Erlent

ETA ætlar að berjast áfram fyrir sjálfstæði Baskalands

Sex mánuðum eftir að hafa tilkynnt varanlegt vopnahlé, senda aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, frá sér myndbandsyfirlýsingu þar sem þrír grímuklæddir menn segja samtökin munu halda áfram vopnaðri baráttu sinni þar til Baskaland hlýtur sjálfstæði frá Spáni.

"Blóð okkar er tilbúið til þess. Okkur mun takast ætlunarverkið," segja mennirnir í texta sem lesinn var upp fyrir framan rúmlega þúsund áhorfendur í skóglendi í Guipuzcoa-héraði í nótt.

Samningaviðræður Baska og spænskra yfirvalda hafa verið í nokkrum hnút en þessir talsmenn ETA sögðu samtökin þó ekki hafna viðræðum við Spánverja. Spænskt dagblað hafði einnig eftir "traustum heimildum" á föstudaginn að vopnahléð gæti verið í uppnámi ef ekki verða neinar framfarir í samningaviðræðum ETA við spænsk yfirvöld fyrir 15. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×