Fagnað við komuna til Bretlands 5. apríl 2007 18:41 Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. Sjóliðarnir voru handteknir fyrir meint landhelgisbrot fyrir þrettán dögum og vildu stjórnvöld í Íran að Bretar viðurkenndu að hafa farið inn í íranska lögsögu. Þeir neituðu því. Þegar flugvél sjóliðanna hófst á loft frá Tehran í morgun fögnuðu þeir ákaft og skáluðu í kampavíni. Flugvélin lenti á Heathrowflugvelli í Lundúnum fyrir hádegi að íslenskum tíma. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju með farsæla lausn deilunnar en minntist um leið fjögurra breska hermanna sem létu lífið í árás í Basra í Írak í morgun. Blair lagði áherslu á að ekki mætti slaka á gagnvart Írönum og nefndi sérstaklega stuðning ýmissa ráðamanna í Íran við hryðjuverkamenn í Írak. Blair sagði engan samning hafi verið við írönsk stjórnvöld til að fá sjóliðana lausa. Deilan hafi þó opnað fyrir samskipti á milli þjóðanna sem skynsamlegt væri að nýta. Mahmoud Ahmadinejad tók við sem forseti Írans árið 2005 og óhætt er að segja að hann hafi reynst vestrænum þjóðum erfiðari í samskiptum en fyrrirrennari hans Muhammad Khatami. Hörð afstaða Ahmadinejad varðandi kjarnorkuáætlun Írana hefur aflað honum óvinsælda á erlendri grundu og hefur hann ekki hikað við að gefa út herskáar yfirlýsingar sem hafa áunnið honum fyrirlitningu meðal vestrænna þjóða. Ekki eru allir sammála um af hverju Ahmadinejad sleppti gíslunum en stjórnmálaskýrendur telja margir að hann hafi verið búinn að fullnýta áróðursgildi atburðarins og ekki viljað hætta á átök. Olíuverð fór hækkandi á meðan á deilunni stóð sem sýndi glöggt hve óttinn við átök er mikill. Flogið var með sjóliðana frá Lundúnum á herstöð nærri Devon í suðvesturhluta Bretlands. Þar var þeim ákaft fagnað af ættingjum sínum. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. Sjóliðarnir voru handteknir fyrir meint landhelgisbrot fyrir þrettán dögum og vildu stjórnvöld í Íran að Bretar viðurkenndu að hafa farið inn í íranska lögsögu. Þeir neituðu því. Þegar flugvél sjóliðanna hófst á loft frá Tehran í morgun fögnuðu þeir ákaft og skáluðu í kampavíni. Flugvélin lenti á Heathrowflugvelli í Lundúnum fyrir hádegi að íslenskum tíma. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju með farsæla lausn deilunnar en minntist um leið fjögurra breska hermanna sem létu lífið í árás í Basra í Írak í morgun. Blair lagði áherslu á að ekki mætti slaka á gagnvart Írönum og nefndi sérstaklega stuðning ýmissa ráðamanna í Íran við hryðjuverkamenn í Írak. Blair sagði engan samning hafi verið við írönsk stjórnvöld til að fá sjóliðana lausa. Deilan hafi þó opnað fyrir samskipti á milli þjóðanna sem skynsamlegt væri að nýta. Mahmoud Ahmadinejad tók við sem forseti Írans árið 2005 og óhætt er að segja að hann hafi reynst vestrænum þjóðum erfiðari í samskiptum en fyrrirrennari hans Muhammad Khatami. Hörð afstaða Ahmadinejad varðandi kjarnorkuáætlun Írana hefur aflað honum óvinsælda á erlendri grundu og hefur hann ekki hikað við að gefa út herskáar yfirlýsingar sem hafa áunnið honum fyrirlitningu meðal vestrænna þjóða. Ekki eru allir sammála um af hverju Ahmadinejad sleppti gíslunum en stjórnmálaskýrendur telja margir að hann hafi verið búinn að fullnýta áróðursgildi atburðarins og ekki viljað hætta á átök. Olíuverð fór hækkandi á meðan á deilunni stóð sem sýndi glöggt hve óttinn við átök er mikill. Flogið var með sjóliðana frá Lundúnum á herstöð nærri Devon í suðvesturhluta Bretlands. Þar var þeim ákaft fagnað af ættingjum sínum.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira