karlmanni í Austurborginni fyrir hádegi í dag. Hann var kominn að húsi konu sem ítrekað hefur kvartað undan ónæði mannsins. Lögregla ætlaði að handtaka manninn og rannsaka málið frekar þegar maðurinn stökk á bak reiðhjóli sínu og ætlaði að stinga lögreglu af. 6.4.2007 14:31
Flestir hálendisvegir eru lokaðir Vegagerðin vill brýna fyrir ferðalöngum að akstur utan vega er alltaf bannaður nema á snævi þakinni og frosinni jörð. Í tilkynningu segir að á meðan frost er að fara úr jörð er land sérstaklega viðkvæmt og sama er að segja um þá vegaslóða sem hálendisleiðirnar eru. 6.4.2007 14:07
Karzai vill ræða við talibana Hamid Karzai, forseti Afganistan hefur átt í beinum viðræðum við uppreisnarmenn talibana um að koma á varanlegum friði í landinu. Þetta viðurkenndi Karzai fyrst í dag. Talibanar hafa gefið yfirlýsingar þar sem þeir segjast nú búa sig undir mikla og blóðuga sókn með vorinu, en ofbeldið hefur magnast í landinu undanfarna mánuði. 6.4.2007 14:01
Lögregluyfirvöld í Róm verja hegðun lögreglumanna Yfirmenn lögreglunnar í Róm verja hegðun lögreglumanna borgarinnar eftir að slóst í brýnu með þeim og stuðningsmönnum Manchester United eftir leik þeirra við Rómverja í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þeir segja viðbrögð lögreglumannanna hafa verið eðlileg og að stuðningsmennirnir hafi stofnað til vandræðanna. Stuðningsmennirnir kvörtuðu undan tilhæfulausum árásum lögreglumanna eftir leikinn, sem Manchester tapaði 2-1. UEFA, knattspyrnubandalag Evrópu rannsakar nú málið og gætu bæði félögin átt yfir höfði sér refsingar. 6.4.2007 13:48
Ólöglegt bingó á Austurvelli Félagið Vantrú efnir til bingóspils á Austurvelli í dag, föstudaginn langa til að mótmæla því að brotið sé á athafnafrelsi með helgidagalöggjöf. Verðlaun eru í boði og tekur félagið einnig við frjálsum framlögum sem renna eiga til góðgerðarmála. 6.4.2007 13:33
Tilkynningum vegna barnshafandi kvenna fjölgar Tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur vegna barnshafandi kvenna nær fjórfölduðust í fyrra frá því árið á undan. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir þetta aðallega konur í mikilli neyslu. Þá eru hlutfallslega fleiri tilkynningar vegna barna einstæðra mæðra en annarra hópa. 6.4.2007 12:21
Krossfesta sig til að minnast pínu Krists Milljónir manna um heim allan minnast í dag krossfestingar Jesú Krists. Hvergi er jafnlangt gengið og á Fillipseyum, þar sem rúmur tugur manna lætur krossfesta sig í dag, auk þess sem hundruðir til viðbótar húðstrýkja sig. 6.4.2007 12:15
Bannað að spila bingó og fara á ball Eftir klukkan þrjú í dag má fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það má hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. 6.4.2007 12:00
Loftslagsbreytingar þegar haft varanleg áhrif Lofstslagsbreytingar hafa þegar haft veruleg og varanleg áhrif á vistkerfi heimsins samkvæmt nýrri skýrslu vísindanefndar Sameinuðu Þjóðanna. Alþjóða Rauði Krossinn segir að skýrslan feli í sér varnaðarorð til ríkisstjórna. 6.4.2007 11:45
Borgar sig að blunda Þið sem vitið ekkert betra en að blunda eilítið á daginn hafið fengið nýtt vopn í báráttunni fyrir réttindum dagsvæfra. Samkvæmt nýrri rannsókn ætti fólk að jafnaði að leggja sig þrisvar sinnum á viku yfir daginn, hálftíma í senn. Þetta á jafnt að auka afköst sem og gleði í vinnu. Og vinnuveitendur ættu að íhuga þetta alvarlega líka, því að talið er að síþreyta kosti bandarísk fyrirtæki eitt hundrað og fimmtíu milljarða á hverju einasta ári. 6.4.2007 11:11
Tuttugu fórust í bílsprengjuárás í Írak Minnst tuttugu manns féllu í bílsprengjuárás í borginni Ramadi í Írak nú í morgunsárið. Jeppa fullum af sprengiefni var ekið að vegatálma sem lögregla hafði sett upp, þar sem töluvert af fólki hafði safnast saman. Í borginni Díwanía í suðurhluta Íraks berjast bandarískir og íraskir hermenn nú við uppreisnarmenn úr röðum Sjía og hefur öll bílaumferð verið bönnuð í borginni. 6.4.2007 10:34
Mannshjarta ræktað úr stofnfrumum Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Talið er að innan þriggja ára verði hægt að nota þessa tækni til líffæraflutninga. Á hverju ári þarfnast tíu þúsund Bretar hluta úr hjarta, svo að niðurstöðurnar hafa skiljanlega vakið töluverða athygli. Að sögn vísindamannanna eru vonir bundnar við að eftir áratug eða svo verði hægt að ganga skrefinu lengra og rækta heilt mannshjarta með stofnfrumum. 6.4.2007 10:15
Víða gott skíðafæri í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað núna klukkan tíu og þar er opið til klukkan átján. Lyftur í Kóngsgili og við Bláfjallaskála eru opnar og fleiri lyftur verða opnaðar ef aðsókn krefst. Þá er búið að leggja göngubraut. Samkvæmt upplýsingum þaðan er færið unnið harðfenni og fólki því bent á að halda sig á troðnum svæðum. 6.4.2007 10:00
Vélsleðamaður ekki alvarlega slasaður Vélsleðamaðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, sótti í gær var lagður inn á Landspítalann töluvert slasaður en ekki þó alvarlega. Maðurinn fór fram af hengju við Hágöngur um miðjan dag í gær og kvartaði undan verkjum í baki. Þegar þyrlan kom á slysstað var maðurinn við meðvitund en ringlaður. Björgunaraðgerðir gengu vel og flutti þyrlan manninn á slysadeild Landspítalans, Fossvogi. 6.4.2007 09:53
Sviptur ökuréttindum fyrir ofsaakstur innanbæjar Lögreglan á Ísafirði stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem ók á 126 kílómetra hraða á Skutulsfjarðarbrautinni, þar er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og hæpið að hann aki suður að lokinni hátíðinni Aldrei fór ég suður, sem hefst í kvöld. Annars var allt með kyrrum kjörum á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt. Að sögn lögreglu er mikið af fólki í bænum en sem fyrr segir skemmtu allir sér fallega í gærkvöldi. 6.4.2007 09:33
Margir teknir fyrir hraðakstur í gær - 14 ára stúlka undir stýri Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö fyrir hraðakstur og að sögn var mikil umferð á norðurleið langt fram á nótt. Þá var einn tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna og annar með meint fíkniefni í bíl sínum. 6.4.2007 09:29
Tvöfaldur íbúafjöldi í umdæmi Selfosslögreglu Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á Selfossi í gær og í nótt. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra mældist á 148 kílómetra hraða. Í umdæmi lögreglunnar búa rúmlega 15 þúsund manns en um ferðahelgar sem þessar tvöfaldast íbúafjöldinn þegar sumarbústaðaeigendur flykkjast úr borginni. 6.4.2007 09:00
Kerkorian býður í Chrysler Milljarðafjárfestirinn Kirk Kerkorian lagði í dag fram formlegt tilboð um að kaupa Chrysler Group af DaimlerChrysler samsteypunni þýsku. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 milljarða dollara í reiðufé. Þetta er í annað skiptið sem Kerkorian reynir að eignast Chrysler. Hann bauðst til að kaupa bílaframleiðandann 1995 í félagi við fyrrverandi forstjóra, Lee A. Iacocca á 20 milljarða dollara. 5.4.2007 22:52
