Fleiri fréttir

Ætla að funda um framtíð Íraks

Írak, nágrannar þess og önnur lönd ætla sér að halda ráðherrafund í maí til þess að ræða framtíð landsins og hvernig er hægt að koma á stöðugleika í landinu. Fundurinn verður framhald funda sem haldnir voru í mars. Upphaflega átti að halda fundinn í byrjun apríl en honum var síðan seinkað.

Hálkublettir víða á vegum

Rétt er að benda á í upphafi þessarar miklu ferðahelgi að hálka er á Siglufjarðarvegi og hálkublettir milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Eins eru hálkublettir á milli Akureyrar og Egilsstaða og víða hálkublettir á Austurlandi.

Karlmanni bjargað sem festist í krapa

Karlmaður var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að hann festist í krapa á Fjarðarheiði um hádegisbil. Samferðarmenn mannsins kölluðu eftir hjálp en náðu að bjarga honum upp úr krapanum áður en björgunarsveitarmenn komu á staðinn sem náðu honum land.

Örtröð í vínbúðum

Veruleg örtröð var í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins í gær. Víða var örtrðin slík að röðin náði langt út fyrir verslanirnar og greip starfsfólk verslananna til þess ráðs að hleypa viðskiptavinunum inn í skömmtum. Þegar inn var komið var yfirleitt þröng á þingi og langar raðir við afgreiðslukassana. Meginþorri vinnandi fólks er enda kominn í fimm daga páskafríi og vill fólk væntanlega gera vel við sig í mat og drykk yfir páskahátíðna.

Skemmdu einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi

Tveir menn hafa viðurkennt að hafa skemmt einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi í fyrrinótt, en það er þriðja árásina á lögreglumenn eða eigur þeirra í umdæminu frá áramótum. Eigandi bílsins býr á Skagaströnd og stóð bíllinn við heimili hans. Töluverðar skemmdir voru unnar á bílnum, sem er nýlegur jeppi.

Íslandshreyfingin kynnir stefnuyfirlýsingu sína

Íslandshreyfingin - lifandi land hefur nú gert stefnuyfirlýsingu sína opinbera. Ábyrg umhverfisstefna og stóirðjustopp er þar efst á blaði. Hreyfingin vill að Ísland verði í fremstu röð frumkvöðla og nýsköpunar. Að komið verði á fót sveigjanlegu velferðarkerfi sem auki samfélagsþátttöku og lífsgæði. Skólastarf á öllum stigum verði eflt og litið verði á landið sem eina heild og eitt atvinnusvæði, svo stiklað sé á stóru.

Páskahátíðinni fagnað

Þúsundir pílagríma röktu fótspor Jesús Krists víða um Jerúsalem í morgun þegar þeir fögnuðu páskahátíðinni sem nú er hafin.

Veðurblíða á skíðasvæðum og hálendinu

Hápunktur skíðavertíðarinnar hérlendis hefur í gegnum árin iðulega verið um páskana og nú ber svo við að helstu skíðasvæði landsins eru opin, þar á meðal Bláfjöll. Skíðasvæðið í Skálafelli er hins vegar lokað. Fjöldi fjallamanna og vélsleðafólks er á ferð á hálendinu og þaðan berast fregnir af veðurblíðu

Sjóliðarnir komnir heim til Bretlands

Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem verið hafa í haldi Írana í nærri tvær vikur, komu heim til Bretlands nú fyrir hádegi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði því að sjóliðarnir væru komnir aftur heim öryggir og ómeiddir.

Ógiltu lög um framhjáhald kvenna

Stjórnarskrárdómstóll í Úganda hefur ógilt lög um framhjáhald sem þar voru í gildi. Samkvæmt þeim var löglegt fyrir giftan mann að halda framhjá með ógiftri konu en ólöglegt fyrir gifta konu að halda fram hjá með ógiftum manni. Konur sem voru fundnar sekar um ódæðið sáu fram á sekt eða allt að eitt ár í fangelsi.

