Innlent

Evrópumenn unnu Ryder-bikarinn

Evrópska liðið tryggði sér sigur í mintugrænum jökkum.
Evrópska liðið tryggði sér sigur í mintugrænum jökkum. MYND/AP

Evrópumenn tryggðu sér í dag sigur á Bandaríkjamönnum í Ryder-bikarkeppninni í golfi þriðja árið í röð, sem mun vera met. Þetta er einnig fjórði sigurinn á fimm árum.

Það var nýliðinn sænski Henrik Stenson sem kom úrslitapúttinu í holuna og tryggði Evrópumönnum sigurinn. Darren Clarke táraðist þegar hann hafði tryggt sér 3-2 sigur á Zach Johnson.

Nánar verður fjallað um Ryder-bikarkeppnina í kvöldfréttum NFS í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×