Fleiri fréttir

Íbúafjöldi Seltjarnarness tvöfaldaður

Hugmyndir eru um að tvöfalda íbúafjölda Seltjarnarness með því að búa til heila eyju við sunnanvert Nesið. Slíkar framkvæmdir myndu kalla á mikil samgöngumannvirki í vesturbæ Reykjavíkur, svo að Seltirningar einangruðust ekki.

Vill koma skýrslum um banaslys inn í skólakerfið

Formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa telur að koma verði kennslu um raunveruleg umferðarslys inn í skólana því áróður í fjölmiðlum fari framhjá stórum hópi ungmenna. Hann segir fulla ástæðu til þess að skoða lífstíl ungmenna því hann spái fyrir um áhættuhegðun þeirra í umferðinni.

Segir afnám toll gera út af við landbúnaðinn

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það blekkingu að matarverð hér á landi sé fimmtíu prósentum hærra en í nágrannalöndunum eins og Samfylkingin heldur fram. Hann segir alþjóðasamninga ekki leyfa að nýir styrkir til bænda verði teknir upp og því myndi það ganga af landbúnaðinum dauðum að afnema verndartolla á skömmum tíma.

Biðlisti eftir ofnæmisprófuðum köttum

Fyrstu kettlingarnir sem ekki valda ofnæmi hjá mannfólki voru settir á markaðinn á dögunum. Biðlistar eru eftir kettlingum þrátt fyrir að hver köttur kosti hátt í 300 þúsund krónur.

Nylon númer eitt í Bretlandi

Íslenska stúlknasveitin Nylon er í fyrsta sæti á breska danstónlistarlistanum sem birtur var í tónlistartímaritinu Musicweek í dag. Það er nýtt lag stúlknanna Sweet dreams sem situr á toppnum. Það kemur út á smáskífu þar í landi ásamt laginu Closer.

Sofnaði undir stýri og fór út af

Bíll fór út af Reykjanesbraut á Strandarheiði rétt fyrir hádegi í dag þegar ökumaður sofnaði undir stýri. Ökumaðurinn slapp með skrekkinn og bíllinn var lítið skemmdur, þannig að maðurinn gat með aðstoð félaga sinna dregið bílinn aftur upp á veg og keyrt heim í bólið. Að sögn lögreglu var hann ekki grunaður um akstur undir áhrifum.

Evrópumenn unnu Ryder-bikarinn

Evrópumenn tryggðu sér í dag sigur á Bandaríkjamönnum í Ryder-bikarkeppninni í golfi þriðja árið í röð, sem mun vera met. Þetta er einnig fjórði sigurinn á fimm árum.

Blair neitar að styðja Brown

Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins breska, neitaði á flokksþingi flokksins, sem hófst í Manchester í dag, að lýsa yfir stuðningi við Gordon Brown, fjármálaráðherra. Þrátt fyrir mikinn þrýsting neitaði Blair að ræða brotthvarf sitt úr formannssætinu en hann hefur lýst því yfir að þetta flokksþing sé hið síðasta sem hann sæki sem formaður.

Töluverðar skemmdir í skemmubruna í Hvítársíðu

Tvær dráttarvélar, heyvinnuvélar og fleiri tæki eyðilögðust þegar eldur kom upp í vélageymslu að bænum þorgautsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði í nótt, og náði að breiðast út um alla skemmuna á augabragði. Hún var að falli komin þegar slökkvilið sveitarinnar og úr Borgarnesi komu á vettvang, en þeim tókst að verja nálæg hús. Eldsupptök eru ókunn.

Time segir bin Laden enn á lífi en fárveikan

Franskir og sádiarabískir leyniþjónustumenn og stjórnmálamenn keppast við að neita fréttum um að Osama bin Laden sé látinn eftir að lítið þekkt franskt dagblað hafði þær fréttir eftir franskri leyniskýrslu. Nýútkomið tölublað tímaritsins Time hefur eftir sádiarabískum heimildum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti dregið hann til dauða.

Hundamúmíur finnast í Perú

Meira en 40 hundamúmíur hafa fundist við fornleifauppgröft í Perú. Hundarnir voru grafnir við hlið eigenda sinna með teppi og mat og þykir allt benda til þess að Chiribaya fólkið í Suður-Perú hafi trúað því að gæludýrin ættu framhaldslíf í vændum. Slíkur umbúnaður gæludýra hefur hingað til aðeins þekkst í gröfum Egypta til forna.