Ríkisstjórnin heldur velli

Ríkisstjórnin heldur velli með 32 þingmenn samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallups fyrir Morgunblaðið og RÚV.

Fáir í Bláfjöllum

Fáir eru á ferli í Bláfjöllum þrátt fyrir mjög gott veður og ágætis færi. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið til klukkan 18 í dag. Skíðasvæði um land allt eru opin.

Mugabe hótar þeim er tóku þátt í verkfalli

Forseti Zimbabwe, Robert Mugabe, hótaði í dag aðgerðum gegn þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í tveggja daga verkfalli verkalýðsfélaga í landinu. Fá fyrirtæki tóku þátt í verkfallinu þar sem stjórnvöld höfðu varað við hefndaraðgerðum gegn þeim sem tóku þátt. Hermenn gengu um götur og pössuðu upp á að allt væri opið.

Enn meiri spenna færist í mál Úkraínu

Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, sagði í dag að hver sá sem gengi gegn tilskipun hans um að leggja niður þingstörf yrði sóttur til saka. Tilskipun forsetans var hans síðasta tilraun til þess að árétta vald sitt yfir forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovych, en þeim hefur sinnast ítrekað undanfarna mánuði.

Hrossagaukurinn kominn og hunangsflugur að vakna

Hrossagaukurinn er kominn til landsins en fuglaáhugamenn í Hornafirði heyrðu fyrst í hrossagauk á mánudag. Tveir lóuhópar, með á annað hundrað fuglum hvor, sáust á túnum vestan við Reynisfjall í Mýrdal. Skordýrin hafa einnig verið að vakna til lífsins. Hunangsflugur sáust í Einarslundi við Höfn í veðurblíðunni í fyrradag.

Bretar ræða við fulltrúa Hamas

Bretar héldu í dag sinn fyrsta fund með leiðtoga Hamas samtakanna. Stjórnarerindreki var sendur til Palestínu til viðræðna við forsætisráðherra landsins, Ismail Haniyeh, varðandi mál fréttamanns BBC, Alans Johnston, sem var rænt þann 12. mars síðastliðinn. Bretar sögðu þó í morgun að eina málið sem yrði tekið fyrir væri mannránið.

Mikil umferð til Akureyrar

Lögreglumenn á Akureyri stöðvuðu fjölda ökumanna í skipulögðu eftirliti í nótt. Mikill umferð var til Akureyrar í gærkvöldi og nótt og segir lögreglan greinilegt á þeim sem stöðvaðir voru að margir ætli sér á skíði þar um páskana.

Reyndi að komast undan lögreglu

Lögreglan náði ölvuðum ökumanni sem reyndi að komast undan þegar hann var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Klettháls í nótt. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tíu gista fangageymslur eftir nóttina.

Jarðskjálftar í Öxarfirði

Tveir jarðskálftar um þrír á Richter urðu á austanverðu Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Sá fyrri varð í Kelduhverfi laust fyrir klukkan hálfsjö og átti upptök um níu kílómetra vestsuðvestur af Ásbyrgi. Síðari skjálftinn varð um hálftíma síðar, um klukkan sjö, en hann átti upptök sín undir hafsbotni norður af Öxarfirði um fimmtán kílómetra austur af Grímsey.

Sjóliðarnir komnir til Bretlands

Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem voru í haldi Írana í nærri tvær vikur, lentu í morgun á Heathrow flugvelli rétt fyrir utan Lundúnir. Sjóliðarnir flugu frá Tehran með British Airways um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fóru þeir beint um borð í herþyrlur sem fluttu þá í herstöð í Devon þar sem þeir munu hitta ættingja sína.

Skíðasvæði opin um land allt

Skíðasvæði um allt land eru opin í dag. Í Bláfjöllum er opið í Kóngsgili og á heimatorfunni við Bláfjallaskála í dag frá kl. 10 til 18. Léttskýjað er og sex gráðu frost. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið frá níu til fimm í dag. Þar er hægur vindur og sjö gráðu frost.

Solana ræddi við Larijani

Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ræddi í gær við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum, um möguleikann á að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun Írana á næstunni. Samtal þeirra átti sér stað áður en sjóliðunum bresku var sleppt og vitað er að Solana talaði um mál þeirra við Larijani.

Vinstri græn báðu Alcan um peninga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir komandi alþingiskosningar.

Allir fara vestur á Aldrei fór ég suður

Ferðamannastraumurinn um páskana liggur til Ísafjarðar, þar sem rokkhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram. Páskaævintýri á Akureyri trekkir einnig að. Landsbjörg minnir meðal annars á aksturshraða og beltanotkun í tilefni páskanna.

Kaupþingsmót Hellis og TR í skák hafið

Kaupþingsmót Hellis og TR hófst í kvöld í skákhöllinni í Faxafeni. Ingólfur Helgason forstjóri Kaupþings opnaði mótið með því að leika fyrsta leikinn í skák Hjörvars Steins Grétarssonar og skoska stórmeistarans Colin McNabs. Leikurinn endaði með jafntefli. Önnur umferð mótsins hefst í fyrramálið klukkan 10. Teflt er í tveimur flokkum, stórmeistaraflokki og meistaraflokki.

Miklar annir hjá starfsmönnum Hafró

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar keppast nú við að afla sýna úr vertíðarafla til að fá marktækt úrtak úr lönduðum afla. Sýnatakan er grundvöllur stofnstærðarútreikninga og ráðlegginga fiskifræðinga í vor. Undanfarið hefur verið góð veiði á miðum eftir heldur risjótt tíðarfar.

Skemmdir unnar á bifreið lögreglumanns

Töluverðar skemmdir voru unnar á nýlegri jeppabifreið lögreglumanns á Blönduósi í nótt. Maðurinn býr á Skagaströnd. Bifreiðinni var lagt við heimili hans þar þegar ódæðið var unnið. Sami lögreglumaður lenti í því fyrir skömmu að heimatilbúin sprengja var sprengd við heimli hans í febrúar á þessu ári. Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir í dag og yfirheyrðir.

Obama sækir fast á Hillary í fjáröflun

Barack Obama mögulegur forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum hefur safnað að minnsta kosti 25 milljónum bandaríkjadala í kosningasjóð sinn. Hillary Clinton sem einnig sækist eftir útnefningu flokksins hefur safnað 26 milljónum. Sú upphæð er met. Kosningalið Obama segir að meira en 100 þúsund aðilar hafi lagt fé í sjóðinn.

Svisslendingar sendi ekki djöfullegt lag í Eurovision

Kristnir Svisslendingar fara nú fram á að framlag landsins til Eurovision keppninnar í ár verði bannað þar sem það sé djöfullegt. Lýðræðisflokkur í landinu hefur safnað 49 þúsund undirskriftum og afhent ríkisstjórnarinni. Farið er farið er fram á að gripið verði í taumana. Lag DJ Bobos nefnist Vampires Are Alive.

Sjóliðunum sleppt á morgun

Ráðgjafi Mahmoud Ahadinejad forseta Írans sagði í dag að bresku sjóliðunum 15 verði sleppt úr haldi á morgun. Reuters fréttastofan hefur eftir Mojtaba Samareh-Hashemi að gíslarnir verði látnir lausir í breska sendiráðinu í Teheran á morgun og fari beint til London. Hann sagði að Bretarnir væru nú undir umsjón utanríkisráðuneytisins.

Volkswagen bifreið Páfa til sölu

Volkswagen Golf bifreið sem einu sinni var í eigu Benedikts Páfa er nú til sölu. Hægt er að bjóða í bílinn á uppboðsvefnum eBay. Hagnaður af sölunni mun renna til góðgerðarmála. Nú hafa tilboð náð rúmum tíu milljónum, en uppboðið rennur út næstkomandi þriðjudag. Á fréttavef Ananova kemur fram að upphaflega hafi bíllinn kostað tæpar 900 þúsund krónur.

