Innlent

Undirbúningur að útboði hafinn

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum krefst þess að ríkisstjórnin leysi flugsamgöngumál Vestmannaeyinga þegar í stað, en áætlunarflug milli lands og Eyja leggst af eftir helgi.

Undirbúningur að útboði er þegar hafinn og verður málið lagt fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag. Ef svo fer að ríkið þarf að niðurgreiða flug til Vestmannaeyja, eru þær komnar í hóp jaðarbyggða eins og Grímseyjar, Gjögurs og Bíldudals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×