Fresta stofnun sjálfsstjórnarsvæða um eitt og hálft ár

Íraskir stjórnmálaflokkar hafa samþykkt að fresta stofnun sjálfsstjórnarsvæða í landinu um minnst 18 mánuði. Málefnið hefur ýtt undir ofbeldi í landinu að sögn þingmanna. Stjórnarskrárnefnd verður skipuð á morgun til þess að endurskoða ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar að kröfu súnnímúslima sem eru í minnihluta í landinu.

Handtók menn fyrir að hækka verð á brauði

Simbabvebúar hafa búið við brauðskort í viku eftir að ríkisstjórnin greip til aðgerða gegn bakaríum út af verðhækkunum, sem orsakast af auknum framleiðslukostnaði. Lögreglan handtók þrjá framkvæmdastjóra stórra matvælafyrirtækja á mánudag fyrir að hækka verð án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Brauð er á lista ríkisstjórnarinnar yfir grunnmatvæli sem ríkið stjórnar verðlagi á.

Bjargaði vélarvana báti

Björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd var kallað út rétt fyrir átta í morgun til bjargar vélarvana bát, Guðmundi Hóba, frá Grindavík. Veður á staðnum var gott og lítil hætta á ferðum. Björgunarskipið fylgdi Guðmundi Hóba til hafnar á Skagaströnd og komu þau í höfn upp úr tíu í morgun en báturinn reyndist vera með bilaðan gír.

ETA ætlar að berjast áfram fyrir sjálfstæði Baskalands

Sex mánuðum eftir að hafa tilkynnt varanlegt vopnahlé, senda aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, frá sér myndbandsyfirlýsingu þar sem þrír grímuklæddir menn segja samtökin munu halda áfram vopnaðri baráttu sinni þar til Baskaland hlýtur sjálfstæði frá Spáni.

Björgólfur Thor kynþokkafyllstur

Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir lista sinn yfir ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir fegurð og gælni. Á þessu lista er Björgólfur Thor Björgólfsson sagður bera af þegar kemur að kynþokka.

Íraksstríðið sagt hafa aukið hættuna á hryðjuverkum

Íraksstríðið hefur aukið hryðjuverkahættuna í heiminum og auðveldað róttækum múslimum að afla stuðnings. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri leyniskýrslu sem dagblaðið New York Times vitnar til í morgun.

Mótmæla forsætisráðherranum með hvítu

Þrýstingur eykst enn á forsætisráðherra Ungverjalands að hann segi af sér eftir að hafa logið að þjóðinni. Milli 20 og 50 þúsund manns mótmæltu á torginu fyrir framan þinghúsið í Búdapest í gærkvöldi en allt virðist hafa farið friðsamlega fram. Hvítt er orðinn einkennislitur mótmælendanna sem vilja með því vísa í sannleika og frið.

Óhugnarlegt myndband birt

Hryðjuverkasmatök sem sögð eru tengd al-Kaída birtu í morgun á vef sínum óhugnarlegt myndband sem sýnir illa meðferð á líkum bandarískra hermanna í Írak.

Sektuðu 24 ökumenn á 90 mínútum

Lögreglan í Reykjavík kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur á einni og hálfri klukkustund í gærkvöldi, aðallega á Hringbraut og Miklubraut. Þetta er langt yfir öllu meðallagi og virðist ekkert lát vera á hraðaksturshrinunni , sem verið hefur í nokkra daga. Yngsti ökumaðurinn var 17 ára og tók bílpróf fyrir tólf dögum. Hann hafði því ekki einu sinni fengið ökuskírteinið í hendurnar heldur framvísaði bráðabirgðaskírteini.

Sluppu vel úr veltu í Aðaldalshrauni

Tveir menn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að sögn lögreglunnar á Húsavík, þegar bíll þeirra fór út af veginum í Aðaldalshrauni í gærkvöldi og valt tvær veltur. Þeir voru talsvert lemstraðir og eitthvað skornir af glerbrotum, en ekki alvarlega meiddir. Gert var að sárum þeirra á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Vongóður um skipan þjóðstjórnar

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagðist í morgun vongóður um skipan þjóðstjórnar Hamas- og Fatah-liða. Þar með vísaði hann á bug ummælum Abbas forseta frá í gær um að viðræður væru aftur komnar á byrjunarreit. Haniyeh segir viðræðum framhaldið og þeim miði í rétta átt.