Fyrrum fangar mega kjósa á ný Yfirvöld í Flórídaríki í Bandaríkjunum hafa breytt lögum um borgaraleg réttindi fólks sem hefur verið dæmt fyrir glæpi. Hingað til máttu þeir sem höfðu verið dæmdir ekki kjósa, ekki vera í kviðdómi og máttu ekki sinna ýmsum störfum. 5.4.2007 20:45
Hallgrímspassía frumflutt annað kvöld Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, en verkið er byggt á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. 5.4.2007 20:00
Velgja hafmeyjunni undir uggum Íslenskt listaverk á garðbekk í dönskum almenningsgarði velgja Litlu hafmeyjunni undir uggum. Danskur listaverkasali segir verkið, sem er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, hafa hlotið meiri athygli undanfarna mánuði en frægasta kennimerki Danmerkur. 5.4.2007 19:43
Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárása Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum í Lundúnum þann sjöunda júlí árið 2005. Fimmtíu og tveir létu lífið í fjórum sjálfsmorðsprengjuárásum, en þrjár þeirra voru gerðar á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru á aldrinum tuttugu og þriggja ára til þrítugs. Rannsókn er enn í gangi og telur lögreglan líklegt að fleiri verði handteknir í tengslum við árásirnar. 5.4.2007 19:40
Óeinkennisklæddir lögreglumenn á meðal viðskiptavina Óeinkennisklæddir lögreglumenn verða innan um viðskiptavini Kringlunnar eftir páska. Þá hefst átak gegn búðahnupli sem öryggisgæsla hússins stendur að ásamt lögreglu. Um helmingur íslenskra búðaþjófa í Kringlunni eru krakkar að stela sér nammi. 5.4.2007 19:38
Dorrit komin til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni með flugi frá Boston í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir Dorrit vera á batavegi. Reiknað er með að hún fari í endurhæfingu þar sem meiðsl hennar voru allnokkur. 5.4.2007 19:35
Aðskildu hjörtu síamstvíburasystra Ungar símastvíburasystur reyndust mun uppteknari hvor af annarri en myndavélunum þegar þær birtust í fyrsta inn opinberlega eftir að þær voru skildar að. Hjörtu stúlknanna voru meðal annars föst saman. Að öllum líkindum er aðgerðin sú fyrsta sinnar tegundar. 5.4.2007 19:16
Ótti, ekki skeytingarleysi Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. 5.4.2007 18:45
Fagnað við komuna til Bretlands Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. 5.4.2007 18:41
Snjór fluttur til Ísafjarðar Flytja þurfti snjó ofan af fjöllum niður í Ísafjarðarbæ til að unnt yrði að setja skíðaviku með árlegri sprettgöngu um götur bæjarins. 5.4.2007 18:38
110 milljarðar skipta um hendur Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. 5.4.2007 18:30
Alcan horfir til Keilisness Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. 5.4.2007 18:28
Rice ætlar að ræða við Írana Condoleezza Rice, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar sér að hefja beinar viðræður við Írana um hugsanlegt hlutverk þeirra í Írak þegar hún fer á fund sem verður haldinn í maí. Rice sagði líklegt að fundurinn yrði haldinn af ráðherrum en undirmenn utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans áttu fundi í mars síðastliðnum. 5.4.2007 18:19
Páfinn minnist auðmýktar Jesú Benedikt páfi þvoði og þurrkaði fætur 12 manna við hátíðlega Skírdagsathöfn í Vatíkaninu í dag. Athöfnin er haldin til þess að minnast þess hversu auðmjúkur Jesú var kvöldið áður en hann var krossfestur. 5.4.2007 17:40
Ísland og Indland í samstarf um jarðskjálftarannsóknir Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri vísindamálaráðuneytis Indlands, Dr. T. Ramasani, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftarannsókna. 5.4.2007 17:26
