Innlent

Sluppu vel úr veltu í Aðaldalshrauni

Tveir menn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að sögn lögreglunnar á Húsavík, þegar bíll þeirra fór út af veginum í Aðaldalshrauni í gærkvöldi og valt tvær veltur. Þeir voru talsvert lemstraðir og eitthvað skornir af glerbrotum, en ekki alvarlega meiddir. Gert var að sárum þeirra á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Talið er að ökumaður hafi misst vinstri hjólin út af malbikinu, og við það að ná honum upp á það aftur, hafi bíllinn snarsnúist og oltið. Hann er gjörónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×