Kamelljónasmyglari roðnaði í tollinum

Króatískur maður var gripinn glóðvolgur á alþjóðaflugvellinum í Zagreb með 175 kamelljón sem hann reyndi að smygla inn frá Tælandi. Tollverðirnir tóku eftir hreyfingu á poka Dragos Radovic þegar hann gekk í gegnum tollhliðið. Þegar þeir opnuðu pokann sáu þeir skriðdýrin sem eru í útrýmingarhættu.

Staða Jústsjenkós versnar

Viktor Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, hótaði í dag að sniðganga kosningarnar sem Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, boðaði til í fyrrakvöld. Þúsundir stuðningsmanna þessara fornu fjenda fylktu liði í höfuðborginni Kænugarði í dag.

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún á þó ekki von á að hún verði ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Í dag var haldinn opinn fundur hjá forystu Samfylkingarinnar þar sem farið var yfir stjórnmálaástandið á kosningavori.

Umferðarslys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur vinnuvélar og sendibifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áreksturinn átti sér stað brottfararmeginn í flugstöðinni. Maðurinn slasaðist á baki þar sem hann vann við að afferma vörur úr sendibifreiðinni þegar vinnuvélin keyrði á kyrrstæða sendibílinn.

Endurspeglar pólitíska gjá

Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum.

Framsókn tapar þremur mönnum í Norðausturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi. Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi.

Sextíu prósent hlynntir álveri við Húsavík

Sex af hverjum tíu kjósendum í Norðausturkjördæmi eru hlynntir álveri við Húsavík, en fjórir af hverjum tíu eru því andvígir. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Úrtakið í kjördæminu var 800 manns á aldrinum 18-75 ára. Spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að álver yrði reist við Húsavík.

Kæra ekki álverskosningu

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar ákváðu í dag að kæra ekki álverskosninguna í Hafnarfirði heldur að láta kyrrt liggja. Þau telja að ekki hafi verið um skipulagða fólksflutninga að ræða í þeim mæli að ráðið hefði úrslitum. Þau benda engu að síður á að íbúaflutningar til bæjarins hafi verið óvenju miklir í marsmánuði en vísa því á bæjaryfirvöld að meta hvort ástæða sé til að skoða málið frekar.

Alcan í Straumsvík heldur öllu opnu um orkukaup frá Landsvirkjun

Alcan á Íslandi hefur komið þeim boðum til Landsvirkjunar að áður gert samkomulag um orkukaup vegna stækkunar í Straumsvík haldi gildi sínu til 30. júní, en á meðan ræðir Landsvirkjun ekki við aðra um nýtingu orkunnar. Undirbúningur virkjana í neðri hluta Þjórsár heldur áfram á fullu af hálfu bæði Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Hnífstungumaður í fimm vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald í dag fyrir að veita öðrum karlmanni lífshættulega áverka með hnífi í Reykjavík í gærkvöldi. Hann hefur játað verknaðinn. Maðurinn sem var stunginn fór í aðgerð í nótt og er haldið sofandi í öndunarvél.

Sjóliðunum sleppt

Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu.

Örtröð í Ríkinu

Örtröð myndaðist í Vínbúðum víða á höfuðborgarsvæðinu undir lok dags í dag þegar vínþyrstir íslendingar vildu birgja sig upp fyrir páskana. í Holtagörðum stóð fólk í löngum biðröðum fyrir utan búðina og var hleypt inn í hollum. Vínbúðirnar eru lokaðar næstu tvo daga, en opið verður á laugardag.

Fjórir ferðamenn fundust við leit

Fjórir Bretar fundust við ánna Blöndu í dag en þeir höfðu ekki samband við Landsbjörgu í gær eins og þeir ætluðu að gera. Eftirgrennslan var því hafin eftir leiðaráætlun sem mennirnir höfðu skilið eftir og gekk auðveldlega að finna þá. Mennirnir hugðust ganga á skíðum frá Ingólfsskála að Hveravöllum. Við Blöndu lentu þeir í miklu vatni og krapa og komust ekki af sjálfsdáðum yfir ánna.

Sjá næstu 50 fréttir