Fjórir breskir hermenn fórust í Írak í dag Níu breskir hermenn hafa látið lífið í Írak síðastliðna tvo daga. Í dag létust fjórir breskir hermenn ásamt einum túlki þegar þeir lentu í umsátri uppreinsarmanna vestur fyrir borginni Basra. Árásin var sú alvarlegasta á breskt herlið í Írak síðan í nóvember á siðasta ári. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti yfir sorg sinni vegna dauðsfallanna í yfirlýsingu eftir heimkomu sjóliðanna 15 í dag. 5.4.2007 17:22
Voru að afla upplýsinga um Íran Yfirmaður sjóliðanna 15 sagði í dag við Sky fréttastöðina að þeir hefðu verið í leiðangri til þess að afla upplýsinga um Íran. Jafnframt segir stöðin að hún hafi ekki birt fréttina fyrr en nú þar sem hún vildi ekki stofna öryggi sjóliðanna í hættu. 5.4.2007 17:13
Þyrla landhelgisgæslunnar sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að sækja slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn sé nálægt Hágöngum. Sleðasveitir voru upphaflega kallaður út en þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki var ákveðið að kalla þyrluna út. Slysavarnarfélagið vill minna fólk á að slæmt skyggni og þungt færi sé víða á hálendinu og því sé nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar séu menn á annað borð á ferðinni. Sem stendur er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. 5.4.2007 16:58
4.000 manns dönsuðu á Victoria lestarstöðinni Fleiri en 4.000 manns hittust í gærkvöldi klukkan hálfsex að íslenskum tíma á Victoria lestarstöðinni í Lundúnum til þess að dansa. Engin var þó tónlistin og ekkert var ballið. Fólkið mætti allt með iPod tónlistarspilara og dansaði því hvert eftir sínu lagi. Uppákoman er kölluð skyndi-múgæsing (Flash mobbing) og hefur rutt sér til rúms undanfarin ár. 5.4.2007 16:06
Talibanar rændu tveimur frönskum ríkisborgurum Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir hefðu rænt tveimur Frökkum og þremur Afgönum í suðvesturhluta Afganistan. Tilkynningin frá hópnum, sem kallar sig Uppreisnarher íslamsks ríkis, var birt á Internetinu. Í henni kom fram að í gær hefðu þeir rænt tveimur frönskum ríkisborgurum, karlmanni að nafni Eric og konu að nafni Salma. Einnig var tekið fram að þremur Afgönum hefði verið rænt en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp. 5.4.2007 15:46
Lýst eftir sendiferðabíl Lýst er eftir ljósgráum sendiferðabíl, merktum bakaríinu Korninu, sem stolið var fyrir utan B&L um fimmleytið í gær. Bíllinn er af gerðinni Renault Traffic og er af árgerðinni 2006. Þeir sem sjá bílinn eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 864-1564. Vegleg fundarlaun eru í boði fyrir viðkomandi. 5.4.2007 15:35
Skemmtiferðaskip strandar Grískt skemmtiferðaskip, Sea Diamond, strandaði á ferð sinni um grísku eyjarnar í morgun. Gat kom á skrokk þess og verið að að selflytja hundruð farþega í land. Talið er að um 1.200 farþegar og 300 starfsmenn séu um borð í skipinu. Atvikið átti sér stað nærri eyjunni Santorini. 5.4.2007 15:11
Olmert bað Pelosi ekki fyrir friðarbón Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að hann hafi ekki falið Nancy Pelosi að færa Sýrlendingum friðarbón. Samkvæmt yfirlýsingunni sagði Olmert við Pelosi að „Þó svo Ísrael hafi áhuga á friðarsamkomulagi við Sýrland, er landið samt enn á lista yfir Öxulveldi hins illa og ýtir undir hryðjuverkaöfl í Mið-Austurlöndum.“ 5.4.2007 15:00