Dregur fréttir af andláti bin Ladens í efa

Sendiherra Pakistana í Bandaríkjunum dregur í efa fréttir fransks blaðs frá í gær um að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Blaðið vitnaði í leynilega skýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem sagði að hann hefði dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði.

Ók fullur á undirstöðu hæðarslár

Ölvaður ökumaður ók í gærkvöldi á miklum hraða á steinsteypta undirstöðu svonefndrar hæðarslár, vegna brúarbyggingar á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvega og kastaði níðþungri undirstöðunni margra metra úr stað. Það þykir með ólíkindum að maðurinn skuli hafa sloppið lítið meiddur, enda hefur höggið verið gríðarmikið og bíllinn er gerónýtur.

Bandaríkjamenn biðja stjórnvöld í Venesúela afsökunar

Bandarísk yfirvöld hafa beðið stjórnvöld í Venesúela afsökunar á því að utanríkisráðherra landsins, Nicolas Madura, hafi verið í haldi öryggisvarða á Kennedyflugvelli í New York í eina og hálfa klukkustund í gær. Madura sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið er þar í borg.

Reyndi að smygla dópi inn á Litla-Hraun

Kona á fertugsaldri, sem ætlaði að heimsækja fanga á Litla Hrauni um miðjan dag í gær, þótti hegða sér grunsamlega og kölluðu fangaverðir lögreglumenn á vettvang. Strax og í ljós kom að hún hafði komið akandi, var tekið úr henni sýni vegna gruns um að hún hefði ekið undir áhrifjum lyfja eða fíkniefna.

Börnin þrjú fundin

Þrjú börn, sem íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum hafa leitað síðustu daga, fundust myrt þar í borg í gærkvöldi. Nokkru áður hafði 26 ára kona verið ákærð fyrir að hafa myrt móður barnanna og skorið fóstur úr kvið hennar.

Mun leggja landbúnað í rúst

„Svona aðgerðir á svona stuttum tíma munu leggja stóran hluta landbúnaðarins, og úrvinnslugreina hans, í rúst,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, um tillögur Samfylkingar til lækkunar á matvælaverði.

Samfylking ætlar að lækka matvöruverð

Samfylkingin ætlar að lækka matarreikning heimilanna um 200.000 krónur á ári. Meðal breytinga sem lagðar eru til eru niðurfelling vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Einnig skuli fella niður alla innflutningstolla á matvælum.

Óþokkar dreifa glerbrotum í sandkassa

Dagforeldrar í Síðuhverfi á Akureyri þurfa daglega að yfirfara leikvöll í hverfinu til að ganga úr skugga um að glerbrot og tæki til fíkniefnaneyslu stofni börnum ekki í hættu. Svo langt gangi skemmdarverkin að glerbrotum sé stundum dreift á markvissan hátt um sandkassa á leikvellinum.

"Nokkrir ansi ósáttir" - prófkjör Framsóknarmanna í norðvestur

Framboðslisti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi verður ákveðinn með póstkosnu prófkjöri, þvert á tillögu stjórnar kjördæmasambandsins sem vildi stilla upp á lista. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar, segir afar fátítt að tillaga stjórnar kjördæmisráðs hljóti ekki brautargengi og segir það endurspegla miklar áhyggjur af stöðu flokksins.

Bara milljarðamæringa á Forbes listanum

400 ríkustu menn Bandaríkjanna eru samanlagt metnir á jafnvirði tæplega 90 þúsund milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina þetta árið og í fyrsta sinn dugir ekki að vera milljónamæringur til að komast á blað.

Maðurinn fundinn á Síldarmannagötum

Maðurinn sem leitað var að á Síldarmannagötum er fundinn og er á leið til Reykjavíkur með þyrlu. Lögregla segir manninn þó ekki hafa verið illa haldinn heldur hafi þyrlan verið komin á staðinn til leitar og því hafi verið ákveðið að senda manninn með þyrlu í bæinn í skoðun.

