Erlent

Nylon númer eitt í Bretlandi

Nylon-stúlkur hafa í nógu að snúast þessa dagana.
Nylon-stúlkur hafa í nógu að snúast þessa dagana.

Íslenska stúlknasveitin Nylon er í fyrsta sæti á breska danstónlistarlistanum sem birtur var í tónlistartímaritinu Musicweek í dag. Það er nýtt lag stúlknanna Sweet dreams sem situr á toppnum. Það kemur út á smáskífu þar í landi ásamt laginu Closer.

Stúlkurnar eru á tónleikaferðalagi með bresku sveitinni McFly sem Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar, segir eina þá vinsælustu á Bretlandseyjum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×