Slapp vel úr veltu

Ung stúlka slapp vel þegar lítill fólksbíll valt á Þrengslavegi í Svínahrauni, við vegamótin við Suðurlandsveg. Bíllinn er ónýtur. Stúlkan missti stjórn á bílnum þegar hann lenti í lausamöl sem var á veginum þar sem nýbúið er að leggja klæðningu. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem hún fer í rannsóknir en hún virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl.

Undirbúningur að útboði hafinn

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum krefst þess að ríkisstjórnin leysi flugsamgöngumál Vestmannaeyinga þegar í stað, en áætlunarflug milli lands og Eyja leggst af eftir helgi. Undirbúningur að útboði er þegar hafinn og verður málið lagt fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag.

Leitað að göngumanni á Síldarmannagötum

Leit stendur yfir að karlmanni á áttræðisaldri sem varð viðskila við gönguhóp á leið um Síldarmannagötur, frá Hvalfirði í Skorradal. Maðurinn dróst aftur úr gönguhópnum þar sem hann var ferðlúinn og fannst svo ekki þegar einn úr hópnum hljóp til baka. Maðurinn er ekki illa búinn og heilsuhraustur miðað við aldur.

23 létust í lestarslysi

Nú er vitað að 23 týndu lífi í lestarslysi í Þýskalandi í gær. Lest, sem knúin er með segulafli, fór þá af sporinu þegar hún skall á viðgerðarvagni. Áætlað er að á fjórða tug farþega hafi verið um borð í lestinni en engan farþegalista er að finna þar sem um tilraunaferð var að ræða.

Taugaveiki sögð hafa dregið bin Laden til dauða

Franskt blað fullyrðir í dag að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Hann hafi dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Ekki hefur verið hægt að staðfesta fréttir blaðsins.

Aukin hætta á skriðu

Sprunga er í Óshyrnunni, fyrir ofan Óshlíðarveg milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Hún gliðnaði miklu meira síðasta vetur en árin þar á undan og segir bæjarstjórinn í Bolungarvík þetta enn ein rökin fyrir því að hefja jarðgangagerð strax. Ef hluti Óshyrnu hleypur í sjó fram, myndast áreiðanlega flóðbylgja, en erfitt er að meta hversu stór hún yrði, segir jarðfræðingur sem mældi gliðnunina í gær.

Hægri leyniþjónusta

Leyniþjónustan sem starfrækt var hérlendis á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar, var að öllum líkindum leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins, ekki stjórnvalda hverju sinni, segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Hann dregur til að mynda mjög í efa að Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað um starfsemina á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.

Mikil sprengjuhreinsun á varnarliðssvæðinu

Sprengjuhreinsa þarf stórt landsvæði eftir að varnarliðið hverfur endanlega úr landi. Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hefur yfir búnaði og þekkingu að ráða til verksins, en kostnaðurinn yrði mikill.

Olli slysi með ofsaakstri í Ártúnsbrekkunni

Hvítri sportbifreið var ekið aftan á jeppling í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan hálf sex síðdegis. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var sportbifreiðinni ekið vestur Vesturlandsveg í brekkunni við Esso á ofsahraða í mikilli umferð. Jepplingurinn kastaðist út af akbrautinni hægra megin.

Hlekktist á í lendingu

Lítilli flugvél hlekktist á þegar flugmaðurinn ætlaði að lenda henni á sléttum mel skammt frá Gæsavötnum, norðvestan við Vatnajökul. Flugvélin endaði á hvolfi einum 200 metrum frá þeim stað þar sem hún lenti fyrst. Hún er óflugfær og verður líklega flutt burt á bílpalli en flugmaðurinn slapp ómeiddur.

Tveir slasaðir í Ártúnsbrekku

Ártúnsbrekkan er lokuð í austurátt vegna umferðarslyss sem varð þar fyrir skömmu. Fjölmennt lögreglu- og slökkvilið vinnur að því að klippa út fólk úr bílum. Samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu eru tveir slasaðir en nánari upplýsingar eru ekki enn á reiðum höndum.

Sækist eftir 4.-6. sæti í Suðurkjördæmi

Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, sækist eftir 4.-6. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hann leggur sérstaka áherslu á menntamál og bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga, auk þess sem umhverfismál eru ofarlega á baugi. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu verður þann 4. nóvember nk.

Sjá næstu 50 fréttir